Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Spakmæli dagsins

Græðum saman mein og mein,

Metumst ei við grannann,

fellum saman stein við stein,

styðjum hverjir annan

(Matthías Jochumsson)


Skilningur

Josef Fritzl Austurríkismaðurinn Josef Fritzl greinir frá því í blaðaviðtali sem birt er í dag að hann hafi lagt sig fram um að gera vistarverur dóttur sinnar Elisabeth eins þægilegar og kostur hafi verið. Hann segist þó skammist sín mjög fyrir gerðir sínar. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.

Þessi maður er bæði geðveikur og veruleikafirrtur og sem slíkur hefur hann ekki þær tilfinningar, sem þarf til þess að iðrast gjörða sinna.  Þetta er bara uppgerð til að afla sér samúðar, sem enginn er tibúinn að veita honum.


mbl.is Fritzl þráir skilning Elisabeth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílvelta

Hér er unnið á vettvangi slysins. Jeppabifreið sem í voru fjórir menn valt útaf Grindavíkurvegi við Svartsengi fyrr í dag. Ekki er vitað um meiðsl mannanna en þeir voru allir fluttir á sjúkrahús. Klippa þurfti einn þeirra sem var í bílnum út úr honum. Bíllinn skemmdist mikið. Mikil hálka er á því svæði þar sem bíllinn fór útaf.

Hún getur verið lúmsk hálkan og oft furðar maður sig á því að fólk ekur alltaf eins og um væri að ræða hásumar.  Vonandi er fólkið ekki alvarlega slasað sem var í þessum bíl.


mbl.is Valt útaf Grindavíkurvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írar

Josef Pröll, umhverfisráðherra Austurríkis, Jónína... Ráðherra Evrópumála í Írlandi, Dick Roche, segist þess fullviss að Írar muni samþykkja hinn svokallaða Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins. „Já ég er það,“ sagði Roche aðspurður um hvort hann teldi Íra tilbúna til að samþykkja sáttmálann.

Allt þetta hrun og atvinnuleysi hlýtur að breyta afstöðu Íra og þeir munu samþykkja þennan sáttmála, sem kenndur er við Lissabon.


mbl.is Írar þarfnast Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Von

Bjarni Benediktsson í pontu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Ef það er eitthvað eitt umfram annað sem ég vil að við tökum með okkur út af þessum fundi þá er það von,“ sagði Bjarni Benediktsson, í framboðsræðu sinni á landsfundi, en hann er í framboði til formanns flokksins. „Von um að flokkurinn nái vopnum sínum á ný, þjóðinni til heilla“, sagði Bjarni.

Það er mesti misskilningur að halda því fram að það væri þjóðinni til heilla að Sjálfstæðisflokkurinn nær vopnum sínum.  Það er þjóðinni til heilla að fylgið er að hrynja af þessum flokki í stórum stíl.


mbl.is Verðum að halda í vonina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB

„Við verðum að horfa á það sem mestu máli skiptir í Evrópusambandinu, hagsmunirnir snúa fyrst og fremst að fjölskyldum og heimilum, ekki bara atvinnulífinu. Ekki aðeins mun matvælaverð lækka heldur einnig vextir á lánum. Þetta eru grundvallaratriði,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur.

Það á ekki að hlusta á eitthvað úrtölukjaftæði, heldur sækja um aðild að ESB sem fyrst.  Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er búinn að afgreiða hina miklu skýrslu um Evrópumálin og niðurstaðan er að vera á móti aðild að ESB en vera samt hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um að sækja um aðild.  Þannig að flokkurinn er stefnulaus í þessum málaflokki.  Er bæði fylgjandi aðild og á móti.


mbl.is Hagsmunirnir snúa að heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slys

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vesturlandi og undanfarar af höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna einstaklings sem slasaðist við fjallgöngu í Skessuhorni. Nánari upplýsingar um málið liggja ekki fyrir.

Þetta sýnir okkur að niðurskurður hjá Landhelgisgæslunni er varasamur, því nú mun þurfa þyrlu til aðstoðar.


mbl.is Sækja slasaða konu í Skessuhorn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SPRON

 Færeyski bankinn Føroya Bank er ekki ósvipaður að stærð og Byr sparisjóður, ef miðað er við heildareignir hvors um sig í árslok 2008. Færeyski bankinn hefur lýst áhuga á að kaupa eignir SPRON hér á landi.

Við eigum að selja Færeyingum SPRON, sem fyrst.  Ekki að vera að búta þetta niður í smærri einingar og selja þær.  Ef Færeyingar kaupa er næsta víst að allt það starfsfólk sem missti sína vinnu við yfirtöku FJM á SPRON, fá sín störf aftur.  Þetta er langbesta lausnin.


mbl.is Svipaður að stærð og Byr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður Katrín

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. „Steingrímur J er hið nýja Skattmann og skikkjan hefur verið send með hraðpósti frá Bessastöðum. Skattmann er mættur aftur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er hún ávarpaði landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður ræddi m.a málefni eiginmanns síns og veikindi dóttur sinnar.

Ég held að henni væri nær að hafa áhyggjur af eigin flokki, frekar en að vera með skítkast út í aðra flokka.  Hvað kemur málefni eiginmanns hennar og veikindi dóttur, landsfundarfullltrúum við?  Er hún að sækja eftir samúð og vorkunsemi?


mbl.is Skattmann er mættur aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föst í skíðalyftu

Frá Hlíðarfjalli. Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Súlunni á Akureyri eru búnir að bjarga öllum þeim sem föst voru í stólalyftu í Hlíðarfjalli, samtals um 100 manns. Sum hver höfðu verið föst í lyftunni í á annan klukkutíma vegna bilunar.

Þetta hefur verið óskemmtileg reynsla, að sitja föst í skíðalyftu í hörku frosti.


mbl.is Öllum bjargað úr lyftunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband