Þorgerður Katrín

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. „Steingrímur J er hið nýja Skattmann og skikkjan hefur verið send með hraðpósti frá Bessastöðum. Skattmann er mættur aftur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er hún ávarpaði landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður ræddi m.a málefni eiginmanns síns og veikindi dóttur sinnar.

Ég held að henni væri nær að hafa áhyggjur af eigin flokki, frekar en að vera með skítkast út í aðra flokka.  Hvað kemur málefni eiginmanns hennar og veikindi dóttur, landsfundarfullltrúum við?  Er hún að sækja eftir samúð og vorkunsemi?


mbl.is Skattmann er mættur aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag. Að sjálfsögðu er Þorgerður að hafa áhyggjur af eiginn flokki, og hennar persónulegu mál eiga alveg heima á landsfundi, þar sem Gróa á leiti hefur farið hamförum í Íslensku samfélagi upp á síðkastið. Trúðu mér skattar eiga eftir að stórhækka ef Skattmann heldur áfram og sundurleitur hópur  VG og Smfilkingar verða áfram við völd. Ekki er þessi ríkisstjórn að redda málum heimilanna eins og um var talað, það er eitt að tala en að hunskast til að koma einhverju í verk.

Þorleifur H. óskarsson 28.3.2009 kl. 16:08

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Núverandi ríkisstjórn hefur komið ótrúlega mörgum málum í gegn til aðstoðar heimilum í landinu á þeim stutta tíma sem hún hefur verið við völd.  Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi reynt að tefja flest mál.  Er það eitt af þeim málum sem þessi landsfundur á að fjalla um, að dóttir Þorgerðar hafi veikst.

Það er alveg sama hvað ýmsir aðilar vilja, þá verða VG og Samfylkingin sigurvegarar næstu kosninga og munu mynda næstu ríkisstjórn.  Skattar hækka sjálfsagt og þá mest á hæðstu tekjur en þeir sem eru á hóflegum launum 300-600 þúsund á mánuði munu ekki fá á sig skattahækkun.

Jakob Falur Kristinsson, 28.3.2009 kl. 17:14

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ferlega dapur ræða hjá konunni og óþolandi þessi væll að allir séu vondir við hana og allt sér persónugert í hennar garð - úúffff hvað hún er þreitt sem og úrræðalítil

Maður veit svo sem að ef að VG kemst að þá munu skattar hækka töluvert - er ekki viss um að almenningur beri slíkar birgðir umfram það sem nú er

Jón Snæbjörnsson, 28.3.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband