Grunaður maður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið karlmann sem er grunaður að hafa kveikt í Laugarásvídeói aðfararnótt sunnudags. Maðurinn var yfirheyrður í morgun og sleppt í framhaldinu. Skv. upplýsingum frá lögreglu hefur maðurinn réttarstöðu grunaðs.

Hvers vegna er mönnum alltaf sleppt þegar búið er að yfirheyra þá og þeir jafnvel búnir að játa á sig afbrot.  

Sá sem kveikti í Laugarásvídeói stofnaði einnig fjölda manns í lífshættu, sem bjó á hæðunum fyrir ofan vídeóleiguna.


mbl.is Einn með réttarstöðu grunaðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaður

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, sagðist á fundi með forstöðumönnum heilbrigðisstofnana í dag, leggja áherslu á að sparnaðarkröfum í heilbrigðiskerfinu yrði mætt með hagræðingu og skipulagsbreytingum sem hefðu sem allra minnstu röskun í för með sér fyrir sjúklinga.

Þetta er mjög skynsöm leið sem Ögmundur velur að spara í heilbrigðiskerfinu með þátttöku þeirra sem þar starfa.  Þegar farinn er sú leið eins og áður þekktist að ráðherra gefi út tilskipun til einstakra stofnana um ákveðinn sparnað, þá er alltaf hætta á að starfsmenn verði óánægðir og sparnaðurinn næst ekki.


mbl.is Sparnaðarkröfum mætt með hagræðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjóafjarðarbrú

Mjóafjarðarbrú var vígð í dag þegar Kristján Möller samgönguráðherra klippti á borða og í kjölfarið var umferð hleypt yfir brúna. Reyndar er þarna um þrjár nýjar brýr að ræða, en Mjóafjarðarbrúin er lengst af þeim, 160 m löng.

Það fólk sem ekki býr á Vestfjörðum skilur sennilega ekki hvað þetta er mikill áfangi í samgöngumálum Vestfjarða.  Svo er stutt í að nýr vegur um Arnkötludal verði tekin í notkun og verður þá loksins komin tenging Vestfjarða við hringveginn nr. 1 með bundnu slitlagi.


mbl.is Mjóafjarðarbrú vígð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagaströnd

Viðræður Sveitarfélagsins Skagastrandar og stjórnar RARIK um hugsanlega lagningu hitaveitu til Skagastrandar hófust að nýju í dag. Viðræðum var slegið á frest í kjölfar bankahrunsins. Lagning hitaveitunnar kostar a.m.k. 300 milljónir króna.

Þessi framkvæmd yrði fljót að borga sig og er þjóhagslega hagkvæm.


mbl.is Ræða lagningu hitaveitu til Skagastrandar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskveiðar

Nú er svo mikil þorskur í Barentshafi að Norðmenn hafa ákveðið að draga verulega úr veiðum þar.  Ekki vegna hættu á ofveiði heldur er orðið erfitt að selja þorsk á góðu verði í dag vegna mikils framboðs.  Norskir fiskifræðingar telja að ástæðan fyrir allri þessari þorskgengt, sé breytt hitafar í sjónum.  En íslenski fiskifræðingar segja að það gildi ekki um Íslandsmið, þótt hitastig hafi einnig hækkað þar.  Þeir telja að aukin þorskgengd á Íslandsmiðum sé góðri veiðistjórn að þakka en ekki breyttu hitafari.

Sú spurning hlýtur að vakna hvers vegna breytt hitastig sjávar hefur svona mikil áhrif í Barentshafi en ekki á Íslandsmiðum?

Ef Ísland væri nú aðili að ESB, þá fengjum við líklega rétt til að veiða þorsk ofl. tegundir í Barentshafi, sem væri okkur mikilvægt til að skapa gjaldeyristekjur í þjóðarbúið.

Einnig má benda á að rækjustofninn úti fyrir Norðurlandi er allur að taka við sér og veiðar ganga núna vel.  En rækjukvótinn á þessu svæði hefur verið óbreyttur í nokkur ár eða 7.000 tonn og lítið verið veitt undanfarin ár.

Þar sem Ísland er í botnlausum skuldum og þarf nauðsynlega á auknum tekjum að halda, væri það þá ekki tilraunarinnar virði að auka þorskkvótann verulega á meðan við erum að komast yfir erfiðasta hjallann eftir bankakreppuna.


ESB

Þeir sem eru á móti aðild Íslands að ESB, þurfa hvorki að óttast skerðingu á sjálfstæði okkar eða eign okkar á auðlindum.  Hvað varðar sjávarútveginn, þá miðar ESB við hverjir hafa nýtt fiskimiðin hvað varðar staðbundna stofna.  Það hefur engin þjóð nýtt Íslandsmið sl. 30-40 ár en Íslendingar og þess vegna munum við áfram ráða yfir þeirri auðlind.  Öðru máli gegnir um flökkustofna, en þar munu opnast nýir möguleikar fyrir íslenskar útgerðir.  Þótt endanleg ákvörðun verði í Brussel, munu íslenskir fiskifræðingar stýra veiðum við Ísland.

Hvað landbúnaðinn varðar þá eru hvergi greiddir hærri styrkir til bænda en hjá ESB-löndunum.  En bændur verða þá komnir í frjálsa samkeppni við aðra bændur í Evrópu og verða lausir undan einokun og óþarfa milliliðum.  Þannig mun þeirra hagur batna verulega hvað varðar kjötframleiðslu og mjólkurafurðir.

Svo má ekki gleyma hinni öflugu byggðastefnu sem ESB rekur og er miðuð við svæði norðan við 62. breiddarbaug.  Á Íslandi væri þetta svæði fyrir norðan Snæfellsnes í vestri og norðan Reyðarfjarðar í austri.  Þannig að mörg smærri byggðalög, sem hafa misst frá sér allan veiðirétt og eru við það að þurrkast út, þau munu fá tækifæri til að blómstra á ný.


Réttir

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, fór eftir hádegið norður í land í dag, þar sem hann hyggst fara í göngur og réttir í sinni heimabyggð.

Liggur það ekki í augum uppi, að fjármálaráðherra, fari og smli fé í réttir.  Þetta er kannski ekki endilega það fé sem honum bráðvantar núna.  

En fé samt.


mbl.is Steingrímur í réttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Það er með manndóminn eins og

meydóminn, að sé honum eitt sinn 

fargað fæst hann ekki aftur.

(Árni Jónsson frá Múla)


Fara best með eigið fé

„Menn fara yfirleitt best með eigið fé og því er það farsælast fyrir launafólk í landinu að það sjálft ákveði alfarið hverjir stýra sjóðum þess,“ segir í ályktun stjórnar Sjómannafélags Íslands. Félagið hvetur önnur stéttarfélög í landinu til að endurskoða þátttöku atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða. Þá varar félagið við hugmyndum um stofnun sérstaks fjárfestingasjóðs lífeyrissjóða sem ætlað er að fjárfesta fyrir hönd lífeyrissjóðanna í framtíðinni.

Auðvitað á fólkið sem greiðir í lífeyrissjóðina að ráða hvernig þeim er stjórnað.  Þótt atvinnurekendur greið visst mótframlag í lífeyrissjóðina er það framlag hluti af launum fólks.


mbl.is „Menn fara best með eigið fé“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan

Gengi krónunnar hefur lækkað um nærri 1% í viðskiptum á millibankamarkaði í dag en krónan hefur heldur styrkst undanfarna daga.

Aumingja krónan ef hún nær að styrkjast eitthvað þá veikist hún jafnharðan aftur eftir nokkra daga.


mbl.is Krónan lækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband