Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hlýnun jarðar

Nú eru einkennilegir hlutir að ske á jörðinni, það hefur mikið verið talað um hlýnun jarðar og margir spáð því að fyrst kæmi kuldakast í 30-40 ár, áður en að hlýnun jarðar yrði að veruleika.  Þetta virðist vera að ske núna.  Hlýnun jarðar er mest eftir því, sem nær dregur skautum jarðarinnar en á miðjunni virðist fara að kólna verulega.  Þannig er methiti í Ástralíu og þokkalegur hiti norðarlega á hnettinum.  Einnig er bráðnun íss mikil bæði á Norður- og Suðurskautinu.  En á miðju jarðar eru einhverjar þær mestu vetrarhörkur, sem þar hafa komið, jafnvel í Kína hefur snjóað talsvert.

Veðurfar á Íslandi hefur líka verið óvanalegt, því að nú um miðjan janúar er nær enginn snjór á landinu.  Þótt við séum auðvitað ánægð með veðurfarið á Íslandi nú, gæti svo farið að kuldaskeiðið næði líka hingað til lands áður en fer að hlýna á ný, eða eftir 30-40 ár.  En bráðnun jökla á heimsskautasvæðunum heldur áfram þrátt fyrir að kuldakast væri komið um mest alla jörðina.  Þetta getur haft gríðarlegar afleiðingar hér á landi.  Því öll rafmagnsframleiðsla með vatnsafli myndi stöðvast, því öll uppistöðulón yrðu botnfrosin.  Þetta gæti líka haft áhrif á hita sjávar, sem hefur verið að hækka hér við land undanfarin ár, færi að lækka aftur og margir af okkar helst fiskistofnum myndu færa sig þangað sem hiti sjávar væri þeim hentugri.

Það er því mikill misskilningur að halda því fram að á Íslandi yrði hitafar orðið svipað og var á Norðurlöndunum fyrir kuldakastið núna. Áður en að til þess kemur eigum við eftir að ganga í gegnum kuldakast í 30-40 ár, en þá fyrst færi að hlýna á ný.


Haítí

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ekki ljóst hvort einhverjir Íslendingar hafi verið staddir á Haíti þegar jarðskjálftinn reið yfir. Ráðuneytið vinnur að upplýsingaöflun sem stendur.

Er ekki óþarf að vera með áhyggjum af íslendingum á Haítí, þegar ekki er vitað hvort nokkur íslendingur er þar staddur.


mbl.is Óvíst með Íslendinga á Haíti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Faðir vor,fyrirgef oss,

eigin heimsku.

Amen.

(Ríkisstjórn Íslands.)


Ólögleg innrás

Innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak í mars árið 2003 var ólögmæt samkvæmt alþjóðalögum. Þetta eru niðurstöður sjálfstæðrar hollenskrar rannsóknarnefndar, sem hefur rannsakað stuðning hollenskra stjórnvalda við innrásina.

Þá er það komið á hreint að eina stríðið ,sem við Íslendingar vorum aðilar að reynist vera ólögmætt samkvæmt alþjóðalögum.

Til hamingju Davíð og Halldór.


mbl.is Segja innrásina í Írak hafa verið ólögmæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan

Í dagbókum lögregluembætta Akraness og Vestmannaeyja er farið yfir þau mál sem hæst báru á góma í liðinni viku. Helst var það hálkan sem var að stríða Akurnesingum en alloft þurfti að hafa afskipti af fólki vegna hávaða í heimahúsum í Eyjum.

Þótt mikið hafi verið að gera hjá lögreglunni á þessum stöðum er þó gott að fæst þessara mála geta talist alvarleg.


mbl.is Í ýmsu að snúast hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðsluerfiðleikar

Á fjórða ársfjórðungi 2009 bárust 835 umsóknir til Íbúðalánasjóðs vegna greiðsluerfileika sem eru um 27% fleiri umsóknir en á þriðja ársfjórðungi. Á árinu 2009 bárust 3320 slíkar umsóknir, eða um 42% fleiri umsóknir en á árinu 2008.

Hvar er nú Skjaldborgin um heimili landsins, sem mikið hefur verið talað um?  Þetta er orðið mjög alvarlegt ef um 3.300 manns eiga í greiðsluerfiðleikum og missa kannski sín heimili.  En ekkert virðis vera gert til að aðstoða þetta fólk.  Heldur eru allir uppteknir við að ræða Icesave, væri nú ekki nær fyrir stjórnvöld þessa lands að hugsa fyrst um eigin þegna áður en farið er í að aðstoða erlendar þjóðir með því að greiða Icesave.


mbl.is Yfir 3300 í greiðsluerfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn loðnukvóti

Loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar er að ljúka. Samkvæmt heimildum mbl.is fannst ekki nægilega mikið af loðnu svo hægt sé að gefa út upphafskvóta. Fiskifræðingar hafa miðað við að hrygningarstofn verði að vera 400 þúsund lestir en í leiðangrinum mun ekki hafa tekist að mæla svo stóran stofn.

Þá kemur eitt áfallið enn.  Það er eins og allt leggist á eitt að gera lífið á Íslandi eins erfitt og mögulegt er.  Annars hefði ég talið óhætt að gefa út einhvern byrjunarkvóta í loðnu t.d. 100 þúsund tonn og hefja veiðar. Því engar veiðar munu ekki auka við loðnumagnið á Íslandsmiðum, heldu verður meira æti fyrir hvali og önnur sjávardýr.  Þetta er því einfaldlega val um hvort við ætlum að nýta loðnuna eða láta dýr hafsins éta hana frá okkur.


mbl.is Ekki hægt gefa út loðnukvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar

Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Indlands hófst í morgun í Mumbai en Ólafur Ragnar fer einnig til Delhi og Bangalore.

Nú getur Forsetinn spókað sig erlendi eins og honum sýnis á kostnað íslenskra skattgreiðenda.  Því með synjun sinni á staðfestingu á Icesave-frumvarpinu varð Ólafur Ragnar allt í einu orðin vinsælasti maðurinn á Íslandi og kann vel að baða sig í sviðsljósinu, sem hann er í.  Jafnvel harðir andstæðingar Ólafs tilbiðja hann nú sem hetju.  Vonandi verður Forsetinn kominn heim áður en Þjóðaratkvæðagreiðslan, sem hann boðaði til verður framkvæmd svo hann gleymi ekki að kjósa.


mbl.is Ólafur Ragnar á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Samtökin Nýtt Ísland hafa enn á ný boðað til mótmæla fyrir utan þau fjármögnunarfyrirtæki sem bjóða upp á bílalán. Bíleigendur eru hvattir til að mæta fyrir utan Íslandsbanka Kirkjusandi á hádegi og flauta stanslaust í þrjár mínútur. Þaðan verður ferðinni haldið áfram að næsta fyrirtæki.

Það er sjálfsagt að mótmæla órétti, en hafa verður í huga að þeir sem tóku bílalán, gerðu það af fúsum og frjálsum vilja og það er ekki við fámögnunarfyrirtækin að sakast þótt lánin hafi hækkað upp úr öllu valdi. 

Sú ábyrgð er hjá stjórnvöldum þessa lands.


mbl.is Áfram mótmælt við fjármögnunarfyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt lögmann í 6 mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir umboðssvik með því að selja sumarhúsalóð í Grímsnesi í heimildarleysi.

Menn teygja sig ansi langt í fasteignabraski til að næla sér í eignir á vafasaman hátt og þiggja að auki greiðslur frá þeim, sem þeir eiga að vera að vinna fyrir.


mbl.is Lögmaður dæmdur í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband