Var forsetinn blekktur

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á bloggi sínu að ljóst sé að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi verið blekktur. Vísar hún þar til þess að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi lýst því yfir að þeir vilji allt til vinna að að semja frekar um IceSave en fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er alveg rétt hjá Ólínu Þorvarðardóttur, því núna virðast margir vera að vakna upp við vondan draum og gera sér grein fyrir afleiðingum þess ef Icesave-frumvarpið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Nýleg skoðanakönnun Gapasent Gallup, sýnir að meirihluti kjósenda ætlar að samþykkja þetta frumvarp ef það fer í þjóðaratkvæðagreiðslu og Pétur Blöndal, sem bar fram tillögu á Alþingi um að þetta mál ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu er nú kominn á þá skoðun að illskásti kosturinn sé að semja um málið.  En þá er óvíst hvort Bretar og Hollendingar vilji gera nýjan samning og ef svo fer þá munu þær þjóðir gera kröfu í þrotabú Landsbanka Íslands og verða þar með stærsti kröfuhafinn og ráð algerlega yfir þrotabúinu og í þrotabúinu eru mörg stór lán, sem tengjast atvinnulífinu.  Þar eru mikil lán með veði í aflaheimildum og ljóst að öll þessi lán munu verða innheimt af hörku.  Sem betur fer er í lögum um stjórn fiskveiða ákvæði sem bannar erlendum aðilum að eiga hér aflaheimildir, en auðvelt mun vera að fara framhjá því með þátttöku íslendinga.  Slíkar aðgerðir myndu setja allt atvinnulíf á hliðina er er nú ekki þar ábætandi, þá yrðu fjöldagjaldþrot hjá íslenskum fyrirtækjum.  Þegar á þetta hefur verið bent hefur stjórnarandstaðan alltaf talað um hræðsluáróður, sem ekkert væri að marka.  En nú þegar blákaldur veruleikinn blasir við fara menn að tala öðruvísi en áður.


mbl.is Segir að forsetinn hafi verið blekktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband