Verð á aflaheimildum

Nú virðist verð á aflaheimildum á Íslandsmiðum vera að hrynja.  Nýi Landsbankinn knúði útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Festi ehf. í Hafnarfirði í gjaldþrot í desember 2009.  Skiptastjóri þrotabúsins auglýsti allar eignir búsins til sölu og nú standa yfir samningaviðræður við útgerðarfélag í Bolungarvík og samkvæmt mínum heimildum er verið að ræða um 3,2 milljarða, sem söluverð á öllu þrotabúinu.  Festi ehf. átti nokkra báta og miklar veiðiheimildir og hefur farið geyst í að kaupa bæði skip og aflaheimildir með lánum frá Landsbanka Íslands.  Festi ehf. mun hafa greitt að meðaltali um 3.000,- til 4.000 krónur fyrir hvert þorskígildiskíló og hefur það sennilega orðið þeim að falli.  Það verð sem nú er rætt um 3,2 milljarðar er að frádregnu virði fiskvinnslustöðvar og báta um 1.600 krónur á hvert þorskígildiskíló.  Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart því að hið mikla verð sem komið var á veiðiheimildir var komið út í tóma vitleysu og enginn rekstur gat borið slíkt, eins og best sést á afkomu hjá Festi ehf.

Það hefur mikið verið rætt um hvernig mörg fyrirtæki fegruðu ársreikninga sína með því að færa í sínu bókhaldi svokallað goodwill eða viðskiptavild.  Upphæð þessara viðskiptavildar var ákveðin af stjórnendum fyrirtækjanna og eru dæmi um að viðskiptavildin hafi verið megin uppistaðan í eigin fé margra fyrirtækja.

Hvað varðar sjávarútvegsfyrirtækin, þá hafa þau flest fært í sínu bókhaldi virði aflaheimilda, sem eign.  Til að sýna sterka stöðu hefur verið búið til falskt verð á aflaheimildum eða eins og hjá Festi ehf. 3.000,-  til 4.000,- krónur á hvert þorskígildiskíló.  Með slíkum færslum er eigið fé fyrirtækjanna aukið í það, sem stjórnendur fyrirtækjanna vilja hafa það.  En þetta verð er falskt því að enginn getur keypt á þessu verði og til að búa til þetta verð hafa mörg af okkar stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum skipst á veiði heimildum á þessu verði svo það verði skráð hjá Fiskistofu, sem markaðsverð.  Hvað ætli mörg fyrirtæki í sjávarútvegi yrðu gjaldþrota ef verðið væri skráð í þeirra bókhaldi á krónur 1.600,- fyrir hvert þorskígildiskíló.  Hjá mörgum þeirra myndi eigið fé þurrkast úr og verða neikvætt og er þá stutt í gjaldþrot.

Sá verðmiði sem Landsbankinn er nú að setja á veiðiheimildir þrotabú hjá Festi ehf. mun hafa mikil áhrif á önnur fyrirtæki í sjávarútvegi og lá til þeirra fyrirtækja munu taka mið af þessu verði þegar eignir eru metnar, sem veð fyrir lánum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband