Að ganga í svefni

Á mínum yngri árum var algengt að ég gengi í svefni.  Í mörg sumur vann ég við brúarsmíði víða um land hjá Vegagerð ríkisins.  Eitt kvöldið kom það fyrir að ég hafði lagt mig eftir kvöldmatinn og mun síðan hafa farið út og rætt við þó nokkra menn, sem fannst ég vera orðinn eitthvað skrýtinn, enda sagði ég ekki eitt einasta orð af viti, en hrökk allt í einu við og vaknaði.

Ég hafð'i ætlað mér að gera sjómennsku að mínu ævistarfi og 19 ára gamall réði ég mig, sem háseta á Tungufell BA-326 frá Tálknafirði.  En skipið var að fara á línuveiðar við Austur Grænland og var beitt um borð.  Ég var einn af beitningarliðinu og var í klefa með frænda mínum aftur í skipinu.  Þá kom það eitt sinn fyrir að ég gekk í svefni og mun hafa klætt mig og farið upp í brú og sagt við þann, sem þar var á vakt að ég ætlaði að skreppa í land og fór út á bátapall og gerði mig líklegan til að klifra yfir handriðið, en þá öskraði þessi maður á mig og ég vaknaði og áttaði mig á að ég var staddur út á ballarhafi og hvergi land að sjá.  Þessi veiðiferð stóð í þrjár vikur og ákvað ég að hætta, því ég varð alvarlega sleginn yfir að hafa næstum því farið í hafið í svefni.  Því hætti ég eftir þessa einu veiðiferð og fór aftur í brúarsmíðina og síðan í Samvinnuskólann á Bifröst um haustið.  Þótt löngu síðar hafi það legið fyrir mér að fara aftur á sjó og fara bæði í Vélskólann og Stýrimannaskólann var ég orðinn 45 ára gamall og löngu hættur að ganga í svefni.  Þau 10 ár sem ég stundaði síðan sjómennsku kom það aldrei fyrir að ég gengi í svefni og ég væri örugglega enn á sjónum ef ég hefði ekki lent í slysi, sem gerði mig að öryrkja.  En þá var ég búinn að afla mér skipstjórnaréttinda á 45 metra löng skip og vélstjórnarréttinda fyrir vélar allt að 750 kw. að stærð.

En að ganga í svefni er mikil lífsreynsla og getur verið stórhættuleg en mér hefur verið sagt að það geti verið hættulegt að vekja mann, sem gengur í svefni ef hann er búinn að koma sér á einhvern stað sem hætt er framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband