Forsetinn á kafi í bullandi pólitík

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýnir alþjóðlega greiningarfyrirtækið Fitch Ratings harðlega í viðtali við fréttastofu Bloomberg fyrir að lækka lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins í ruslflokk á þriðjudag.

Ólafur Ragnar nýtur sýn vel að vera í sviðsljósinu þessa daganna.  En er það hlutverk hlutlaus Forseta að vera með stórar yfirlýsingar á alþjóðavettvangi.  Ég hélt að utanríkisráðherra ætti að sjá um slík mál.  Hinsvegar stóð Ólafur Ragnar sig vel í viðtali á BBC gegn aðgangshörðum spyrli og Forsetanum tókst vel að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og létt ekki spyrilinn trufla sig neitt í því hlutverki.  En ég get ekki gert að því að mér finnst Ólafur Ragnar vera farinn að verða full mikið pólitískur í sínum störfum þessa daganna.


mbl.is Ólafur Ragnar gagnrýnir Fitch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það er alveg eins hans hlutverk ef enginn annar sér sóma sinn í að láta þá heyra það sem eiga það skilið.

Ólafur Björnsson, 8.1.2010 kl. 12:51

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það má vel vera, en allt er best í hófi.

Jakob Falur Kristinsson, 8.1.2010 kl. 12:57

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála Ólafi hér að ofan. Ef enginn í ríkisstjórninni nennir að tala okkar máli, má forsetinn gera það. Og hann er að standa sig vel.

Villi Asgeirsson, 8.1.2010 kl. 13:58

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég verð að segja að í fyrsta skipti nú á ævi minni ber ég virðingu fyrir verkum forseta Íslands, mikið var að eitthvað af viti kom frá manni í því embætti -  loksins sýnir hann að forsetinn getur verið eitthvað annað en puntustrá og klappstýra, og barist fyrir sanngirni gagnvart þjóð vorri. Annað en það illfylgi gungna og drusla sem nú fyllir stjórnarráðið og undir fölskum merkjum jafnaðar og verkalýðsstefnu hyggst selja þjóð vora nauðuga undir ok alþjóðlegs ofurkapítalisma.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.1.2010 kl. 14:15

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Icesave er mál sem verður að leysa á pólitískum nótum og Ólafur nýtir gott tækifæri NÚ til að tjá sig - gott hjá honum & mjög eðlilegt..!  Hins vegar er mjög óeðlilegt að þau skötuhjú Jóhanna & SteinFREÐUR skuli ALDREI tala fyrir OKKAR sjónarmiðum og VERJA þau - þau spila með vitlausu liði & slá SKJALDBORG um kröfur UK & Hollendinga..lol..!  Jóhanna hlustar ekki einu sinni á RÖK Ingibjörg Sólrúnar - stórhættulegt lið - þessi ríkisstjórn er svo sannarlega í "RuslFlokki..!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 8.1.2010 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband