Aðrir kostir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að Íslendingar eigi ekki annan kost en að samþykkja Icesavelögin. Að sjálfsögðu eig þjóðin það í þeirri sterku lagalegu stöðu sem Íslendingar eru í. Það stenst ekki skoðun að hér fari allt á hliðina ef lögin fái ekki framgang.

Er þá Bjarni Benediktsson ekki tilbúinn að upplýsa hvaða kosti aðra við eigum og beita sér fyrir því að allir þingmenn sameinist um þá til að leysa þetta leiðindamál, sem Icesave er.  Það væri landi og þjóð fyrir bestu ef slík samstaða næðist á Alþingi og öllum skotgrafahernaði yrði hætt.


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Auðvitað eigum við aðra kosti, Bjarni bara þekkir þá ekki og bíður eftir kraftaverki að handan.

Þórbergur Torfason, 9.1.2010 kl. 11:38

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þá verður hann að bíða mjög lengi.

Jakob Falur Kristinsson, 9.1.2010 kl. 11:41

3 Smámynd: Bára Margrét Pálsdóttir

Kobbi ég trúi því ekki að þú sért tilbúin að greiða skuldir einkabanka.Við eigum að láta pólitíkina til hliðar í þessu máli,þetta kemur til með að erfast til barnabarnana okkar. Erum við virkilega svo sjálfelsk að við látum þetta ganga yfir okkur bara af því að okkar póltísku skoðanir eru svona eða hinseginn.Við sem erum að eldast og þurfum á okkar lífeyri að halda komum til með að sjá hann skertan´frá ári til árs  vegna þessa máls ef við látum þetta yfir okkur ganga.Þeir sem áttu bankan lifa enn í sínum draumaheimi og hafa ekki heldur klárað að borga fyrir hann.Bretar og Hollendingar eru búnir að greiða innustæðueigendum að fullu án þess að vera samráði við okkur.Það var enginn sem þvingaði þetta fólk til þess að leggja sína peninga inn í Landsbankan til þess að fá hærri vexti fólk tók áhættu sem það á að standa og falla með,þannig er það ef þú stundar áhættufjárfestinar.

Bára Margrét Pálsdóttir, 9.1.2010 kl. 12:10

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Aðrir kostir? Já hverjir? Enginn er eyland nema mafíueyjan.

Spennandi að hafa viðskipti við mafíueyju sem ræktar hér kanabisplöntur í öðru hverju húsi þótt það sé bannað með lögum hér á landi. Eitthvað hefur þetta nú skarast hjá honum Bjarna Blessuðum. Staðan er ekki sterk hjá þjóðinni heldur bara hjá þeim sem rændu Íslandi. Það er staðreyndin.

Nú bara verða landsmenn að fara að lesa DV og hlusta á erlendar fréttir ef þeir ætla að hafa hugmynd um hvað er að gerast á eyjunni okkar fögru. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.1.2010 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband