Steingrímur J. Sigfússon

„Það var ekki ætlun mín að vera enn að tala við ykkur um Iceave á sunnudegi," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, við breska viðskiptablaðið Financial Times, sem segir Steingrím hafa vonast eftir því að geta byrjað að einbeita sér að efnahagslegri uppbyggingu Íslands á árinu 2010.

Auðvita er brýnt að hefja efnahagslega uppbyggingu á Íslandi, sem allra fyrst.  En þetta andskotans Icesave-mál er alltaf að þvælast fyrir.  En Steingrímur hefur staðið sig sem hetja í sínu erfiða starfi og er kosning um mann ársins 2009 til að staðfesta það.  En þar varð Steingrímur í öðru sæti, en óvanalegt er að stjórnmálamenn sé nefndir í þessari kosningu. 

Eftir því sem fram kom í Silfri Egils í gær töldu bæði Eva Joly og franski þingmaðurinn, sem talað var við að ef Icesave-deilan hefði farið fyrir dómstóla hefði Ísland unnið það mál og ekkert þurft að borga neitt.  Því voru það afdrifarík mistök þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað að leita ekki til dómstóla, heldur semja um málið.  Ef greiðsluskildu Íslands hefði strax verið neitað þá væri þetta leiðindamál fyrir löngu úr sögunni.  En eins og staðan er núna þá neyðumst við til að semja um Icesave.  Þar er ekki við núverandi ríkisstjórn að sakast heldur fékk hún þetta mál í arf frá fyrri ríkisstjórn.


mbl.is Ríkisstjórnin í vandræðalegri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: DanTh

Ég held hreinlega, prinsippsins vegna, að Steingrímur og Jóhanna vilji að við skattgreiðendur borgum þetta fyrir Bjöggana.  Ég velti því svo fyrir mér af hverju þetta jafðnaðar og vinstra fólk vilji okkur skattgreiðendum svo illt.

DanTh, 11.1.2010 kl. 14:08

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Jakob, það gleymdist að taka fram hvaða ríkisstjórn er í vafasömu ljósi svo ekki sé meira sagt. Það er sú gamla sem vill komast að aftur með Ingibjörgu Sólrúnu í broddi fylkingar. (Framhald á hruninu í næstu bók þegar Ingibjörg er búin að klára að kaupa landið út úr þjóðareign eins og hún er greinilega að reyna núna),

hálfnað verk þá hafið er sögðu gömlu viskunnar menn. Jóhanna blessunin er svo of langt á hinum kantinum. Svona fara flokkar með fólk hér á landi. Semsagt, auðvaldið kaupir fólk (Ingibjörgu Sólrúnu) út og suður til að tryggja sjálfa sig en ekki þjóðina. Þeir sem ekki láta kaupa sig eru settir í óréttláta vafasama stöðu þegar búið er að nota vinnu þeirra um allar þjóða-koppagötur. Þetta er óhugnanleg siðblinda auðvaldsins.

Það forðast þessa staðreynd mjög margir eins og heitann eldinn og ætla aldeilis af göflunum að ganga ef sannleikurinn kemur upp á yfirborðið. Vert er að hlusta vel á og velta fyrir sér þá sem gagnrýna núverandi ríkisstjórn og athuga hversu óhreint mjölið í þeirra poka sem þar hafa hátt um réttlæti!

Sumir eru tilbúnir að borga mikið af þjóðarauðnum til að þagga nú niður sannleiksglaða menn. Látum nú engann telja okkur trú um að staðan sé sterk hjá þjóð sem er í heljargreipum Íslenskra bankaræningja. Við verðum að byrja á að taka til heima hjá okkur og ef við getum það höfum við sterka stöðu. En við erum alls ekki búin með heimaverkin höfum við ekki sterka stöðu. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.1.2010 kl. 14:30

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er sammála þér Anna, því núverandi ríkisstjórn olli ekki hruninu.  Heldur var þá við völd ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og sú ríkisstjórn tók þá ákvörðum að semja um Icesave, en ekki fara með málið fyrir dómstóla.  Samt held ég að sú gamla ríkisstjórn vilji ekki fara aftur í stjórn við núverandi aðstæður.  Þau ætla fyrst að láta Steingrím og Jóhönnu þrífa upp allan skítinn eftir sig.  Þá fyrst væru þau tilbúinn að taka við aftur.

Jakob Falur Kristinsson, 12.1.2010 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband