Átak í ferðamálum

Um 180 manns örkuðu með Ferðafélagi Íslands á Helgafell við Hafnarfjörð í gærmorgun, í leiðangri sem markaði upphaf verkefnisins Eitt fjall á viku. Undir merkjum félagsins stendur til að ganga á 52 fjöll á árinu og hefur verkefnið vakið athygli. „Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og göngugarparnir voru á öllum aldri,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, í samtali við Morgunblaðið.

Þetta er vel að verki staðið hjá Ferðafélagi Íslands og vonandi verður þetta til að vekja áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi um hávetur.  Því okkur er mikil nauðsyn á að lengja ferðamannatímann og eigum að hætta að auglýsa Ísland með myndu þegar allt er baðað í sumarsól.  Við getum aldrei keppt við þau lönd, sem ferðamenn heimsækja vegna sólar og góðs veður.  Heldur eigum við að leggja meiri áherslu á að auglýsa Ísland sem land veturs og snjóa auk rigningar og roks.  Þau atriði heilla marga ferðamenn.


mbl.is Eru í samkeppni um fjallgöngufólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Falur. Satt segir þú nema að það er varla vetur né snjór í boði hér sunnanlands og því verðum við að senda túristana vestur fyrir hinn byggilega heim eða norður á Melrakkasléttu. Rigning og rok er líka á skornum skammti. Eigum við ekki bara að halda áfram að auglýsa fallegar og fúsar íslenskar konur? Það er þó eitthvað sem við getum örugglega staðið við. Mér líst vel á þetta framtak ef það kallar ekki á endalaus útköll hjá björgunarsveitum landsins. Annars er Helgafellið ekki erfitt miðað við fjöllin fyrir vestan eða hvað? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.1.2010 kl. 17:48

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Bæði hér á Vestfjörðum og Norðurlandi er yfirleitt nægur snjór yfir vetrartímann.  Við þurfum ekkert að sleppa konunum þótt við auglýsum vetrarferðir, þær koma sér alltaf vel.  Auðvitað verður að skipuleggja þetta á þann veg að ekki þurfi að kalla út björgunarsveitir.  Hvað varðarhelgafellið þá er það nú eins og lítil þúfa miðað við Vestfirsku fjöllin, sem flest eru 500-700 metra há.

Jakob Falur Kristinsson, 12.1.2010 kl. 11:43

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hi Þá getur nú verið snúið að sameina þetta. Snjórinn og stóru fjöllin fyrir norðan og vestan en sætu stelpurnar og Bláa lónir hér fyrir sunnan. Verðum við ekki bara að kyrrsetja kvikindin og innlima í íslenskt samfélag. Ekki veitir nú af greiðslufæru fólki í framtíðinni. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.1.2010 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband