Stríð og friður

Líbanski herinn skaut úr loftvarnarbyssum á fjórar ísraelskar herflugvélar í dag. Að sögn líbanska hersins flugu vélarnar lágt inni í lofthelgi í suðurhluta Líbanons.

Alveg er það stór merkilegt hvað mörg íslamsríki eru sífellt að egna Ísrael til átaka.  Þótt vitað sé að Ísraelsher er mjög öflugur og gæti þess vegna lagt undir sig öll lönd fyrir botni Miðjarðarhafsins ef þeir vildu.  Á meðan svona skærur eru í gangi verður aldrei neinn friður á þessu svæði,

Því miður.


mbl.is Skutu á ísraelskar herþotur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Er það ekki á hinn veginn

Sigurður Helgason, 11.1.2010 kl. 11:26

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Já spyr sömu spurningar, eru ekki flugferðir Ísraela um landhelgi Líbanon ólögleg ögrun við þennan "frið"?

 En það á ekki að vera friður á þessu svæði, það er okkar plan NATÓ þjóðanna, því við verðum að hafa óheftann aðgang að olíu þeirra og auðæfum.

Einhver Ágúst, 11.1.2010 kl. 12:20

3 Smámynd: Þorvaldur Víðir Þórsson

Ég spyr í forundran eins og Sigurður og Ágúst. Var þetta ekki akkúrat á hinn veginn? Ef Líbanskar herþortur færu 2 metra inn fyrir lofthelgi Ísraels. Hvað mundi gerast??? Jú allt bandaríska loftvarnardraslið sem USA er búinn að láta Ísraelsum í té mundi fara af stað. Þarna er í raun barátta Bandaríkjamanna gegn herskáum múslimum að kristallast og Ísraelskir Zíonistar nýta sér stöðuna til að byggja Stór Ísrael sem sennilega engin veit hvar endar nema kannski fáeinir hátt settir Ísraelsmenn.

Þorvaldur Víðir Þórsson, 11.1.2010 kl. 23:28

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það má vel vera að þetta hafi verið á hinn veginn, en öll svona atvik eru til þess fallinn að egna til ófriðar á þessu svæði.  Þótt ísraelskar herþotur hafi farið aðeins inn í lofthelgi Líbanon var hægt að láta þann atburð líða hjá, ef menn vilja í raun frið á þessu svæði.

Jakob Falur Kristinsson, 12.1.2010 kl. 10:58

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Já enda bara hálfgert gyðingahatur að vera að skjóta á Ísraelskar herþotur í manns eigin lofthelgi.

Líbanir ættu kannski bara að gleðjast að þeirra land sé partur af stækkunarpælingum Ísraelsríkis.

Einhver Ágúst, 12.1.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband