Sandgerði

Útlit er fyrir að samfylkingarfólk bjóði fram saman í Sandgerði í vor. Það var á tveimur listum við síðustu kosningar. Stefnt er að prófkjöri í næsta mánuði.

Þetta K-listasamstarf í Sandgerði hefur verið óttarlegt klúður og gert það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf við völd.  Það er komin tími til að breyta þessu og vonandi verður nú bara einn listi hjá Samfylkingunni í næstu kosningum.


mbl.is Samfylkingarfólk vill eitt framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Bull er þetta í þér Jakob. K-listinn er 44 ára og hefur oftast komið að stjórn bæjarins. Ég fór í bæjarstjórn 1994 fyrir K-lista óháðra og alþýðuflokks. Við vorum með hreinan meirihluta alveg til 2002. Í átta ár. Þá bauð Sandgerðislistinn sig fram og fékk einn og við þrjá. Við tókum upp samstarf við sjálfstæðismanninn.. En þú getur nú ímyndað þér að þrír ráða meira en einn. En árið 2006 var klúður kannski og það er þér auðvitað í fersku minni. Ég hætti það ár eftir 12 ár í bæjarstjórn. Þá komu þessi tvö framboð sér ekki saman þó í raun væri þetta sama fólkið. Af fjórtán í framboði á K-list voru 9 flokksbundnir í Samfylkingu. En árið 2006 fóru K-listi og Sjálfstæðisflokkur saman 2 og 2..Ég var á fundi í gærkvöldi þar sem K-listafólk ákvað að taka upp samstarf við S-lista. Svo við skulum vona að væringar síðustu ára séu að baki. Ef þú hefur áhuga getur þú lesið á 245 viðtal við Jón Norðfjörð og þar er líka ágæt greinargerð um K-lista..Í raun eru margir gamlir Sandgerðingar K-lista-jafnaðarmenn og við fengum 53% atkvæða árið 1998.

Bestu kveðjur vestur Kobbi minn.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.1.2010 kl. 11:35

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það var visst klúður í gangi 2006.  Þótt K-listinn hafi haft 3 fulltrúa á móti Sjálfstæðisflokknum.  Þá vill svo til að bæjarstjórinn er fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefur þar með meiri völd en fulltrúar K-listans þótt þeir skipi meirihluta í bæjarstjórn.  Hvað varðar forsöguna þá þekki ég hana ekki, enda flutti ég til Sandgerðis fyrr en í lok árs 2005.  En vonandi býður Samfylkingin fram sinn eigin lista í næstu kosningum og ég efast ekki um að sá listi fær góða kosningu.  Ég hef engan áhuga á að lesa grein eftir Jón Norðfjörð um framboðsmál. Því Jón Norðfjörð hefur lengi verið sá maður sem mestu réði um framboðsmál í Sandgerði í mörg ár.

Jakob Falur Kristinsson, 16.1.2010 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband