Maríjúana

Frumvarp um lögleyfingu og skattlagningu maríjúana í Kaliforníuríki var samþykkt almannaöryggisnefnd ríkisins í gærmorgun, þrátt fyrir viðvaranir lögreglu og saksóknara. Frumvarpið á eftir að fara fyrir heilbrigðisnefnd en stuðningsmenn þess óttast að afgreiðsla þess frestist þannig að taka leggja þurfi frumvarpið fyrir að nýju.

Þetta ættum við Íslendingar einnig að gera og fá þannig auknar tekjur í ríkissjóð.  Því hvort sem fólki líkar það vel eða illa þá verður neysla á þessu efni alltaf til staðar hér á landi.  Því ber að nýta tækifærið og ná í tekjur fyrir ríkissjóð.


mbl.is Skrefi nær skattlagningu á maríjúana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ég er ekki alveg að skilja hvernig glæpir eiga eftir að aukast samkvæmt því sem lögreglan segir. Ég hefði haldið að þar sem aðgengi verður betra og allt selt í gegnum verslanir sem hafa stimpil frá yfirvöldum myndu einmitt glæpir snarminnka þar sem glæpasamtök eru ekki lengur með puttana í þessum viðskiptum.

En það er nú þannig að þar sem glæpir munu minnka þá minnka fjárframlög til lögreglu og það er það sem þeir óttast, þeir eru ekkert að hugsa um hvað fólkið í landinu vill.

Það er útbreiddur misskilningur að ef "fíkniefni" væru seld út úr svo til gerðum verslunum samþykktum af ríkinu að þá muni fíklum fjölga. Ef fólk vill komast í eitthvað þá kemst það í það, hvort sem það kallast vændi, fíkniefni, ólögleg skotvopn og svo framvegis. 

Ég kalla þetta vitundarvakningu hjá þeim í kaliforniu og skref til framfara.

En þó er ég viss um að það verða margir brjálaðir yfir þessu, sumt fólk er bara fasistar og reyna koma þeirra forræðishyggju yfir á annað fólk hvað sem meirihluti segir.

Væri gott að gera þetta hérna á íslandi líka, ef við spilum rétt úr spilunum sem nú bjóðast þá getum við farið út í stórframkvæmdir og gert heilu akrana af þessu til útfluttnings. Væri það nú ekki betra að nota rafmagnið okkar í að rækta og selja í stað þess að gefa það til álveranna.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 13:30

2 Smámynd: Kalikles

Beini skatturinn yrði allavega yfir 2milljarða svo kemur söluskatturinn, túrismi o.s.frv.

Það má alveg reikna með 15-20milljörðum í kassann hið minnsta og tæki ekki nema 6mánuði að setja þetta í gang að fullu.

Þeir hafa verið að gera þetta í borgini Oakland í BNA um þónokkuð skeið, og er raunin framar vonum.

Allavega eitthvað til að skoða.

Kalikles, 14.1.2010 kl. 13:51

3 Smámynd: Kalikles

PS. það má sjálfsagt reikna með eitthverjum milljörðum í kerfissparnað, svo ekki sé talað um alla þá orku og tíma sem má nýta til annara verka sem betur geta farið.

Kalikles, 14.1.2010 kl. 14:01

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Tómas: "Það er útbreiddur misskilningur að ef "fíkniefni" væru seld út úr svo til gerðum verslunum samþykktum af ríkinu að þá muni fíklum fjölga. "

Þetta er undarleg fullyrðing hjá þér. Sérstaklega í ljósi þess að allar rannsóknir sýna að aukið aðgengi og aukinn sýnileiki þýðir aukna neyslu. Aukin neysla í samfélaginu felur svo í sér fjölgun fíkla. Þetta er ekki flókið dæmi.

En skv. þér er þetta "útbreiddur misskilningur". Hefur þú eitthvað fyrir þér í því annað en eigin viðhorf og hugmyndir?

Páll Geir Bjarnason, 14.1.2010 kl. 17:09

5 Smámynd: Fannar Elíasson

Páll: "Hefur þú eitthvað fyrir þér í því annað en eigin viðhorf og hugmyndir?"

Bara ef það hefði verið gerð tilraun á þessu einvhern tíman.. bíddu það var gert í Bandaríkjunum frá 1919 til 1933.

Mæli með að þú lítir á hvað var gert í Porúgal árið 2001 

http://www.time.com/time/health/article/0,8599,1893946,00.html

http://www.bbc.co.uk/blogs/thereporters/markeaston/2009/07/how_portugal_treats_drug_addic.html

Öll rök sem voru á móti þessum lögum þar héldu engu vatni

Fannar Elíasson, 14.1.2010 kl. 18:29

6 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Páll, það er sorglegt að sjá þetta hjá þér. Hvaða allar rannsóknir ertu að tala um, ertu að meina þessar sem eru kostaðar af yfirvöldum ? Ekki beint hlutlausar, heldur eru þær gerðar til að ná fram settum markmiðum, þú kallinn minn ert á villigötum.

En haltu fast í fasismann hjá þér og þú getur einn daginn vaknað upp við vondan drauma, eitthvað sem þú vilt verður bannað og þú verður sakamaður fyrir vikið.

Bönn leiða af sér glæpi, það er ekki á hinn veginn. veistu að áður en öll fíkniefni voru bönnuð þá voru glæpir mun minni, pældu í því.

En þú ert eflaust einn af þeim sem ekki hlusta á rök, fastur í þínu fari og gefur skít í allt sem ekki samhæfist þínum skoðunum.

Þú karlinn minn er barn þíns tíma.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 22:45

7 Smámynd: Páll Þorsteinsson

Ekki gleyma því að "eiturlyfjastríðið" byrjaði upphaflega aðalega til þess að beina athygli frá víetnamstríðinu.

Páll Þorsteinsson, 14.1.2010 kl. 23:19

8 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Það hefur margt komið fram um að CIA hafi verið að vinna í tugi ára við að framleiða efnin í löndum þar sem BAN hefur völdin, og peningarnir sem renna inn til þeirra eru notaðir í svokölluð "black ops" verkefni.

Það er staðreynd að þegar talibanar voru við völd í afganistan þá náðu þeir allt að því að útrýma ræktum á valmúa sem ópíum og heróin eru unnin úr.

Þegar BNA réðst inn og tók völdin þá fór heimsframleiðsla á heróíni úr undir 20% og hátt undir 90% í afganistan.

Ég skora á hvern sem er að véfengja þetta.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 23:25

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er innilega sammála flestu, sem hér hefur verið skrifað og þykist vita að fíklum mun ekkert fjölga við svona aðgerðir.  Því sá sem ætlar að nota fíkniefni mun alltaf gera það hvað, sem lýður boðum og bönnum.  Lögleiðing þessara efna mun ekki fjölga fíklum, heldur er eins líklegt að þeim myndi fækka, þegar auðveldara verður að ná í efnin.  Eða heldur einhver að hver ný verslun ÁTVR, sé ávísun á fjölgun alkahólista.

Jakob Falur Kristinsson, 15.1.2010 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband