Fiskvinnsla á Bíldudal

Nú er að koma að því að fiskvinnsla fari af stað á ný á Bíldudal eftir tveggja ára hlé.  Er það félagið Stapar hf. sem ætlar að hefja þar fiskvinnslu.  Er þetta mikið gleðiefni fyrir alla þá sem þarna búa.  Í Svæðisútvarpi Vestfjarða sl. föstudag er frétt um þetta mál og rætt við Guðnýju Sigurðardóttur sem er staðgengill bæjarstjóra, en hann var í frí.  Talsverðar rangfærslur eru í þessari frétt sem ég tel að verði að leiðrétta.  Fram kemur í fréttinni að ein útgerð sé með um 90% af þeim aflaheimildum sem skráðar eru á Bíldudal.  Þarna mun vera átt við Þiljur ehf. sem gerir út Brík BA-2, en hver er ástæða þess að einn bátur hefur yfir að ráða 90% aflaheimildanna, á því eru tvær skýringar:

1.     Allir hinir rækjubátarnir og höfðu bolfiskkvóta eru búnir að selja hann í burtu.  Eini kvótin sem    eftir er á þeim bátum eru bætur vegna þess að bannað er að veiða rækju og hörpudisk í Arnarfirði og þann kvóta er illgerlegt að selja og er hann því leigður í burtu.

2.      Þiljur hafa undanfarin ár stöðugt verið að bæta við sig kvóta.  Sem sagt kvótinn á Brík BA-2 er stöðugt að aukast með kaupum á kvóta meðan kvóti hinna bátanna er seldur í burtu.

Því er einnig haldið fram að fyrirtækið reki fiskverkun í Hafnarfirði.  Þetta er alrangt, í Hafnarfirði er rekið fyrirtækið Festi ehf.  í sama húsnæði og Magnús Björnsson og Viðar Friðriksson ráku vinnslu í um tíma.  En það fyrirtæki er ekki rekið af Þiljum ehf.  Hinsvegar seldu Þiljur ehf. Festi ehf. 49% hlut í sínu félagi á síðasta ári, ekki tóku þau á móti peningum heldur fengu greitt í bolfiskkvóta.  En Brík BA-2 er ekki eina skipið sem hefur landað afla hjá Festi ehf.  Ég fékk það staðfest hjá starfsmanni þar í dag að Vestri BA-63 hefði landað þar nokkrum sinnum.  Það er einnig tekið fram að eigendur fyrirtækisins Þiljur ehf. búi ekki á Bíldudal og er það rétt, en hver er ástæðan.  Þau hjón Guðlaugur Þórðarson og Bryndís Björnsdóttir eiga mjög fatlaðan dreng og ekki hafði Vesturbyggð tök á að veita barninu þá þjónustu sem þykir sjálfsögð í dag.  Ég kannast við þetta af eigin raun ég varð að flytja frá Bíldudal vegna fötlunar minnar.  Ef skoðuð er hluthafaskrá Odda hf. á Patreksfirði er hægt að sjá þó nokkuð marga stóra  hluthafa sem ekki hafa lögheimili í Vesturbyggð t.d. olíu- og tryggingafélög ofl.  Þótt þau hjón búi ekki á Bíldudal hefur Brík BA-2 alltaf verið gerð þaðan út og vegna þess hvað kvóti bátsins er orðinn mikill var hlutur hásetanna þriggja sem allir eiga heima í Vesturbyggð kr. 21.000.000,- eða sjö milljónir á mann á sl. ári.  Brík BA-2 hefur landað miklum afla á fiskmarkað á Patreksfirði.  Ekki hefur báturinn geta landað á Bíldudal þar var enginn kaupandi til staðar og áður en til lokunar frysthússins kom voru fyrirtækin sem það ráku ekki traustari en svo að hæpið gat verið að fá greitt fyrir aflann.  Finnst mér að í þessari umræddu frétt sé ómaklega vegið að fyrirtækinu Þiljur ehf.  sem hefur staðið eins og klettur úr hafinu að halda í við kvótaskerðingu sem orðið hefur á Bíldudal.

Í fréttinni kemur einnig fram að Vesturbyggð hafi sótt um hámarksbyggðakvóta til sex ára sem ætlað er til að uppfylla skilyrði Stapa hf. um að þeir hefji þessa vinnslu á Bíldudal.  En þar reka menn sig á vegg.  Því eins og Níels Ársælsson hefur skrifað á bloggsíðu sína er byggðakvóti eins og örorkubætur til byggðanna og lýtur sömu lögmálum.   Þar sem ég er nú öryrki hef ég kynnt mér vel reglur um örorkubætur sem eru álíkar og reglur um byggðakvóta.  Vegna hinna miklu kvótakaupa á Brík BA-2 uppfyllir Bíldudalur ekki skilyrði um hámarksbætur og er því reynt að koma því á framfæri að útgerð bátsins starfi í raun í Hafnarfirði.  Oddi hf. hefur einnig verið að fjárfesta mikið í kvóta og var haft eftir Sigurði Viggóssyni framkvæmdastjóra að þeir væru búnir að kaupa kvóta fyrir tvo milljarða og var það áður en þeir keyptu Brimnes BA-800 á 800 milljónir.   Er Oddi þar með búinn að koma í veg fyrir að Patreksfjörður fái byggðakvóta. 

Það væri nær að bæjarstjórn Vesturbyggðar kæmi kurteislega fram og bæði Þiljur að flytja sína útgerð frá Bíldudal og jafnvel eigendur Þorsteins BA-1 á Patreksfirði sem hefur landað miklu á Suðureyri.  Það má heldur ekki gleyma því að allan þann tíma sem Þórður Jónsson ehf. rak frystihúsið á Bíldudal og fékk á hverju ári allan byggðakvótann og leigði í burtu og ekki heyrðist orð um það frá Vesturbyggð, verður ekki til þess að létta róðurinn núna í sambandi við byggðakvóta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband