Innflytjendur

Það er stöðugt verið að ásaka Frjálslynda Flokkinn um að vera á móti innflytjendum og sumir ganga svo langt að kalla flokkinn rasistaflokk.  Ekkert er fjær sannleikanum, í stefnuskrá flokksins geta menn ekkert fundið sem gæfi mönnum ástæðu til að vera með svona kjaftæði.  Kemur þetta mjög oft fyrir í þáttum í sjónvarpi sem fjalla um þessi mál og  gengur einn maður sérstaklega fram í þessu en það er Egill Helgason sem beinir umræðum sem hann á að stýra sífellt inn á þessa braut.  Eina sem þingmenn flokksins hafa sagt um innflytjendamál er að við verðum að hafa stjórn á flæði þessa fólks til landsins og vera til þess undirbúnin að geta tekið vel á móti því en á það hefur mikið skort hingað til.  Frjálslyndi Flokkurinn er eini flokkurinn sem þorir að ræða þessi mál, hinir þeigja eins og um kvótakerfið, en eitt kom þó út úr þessari umræðu að stjórnvöld bættu verulega í fjárveitingu til íslenskukennslu.   Það er eitt sem innflytjendur gera, þeir halda saman eftir frá hvaða landi þeir koma, vilja jafnvel búa nálægt hvert öðru og eru þar af leiðandi nokkuð lengi að aðlagast íslensku samfélagi.   Ég var nokkuð lengi á sjó með pólverja mjög góðum manni, sem síðar varð góður kunningi minn og skrifaði seinna upp á meðmæli fyrir hann þegar hann sótti um íslenskan ríkisborgararétt.  Hann var farinn að tala sæmilega íslensku en eftir því sem pólverjum fjölgaði á staðnum þar sem báturinn var gerður út, hrakaði stöðugt íslensku kunnáttu hans enda umgengst hann mest pólverja þegar hann var í landi.  Á sínum tíma þegar var ég með marga pólverja í vinnu yfirleitt duglegt og gott fólk, en þeir voru fljótir að læra á kerfið.  Eitt sinn sat ég á biðstofu læknis á Bíldudal næstur var á undan mér pólverji og þegar læknirinn kallaði hann inn lokaði hann ekki hurðinn nógu vel svo ég heyrði ágætlega hvað fram fór.  Læknirinn skildi auðvitað ekkert hvað maðurinn var að tala um en náði því þó að hann væri að biðja um læknisvottorð en ekki vegna hvers.  Konunni í afgreiðslunni datt í hug að hringja í hinn pólska kynningja minn og fá hann til að túlka, hann kom eftir stutta stund og læknirinn útskýrði fyrir honum að hann yrði að fá að vita hvers vegna manninn vantaði læknisvottorð.  Pólski kunningi minn var ekki lengi að afgreiða málið og sagði "Hann ekki veikur, bara latur, ekki nenna að vinna.  Þar sem ég er nú öryrki og varla dreg fram lífið á mínum bótum fer ég oft í Mæðrastyrksnefnd, en þar getur maður fengið matvæli og hreinlætisvörur frítt ef framvísað er örorkuskýrteini.  Ég fór þangað síðast í gær og var þar allt yfirfullt af erlendu fólki og mikið var ég hissa þegar ég sá sumt af þessu fólki draga upp örorkuskýrteini.  Því hefur verið haldið fram að kjör okkar öryrkja væru ekki betri vegna þess að öryrkjum hefði fjölgað óeðlilega mikið og ætti því að vera óþarfi að fá þá erlendis frá.  Það er mikill munur á hvort stjórnmálaflokkur vill hafa stjórn á flæði innflytjenda til að við getum tekið vel á móti því eða hvort stjórnmálaflokkur sé á móti þeim sem hingað vilja flytja og þetta hélt ég að jafn greindur maður og Egill Helgason ætti að skilja.  Vilja hinir flokkarnir að þetta sé allt galopið og við segjum "Komið þið sem koma vilja".  Mér skilst að á sl. ári hafi komið hingað til lands um 10 þúsund  innflytjendur og hefur það bjargast hingað til vegna þess hve eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mikil.  En hvað skeður ef hér verður samdráttur og atvinnuleysi og hingað hafa komið 40-50 þús.    innflytjendur.  Við erum fámenn þjóð aðeins 300 þúsund og er ég hræddur um að okkar velferðarkerfi sé ekki undir það búið að taka við öllum þessum fjölda.  Við höfum sjálfsagt flest heyrt af vandamálum sem hafa skapast í ríkjunum hér nálægt okkur.  Hvað er að því að vilja hafa stjórn á þessum hlutum eins og öðrum.  Viljum við leyfa öllum að koma og nú þegar vændi er orðið löglegt á Íslandi eru þá erlendar vændiskonur velkomnar til starfa eða dópsalar.  Nei um suma hluti má ekki tala.  Egill Helgason hamrar stöðugt á því að Frjálslyndi Flokkurinn sé ekki hæfur til þátttöku í stjórn landsins vegna þess að flokkurinn sé á móti innflytjendum og þetta tuðar hann um, þrátt fyrir að leiðtogar hinna stjórnarandstöðuflokkanna lýsi yfir hinu gagnstæða.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Gleðilegt sumar.Ég er innilega sammála þér.Ég hef verið að"bloggast á"við mann sem heitir Paul Nikolov.Sem reynir á allan hátt að snúa út og slíta úr sambandi sem ég hef verið að segja.Slóðin á hann er:paul.blogg.is.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Er ekki rétt að gefa manninum Islenst nafn td, Palli nikka.

Georg Eiður Arnarson, 19.4.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband