24.4.2007 | 17:45
Gísli á Uppsölum
Gísli á Uppsölum var einstakur maður eins og alþjóð veit. Hann lifði af því sem landið gaf honum að því undanskyldu að hann þurfti að versla sér kaffi, sykur ofl. lítilsháttar. Naut hann aðstoðar nágranna sinna að nálgast þessar vörur frá Bíldudal en þangað kom hann aðeins einu sinni á ævinni til að sækja orgel sem hann hafði keypt sér annars kom hann aldrei til Bíldudals af þeirri einföldu ástæðu að þangað átti hann ekkert erindi. Hann undi glaður við sitt og kvartaði aldrei yfir sínum högum, frekar að hann hefði áhyggjur af öðrum. Eins og þegar Hannibal sem var nágranni hans í seinni tíð færði honum þær fréttir að Eþópýjukeisara hefði verið steypt af stóli, kom áhyggjusvipur á Gísla og hann spurði Hannibal hvort hann vissi hvað yrði um konu og börn keisarans og hvort maðurinn fengi ekki örugglega aðra vinnu. Þegar Gísli komst á eftirlaunaaldur og fór að fá greiddan ellilífeyrir eignaðist hann fyrst nokkra peninga sem söfnuðust upp á bankabók en áður fyrr hafði hann lagt inn hjá kaupfélaginu nokkur löm til slátrunar á haustin sem dugði fyrir nauðsynlegust útgjöldum og þegar rafmagn var lagt á alla bæi í sveitinni var Gísli sá fyrsti sem fékk tengt því hann gat greitt strax fyrir rafmagnsinntakið. Á sínum tíma voru þeir fjórir bræðurnir sem bjuggu með móður sinni á Uppsölum, það voru Gestur, Bjarni, Gísli og Sigurður. Þeir voru mjög pólitíski bræðurnir og deildu mikið um pólitík. Gestur var harður kommúnisti, Bjarni studdi Framsókn og Sigurður ofstækisfullur sjálfstæðismaður, ekki held ég að Gísli hafi verið mikið að kafa í pólitík honum var bara nokkuð sama hverjir voru að stýra landinu. Það var með pólitíikina eins og svo margt annað í hans lífi að það sem var ekki hans mál að skipti hann sér ekki af. Hinir bræðurnir þrír rifust svo harkalega við matarborðið að móðir þeirra tók til þess ráðs að láta stúka borðið niður í hólf sem hver sat við svo friður væri til að matast. Eftir að móðir þeirra dó fór Gestur fyrstur að heiman, giftist og varð bóndi í Trostnasfirði, síðan fór Bjarni en hann var lamaður að stórum hluta og fékk inni hjá einhverri stofnun fyrir slíka menn. Voru þeir því tveir eftir Gísli og Sigurður báðir jafn sérvitrir og höfðu lítið samstarf sín á milli. Íbúðarhúsið var á tveimur hæðum og bjuggu þeir hvor um sig á sitt hvorri hæðinni og einnig áttu þeir hvor sín útihús og voru hús Gísla lengra frá bænum. Ekki hjálpuðust þeir að við heyskap eða annað og þegar Sigurður eignaðist dráttarvél til að nota við heyskapinn leyfði hann ekki bróður sínum að nýta hina nýju tækni og var Gísla alveg sama, Sigurður átti traktorinn en ekki hann og við það sat. Svo kom að því að Sigurður hætti búskap og flutti til Bíldudals og var Gísli þá einn eftir og þótt Sigurður væri farinn datt Gísla ekki í hug að nýta útihús Sigurðar þótt þau væru mun nær íbúðarhúsinu og í betra ástandi en hús Gísla. Nei Sigurður átti þessi útihús og komu Gísla hreinlega ekkert við og eins var með íbúðarhúsið hann nýtti aldrei þá hæð sem Sigurður bjó áður vegna þess að það var hæðin hans Sigurðar og þangað átti Gísli ekkert erindi. Sú saga var sögð að þegar hann var ungur hefði hann orðið ástfanginn af stúlku sem bjó í Tálknafirði en ekki er löng gönguleið úr botni Selárdals yfir til Tálknafjarðar, þá mun móðir hans hafa komið í veg fyrir að Gísli fengi að eiga þessa stúlku vegna þess að þá myndi Gísli flytja að heiman og reiddist Gísli svo að hann mun hafa strengt þess heit að fyrst svona væri komið myndi hann aldrei fara frá Selárdal nema tilneyddur. Gísli horfði á heiminn með sínum augum og þótt hann væri ekki víðsýnn var hann ekki heimskur. Hann var ákeðinn og stóð við sitt. Áður en Ómar Ragnarsson gerði hina frægu þætti um Gísla kom Árni Johnssen sem þá var blaðamaður á Morgunblaðinu í heimsókn til Gísla, en ekki vildi Gísli mikið við hann ræða og sagði nágranna sínum síðar frá þeirri heimsókninni þannig: "Maðurinn virkaði þannig á mig að hann væri eitthvað skrýtinn og alla veganna er hann ekki eins og við hinir." En Ómar Ragnarsson náði góðu sambandi við Gísla eins og kom fram í hinum góðu þáttum Ómars um Gísla. Svo fór að lokum að heilsan brast hjá þessum heiðursmanni og lést hann á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Það kom í hlut Sigurðar að sjá um að skipuleggja útförina þar sem Gestur og Bjarni voru báðir látnir. Þegar Sigurður ræddi við prestinn og sagði honum að best væri að athöfnin færi fram í Patreksfjarðarkirkju og jarðsett í kirkjugarðinum á Patreksfirði reyndi presturinn að ræða við Sigurð hvort ekki væri betra að hafa jarðarförina í Selárdal en þar er kirkja og beitti presturinn m.a. þeim rökum að Gísla hefði nú líkað það mun betur að fá að hvíla hinstu hvílu í dalnum sínum sem fór aldrei frá og þótti greinilega svo vænt um. En Sigurði varð ekki haggað og sagði prestinum: "Hvað heldur þú að Gísli geti verið að velta svona hlutum fyrir sér, skilur þú ekki að hann er steindauður."
Þetta voru menn sem tóku sínar ákvarðanir og stóðu við þær hvað sem á gekk. Þetta minnir mig óneytanlega svolítið á afstöðu manna hjá Hafró hvað varðar fiskveiðistjórnunarkerfið. Það sem einu sinni er búið að ákveða og segja skal standa hvað sem á gengur. En munurinn er sá að Gísli var oft talinn sérvitur, ómenntaður sveitamaður og jafnvel heimskur en hinir eru vísindamenn og eiga að teljast hafa mun meira vit á hlutunum en ég og þú. Eins og kemur fram hér að ofan skipt Gísli sér aldrei að þeim hlutum sem hann taldi að væru ekki sitt mál og mættu margir taka það sér til fyrirmyndar.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.7.2008 kl. 06:32 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 801816
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
253 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Rósrauð ský Samfylkingarinnar
- Vitlaus viðmið Viðreisnar
- Munu fyrri draugar fara á kreik..... eða ?
- Er Trump er að fara að vinna viðskiptastríðið við Kína?
- Óvissa um ESB-samtöl og varnir
- Það er á STEFNU þessa flokks að LANDSVIRKJUN skuli alltaf vera í eigu ÍSLENSKA RÍKISINS:
- Þögnin sem breytir pólitískri merkingu
- Fleyg orð
- RÚV fær ESB-fjármagn til skoðunarmyndunar
- Sonur minn laðaðist að trans-heiminum á netinu sem hvatti hann til að slíta sambandinu
Athugasemdir
Frábær saga.
Georg Eiður Arnarson, 24.4.2007 kl. 22:03
Flott grein hjá þér Jakob. Endilega haltu svona áfram.
Níels A. Ársælsson., 25.4.2007 kl. 00:35
Takk fyrir þessa fróðleiksmola um kempuna Gísla á Uppsölum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2007 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.