Nýtt um Framsókn

Nú hefur lekið út frá Framsókn, hvað orsakaði það að Jóhannesi Geir Sigurjónssyni var sparkað sem stjórnarformanni Landsvirkjunar og mínar skýringar í gær voru ekki 100% réttar.  Það sem í raun skeði var að Halldór Ásgrímsson var búinn að lofa nokkrum flokksgæðingum vinnu hjá Landsvirkjun sl. sumar og fékk Jón Sigurðsson þetta í arf frá Halldóri.  En þegar til átti að taka neitaði Friðrik Sófusson að ráða þessa menn og naut fulls stuðnings frá sínum stjórnarformanni Jóhanesi Geir.  Var Jóhannesi Geir þá skipað að koma þessu í gegn og eins og algengt er hjá Framsókn er orð dagsins þannig: "Þeir sem ekki hlýða fyrirmælum formanns flokksins skulu tafarlaust sviftir stöðu sinni."  En þetta var að sjálfsögðu ekki hægt að gera nema á aðalfundi fyrirtækisins og var það gert í gær.  Þetta er að sjálfsögðu algerlega siðlaust því Jóhannes Geir hefur staðið sig vel og Landsvirkjun aldrei betur rekinn eða haft betri stöðu en í dag og fáránlegt að í þeirri stöðu skuli hafa verið að skipta um stjórnarformann.

Ekki var hremmingum Framsóknar lokið þótt nýr maður væri orðinn stjórnarformaður í Landsvirkjun.  Því í fréttum í gær kom fram að utanríkismálanefnd þurfti að koma saman á neyðarfund til að koma í gegn ríkisborgararétti fyrir ákveðna konu frá Suður Ameríku sem hafði áður fengið synjun þar sem hún uppfyllti ekki þau skilyrði sem þurfti.  Eftir að konan hafði fengið ríkisborgararéttinn kom í ljós að hennar lögheimili var það sama og hjá Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra og mun þessi kona vera væntanleg tengdardóttir Jónínu.  Jónína var sakleysið uppmálað þegar hún var spurð ú í þetta mál og fullyrti að hún hefði hvergi komið þar nálægt.  Er hægt að trúa því?  Nei auðvitað hefur Jónína verið með puttana á kafi í að berja þetta í gegn.  Ég hef alltaf haft mikið álit á Jónínu Bjartmarz og talið hana heiðarlegan og sanngjarnan stjórnmálamann en hún afsannaði þá skoðun mína rækilega í gær. Nú bara spyr ég, hvar er Sigurður Kári Kristjánsson nú?   Sjálfur siðferðispostuli íslenskra stjórnmála, en eins og kunnugt er krafðist hann þess á sínum tíma að Sif Friðleifsdóttir ætti að segja af sér þegar að hún lét þau orð falla að slíta bæri stjórnarsamstarfinu ef ekki yrði staðið við ákveðið kosningaloforð sem er inn í stjórnarsáttmál núverandi ríkisstjórnar.  Ætlar Sigurður Kári ekki að krefjast þess sama um bæði Jón Sigurðsson og Jónínu Bjartmarz, þau voru að vísu ekki að svíkja nein kosningaloforð heldur að misnota vald sitt mjög gróflega sem í flestum lýðræðisríkjum yrði til þess að viðkomandi ráðherrar væru neyddir til að segja af sér.  Sjálfsagt finnst Sigurði Kára allt í lagi að ráðherrar misnoti vald sitt svona en annað eigi að gilda um þá sem vilja standa við sín kosningaloforð, það er ekki gott mál. Niðurstað mín er því þessi:

1.   Ráðherra misbeitir valdi sínu = Allt í lagi

2.   Ráðherra vill standa við kosningaloforð = Ekki í lag og á að segja tafarlaust af sér.

Hverslags siðblinda er orðin hér í gangi.  Eru núverandi ráðherrar orðnir svo grónir í stólum sínum eftir langa setu að þeir vita ekki lengur hvað lýðræði er.  Mér er nákvæmlega sama þótt ráðherrar Framsóknar séu að skjóta sig í fótinn rétt fyrir kosningar. en mér er ekki sama um að ráðherrar skuli komast upp með svona hluti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Nú er nóg komið hjá framsókn, geta þeir komið okkur meira á óvart?´

Alltaf hefur verið talað um siðleysi stjórnmálanna, það virðist vera í öllum flokkum.

Núna er þetta farið að verða glæpsamlegt. Það er komið að því að skipta út, og það ekki seinna en 12. maí 2007.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.4.2007 kl. 09:15

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg rétt hjá þér Guðrún það er komið nóg en hinsvegar er aldrei að vita hvað þessum furðulega flokki dettur í hug frekjan og ósvífnin er alveg yfirgengileg og siðblindan alger.

Jakob Falur Kristinsson, 27.4.2007 kl. 09:32

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þótt þú hatist mjög Jakob út í Framsókn er lágmark að þú farir satt með þegar þú setur svona fram.

  Í fyrsta lagi er það ALSHERJARNEFND sem afgreiðir umsóknir um ríkisborgararétt. Fram kom í fréttum í gærkjöldi að nefndinni hefði alls
ekki verið kunnugt um tengsl Jónínu Bjartmars við einn umsæk-
jandan.  Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingarkona kom fram í
sjónvarpinu í  gærkveldi og staðfesti þetta og SAGÐI ÞETTA STORM
í VATNSGLASI.  Þannig að ef einhver ,,einkennileg vinnubrögð" hafi
verið gerð skrifast þau á ALLSHERJARNEFND en ekki Jónínu
Bjartmarz sem hvergi kom þar nærri eða hafði á nokkurn hátt
áhrif á afgreiðslu nefndarinnar. Um það vitnar Guðrún Ögmunds-
dóttir eins og fyrr sem situr í Allsherjarnefnd og afgreiddi málið .

   Svo gef ég ekki heldur míkið fyrir útskýringar þínar varðandi Landsvirkjun. Byggð á sama grunni og varðandi Jónínu Bjartmarz.


Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.4.2007 kl. 10:23

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er komin tími til að breyta um stjórn í þessu landi.  Það er nokkuð ljóst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 10:23

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég bið þig afsökunar Guðmundur ég ruglaðist á nefndum en samt er siðblindan algjör hjá þessu fólki.  ég hélt að þú tryðir ekki einu einasta orði sem kæmi frá Samþilkingunni, ekki hefur þú skrifað svo vel um hana frekar en alla flokka nema Framsókn.  Fyrst þú gefur lítið fyrir skrif mín um Landsvirkjun gætir þú kannski frætt mig um þessi stjórnarformannsskipti.  Jóhannes Geir flokksbróðir þinn sagði síðast í gær að hann hefði engar skýringar geta fengið.  Þú veist kannski betur.

Jakob Falur Kristinsson, 27.4.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband