4.5.2007 | 09:51
Kosninabaráttan orðin á lágu plani
Svo furðulegt sem það nú er virðist kosningabaráttan vera að taka á sig einkennilega mynd og þar á ég við að flokkar sem hafa raunverulega möguleika á þingsæti vilja ekki ræða um sjávarútvegsmál nema Frjálslyndi Flokkurinn í hvert sinn sem komið er inn á þau er umræðunni stýrt inná önnur svið og farið út á víðan völl. Það eru mörg öfl í þjóðfélaginu. sem vilja Frjálslynda burt úr allri umræðu og kemur það víða frá í þjóðfélaginu. Er þjóðin búin að gleyma uppruna sínum? Nú er svo komið að ef heldur áfram eins og verið hefur með núverandi kvótakerfi kemur þessi sameign þjóðarinnar til með að skapa varanlegan eignarétt þeirra aðila sem hafa haft nýtingarréttin fram að þessu. Svo hart er barist í þessu að maður trúir varla eigin eyrum þegar maður er að heyra fólk segja frá mörgu sem er að ske. Ég er að starfa á kosningaskrifstofu Frjálslynda Flokksins í Reykjanesbæ sem er í Keflavík og þar þora menn að segja hug sinn og að hverju þeir hafa orðið vitni að. Ég ætla að nefna að nefna hér nokkur dæmi sem Suðurnesjamenn þurfa virkilega að hafa miklar áhyggjur af í næstu kosningum:
1. Það kom til okkar maður sem sagðist vinna hjá verktaka við að breikka Reykjanesbrautina við að aka svokölluðum "Búkollum". Hann hefði kr: 1.400,oo á tímann en nú hefði verktakinn verið að ræða við íslendingana sem þar vinna að honum byðist í dag í gegnum starfsmannaleigu að fá pólverja í þessi störf fyrir kr: 300,oo á tímann og fleiri dæmi hafa komið upp þar sem verið er að bjóða pólverja til starfa á þessum launum. Verktakinn sem fær greitt samkvæmt sínu tilboði í verkið gæti sparað sér á milli 100 til 200 milljónir á ári með því að skipta út íslendingum og fá pólverja í staðinn. Haldið þið að þetta sé ekki freystandi og þetta höfum við í Frjálslynda Flokknum verið að benda á í umræðunni um innflytjendur og höfum verið kallaðir rasistar fyrir það eitt að vilja seltja á ákveðnar leikreglur og standa vörð um að launakjör hafi verði virt. Það er fullyrt að allstaðar sem erlendir menn vinna sé farið eftir íslenskum kjarasamningum en því miður segir raunveruleikinn okkur annað. Og hvernig er þetta framkvæmt, það er einfaldlega tvöfallt launabókhald hjá mörgum fyrirtækjum, eitt fyrir hið erlenda vinnuafl og annað fyrir Vinnumálastofnun og þá aðila sem eru að reyna að hafa eftirlit með þessu. Svo er þetta gert í gegnum starfsmannaleigur sem sjá um að skipta út erlendum starfsmönnum eftir ákveðinn tíma og nýjir koma í staðinn. Þetta er gert til að hinn erlendi starfsmaður geti aldrei borið sín laun saman við íslenska kjarasamninga. Hans eina viðmiðun eru launakjör í hans landi. Nú er svo komið að þetta er farið að teygja sig um borð í íslensk fiskiskip. Þar er nú þegar kominn hópur af erlendum sjómönnum og farið eins með þá. Nei þá vil ég heldur vera kallaður rasisti en að horfa þegjandi uppá að kjarasamningar sem hefur tekið áratugi að ná fram, séu fótum troðnir.
2. Bílstjóri hjá einu af hinum stóru flutningafyrirtækja hér á landi, en þau eru nú orðin eign skipafélaga sagði okkur að bílstjórunum hefði verið tilkynnt að ef nafn þeirra sæist einhverstaðar í tengslum við Frjálslynda Flokkinn yrði þeim umsvifalaust sagt upp. Og hver var ástæðan? Jú hún var sú að stórir viðskiptavinir þeirra í sjávarútvegi væru búnir að tilkynna þeim að ef þeir fréttu af bílstjórum sem tengdust Frjálslyndum á einhvern hátt yrði viðskiptum viðkomandi sjávarútvegsfyrirtækis við skipafélagið hætt. Því bílstjórarnir færu svo mikið víða um land á bryggurnar og fiskmarkaði og þar af leiðandi í talsverðum tengslum við sjómenn og yrði þetta ekki liðið.
3. Hér í Sandgerði er starfandi vel rekið fyrirtæki sem kaupir allann sinn fisk á markaði en þetta er Ný- Fiskur og veitir hér mikla vinnu. Þetta fyrirtæki langaði Samherja hf. til að eignast og þegar eigandinn vildi ekki selja með góðu ákvað Samherji hf. að fara aðra leið til að koma þessu fyrirtæki í vandræði svo eigandinn gæti ekki annað en selt. Í framhaldi af því var sama á hvaða fiskmarkað Ný-Fiskur reyndi að kaupa fisk var neyðarvaktin hjá Samherja hf. tilbúinn að grípa inn í og yfirbjóða þetta ágæta fyrirtæki svo verðið fór svo hátt að Ný-Fiskur gat ekki keypt nema þá að fara út í taprekstur. Eitthvað hlé mun hafa orðið á þessu en þeir eru ekki hættir, eftir kosningar fer þetta á fulla ferð aftur og þeir hætta ekki fyrr en þeim hefur tekist að neyða eigandann til að selja og fá jafnvel bankakerfið í lið með sér. Og hvað skeður þegar Samherja hf. hefur tekist þetta? Jú það verður öllu starfsfólki sagt upp í nafni hagræðingar og endurskipulagningar og beðið meðan ölduna er að lægja og þá koma pólverjar og vinna fyrir kr: 300.oo á tímann eða fyrirtækið verður lagt niður og öllu lokað. Ný-Fiskur og Toppfiskur munu vera þeir aðilar sem kaupa mest af fiski á mörkuðum og hafa þurft að leggja óhemju vinnu og fjármuni til að koma sér upp viðskiptasamböndum erlendis. Á þessa kaupendur hafa Samherji hf. og fleiri stórir aðilar lagst og boðið þeim sambærilega vöru á mun lægra verði til að ná þessum erlendu kaupendum af áðurnefndum fyrirtækjum. Það má ekki gleymast að það voru fyrirtæki án útgerðar sem riðu á vaðið í svokölluðum "Flugfiski" og ruddu brautina og þegar hinir stóru sáu hvað þessir minni aðilar voru að gera góða hluti komu þeir í fótsporinn og láta það sér ekki nægja heldur reyna allt hvað þeir geta til að gleypa þessi fyrirtæki til þess eins að leggja þau niður og geta setið einir að hinum erlendu kaupendum. Þegar ég flutti í Sandgerði í desember 2005 hélt ég að hér væri nánast öll fiskvinnsla í molum, því ég hafði fylgst með þegar allur Miðnes-kvótinn fór upp á Akranes við sameiningu Miðnes hf. og HB á Akranesi og varð ég mjög hissa þegar ég fór að kynnast því hvað hér er rekin blómleg fiskvinnsla sem einstaklingar hafa byggt upp af myndarskap og nú stefnir allt í að fólk ætli að kjósa það yfir sig að þessum fyrirtækjum verði lokað. En frjálslyndi Flokkurinn er að berjast fyrir þessi fyrirtæki og starfsfólks þess en til þess þarf flokkurinn auðvitað góðan stuðning allra sem vilja berjast með okkur í eflingu byggðar á Suðurnesjum.
4. Nesfiskur hf. í Garði hefur verið að eflast mikið á undanförnum árum og er farið að skulda nokkra milljarða vegna kvótakaupa og liggur því vel við höggi. Hvenær verður ráðist á það fyrirtæki en fyrir nokkru mun einn af Samherjamönnum hafa komið í Nesfisk og þegar fólkið sá þennan mann greip um sig svo mikill ótti hjá starfsfólkinu að framkvæmdastjóri fyrirtækisins varð að halda sérstakan fund með fólkinu til að reyna að sannfæra fólkið um að hann væri ekkert að selja fyrirtækið. En hvenær kemur að svo illa verður þjarmað að þessum framkvæmdastjóra með alla sína milljarða skuldir á herðunum, að hann getur ekki ráðið ferðinni.
5. Í Grindavík er staðan þannig að fyrir nokkru sameinuðust Þorbjörn hf. Fiskanes hf. og Valdimar hf. í Vogum undir nafninu Þorbjörn-Fiskanes hf.. Nú munu þeir Fiskanesmenn vera nær ef ekki allir búnir að selja sína hluti í fyrirtækinu og í dag er það alfarið í eigu barna stofnenda Þorbjarnarins hf. Tómasar Þorvaldssonar og hefur nafninu verið breytt aftur í Þorbjörninn hf. Nú stýra nú fyrirtækinu tveir synir Tómasar og hafa þeir skuldsett fyrirtækið talsvert mikið til að geta keypt aðra hluthafa út. Nú heyrast þær raddir að þeir bræður séu orðnir frekar þreyttir á þessum rekstri og horfa þá sjálfsagt til þeirra Fiskanesmanna sem seldu sína hluti og sjá hvað þeir hafa það gott í dag áhyggjulausir. Kæmi það því ekki á óvart að fljótlega yrði þetta fyrirtæki til sölu en þá er spurninginn hver getur keypt? Það mun sennilega enginn kaupandi finnast í Grindavík að vísu er þar eitt stórt fyrirtæki Vísir hf. en það fyrirtæki mun víst skulda nokkra ef ekki tugi milljarða vegna yfirtöku á fyrirtækjum víða um land t.d. á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi til að auka sinn kvóta. Og getur þar af leiðandi ekki á sig blómum bætt. Eru því allar líkur á að fyrirtækið Þprbjörn hf. verði bútað í sundur og selt nokkrum stærri aðilum. Þannig næst mest verðmæti fyrir þá sem selja. Einnig er líka stór spurning, hvað skeður þegar að því kemur að stofnandinn og aðaleigandi Vísirs hf. fellur frá? Kemur ekki fljótlega upp krafa erfingja um að fá greiddan sinn arf og hvaða kosti hafa þeir sem hugsanlega vilja reka fyrirtækið áfram. Val þeirra snýst um tvennt að selja og lifa áhyggjulausu lífi eða bæta meiri skuldum á fyrirtækið og þar með þyngja á rekstrinum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir velji fyrri kostinn.
Ég er því miður ekki nægjanlega kunnugur í Þorlákshöfn til að meta aðstæður þar en eitt veit ég þó að stór hluti af kvóta þar er kominn til Vestmannaeyja sem kom til við sameiningu Meitilsins hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. Eitt atriði gerir líka litlum fyrirtækjum erfitt fyrir í samkeppni við erlenda aðila en það er hinn mikli afli sem fluttur er út óunninn í gámum og stór hluti af þeim fiski fer ekki á uppboðsmarkaði erlendis heldur er seldur beint til vinnslufyrirtækja erlendis sem eru í samkeppni við íslendinga á mörkuðum erlendis og sú furðulega regla er í gildi að þegar fiskur er seldur svona beint til vinnslu erlendis, þá hafa hin erlendu fyrirtæki heimild til að bakreikna þyngd aflans út frá nýtinguarprósentu sem þau gefa upp til Fiskistofu. Þetta fá íslensk fiskvinnslufyrirtæki ekki að gera Það stór furðulega er að á meðan Fiskistofa er með um 100 manns til að passa að fiskur sem vinna á hér á landi sé viktaður og skráður rétt nánast hvert einasta fiskikar er undir eftirliti þá hefur Fiskistofa aðeins einn mann til að fylgjast með íslenskum fiski sem seldur er erlendis. Það er furðulegt að stjórnendur íslneskra sjávarútvergsfyrirtækja reyni að hræða sitt starfsfólk við okkar flokki. Því við erum þeir einu sem viljum berjast fyrir fólkið í sjávarbyggðunum. Reynsla hefur sýnt okkur ýmsa hluti t.d. fyrir síðustu kosningar þegar forstjórar ÚA, Granda ofl. fyrirtækja komu fram með fullyrðingar að Frjálslyndir vildu taka atvinnuna frá fólkinu, starfsöryggi yrði ógnað en hver er staðan í dag hjá þessum fyrirtækjum. Togarar ÚA eru komnir til Reykjavíkur og gerðir út þaðan. Skráðir í dag RE og kvótinn farinn frá Akureyri til Reykjavíkur, þeir eru að vísu enn með vinnslu á Akureyri, en hvað verður það lengi ÚA er nýbúið að kaupa fiskvinnslustöð í Reykjavík. Stór hluti í Granda hf. hefur verið seldur fasteignafélagi sem hefur keypt öll þau hús í Örfyrrisey sem það hefur komist yfir og nú skal Grandi yfirtekinn, kvótinn seldur, skipin seld í brotajárn og húsi Granda jafnað við jörðu til að byggja íbúðarblokkir. Því bara lóðarverðið er hærra en greitt var fyrir hlutabréfin. Að vísu reyna þeir félar Kristján Loftsson og Árni Vilhjálmsson að verjast yfirtökuna á félaginu en hve lengi geta þeir varist þegar sótt er að þeim úr öllum áttum, bankar, olíufélög, tryggingarfélög ofl. Velja þeir ekki bara að láta undan og setja meiri kraft í hvalveiðarnar. Þá verður ekkert eftir í Örfyrrisey sem minnir á að Grandi hafi verið til sem Frjálslyndi Flokkurinn var sakaður um að ætlað grafa undan í síðustu kosningum. Ef við komum til með að búa við óbreytt kerfi áfram skeður tvennt. Allur aflakvóti verður í varanlegri eigu 4ja til 5 fyrirtækja og pínt verður í gegn hjá Sjálfstæðisflokknum að taka U-beyju í afstöðu til EB því þessi fyrirtæki vilja líka starfa erlendis og jafnvel gera út þaðan, þau munu beita þeim rökum að þar sem þeir séu löglegir eigendur kvótans geti ekkert bannað þeim að skrá hann á erlend skip í þeirra eigu. Síðan munu erlend skip skráð í fátækustu löndum EB í eigu þessara fyrirtækja veiða allann fisk á Íslandsmiðum, hverju nafni hann nefnist, mönnuð erlendum sjómönnum öll fiskvinnsla á Íslandi leggst niðu, íslensk sjómannastétt leggst niður ásamt fiskverkunarfólki, íslenskir fiskmarkaðir hætta og um leið öll minni fyrirtæki í fiskvinnslu. Við verðum komin aftur á byrjunarreit eins og var áður en landhelginn var færð fyrst út í 4 mílur. Er þetta sú framtíð sem við ætlum að skila okkar afkomendum.
Góðir Suðurnesjamenn hjálpið okkur í Frjálslynda Flokknum að stoppa þetta, verjið ykkar vinnu og afkomu. Steingrímur J. Sigfússon sat fyrir svörum í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi og gátu áhorfendur hringt inn með spurningar. Það hringdi maður og spurði um sjávarútvegsmál og tók fram að hann vildi fá skýrt svar og ekkert um fjallagrös. Steingrímur brosti og sagði ég get nú ekkert sagt um kvótakerfið það er mál Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og ætlaði að fara að ræða annað, þá tók stjórnandinn Helgi Seljan af honum orðið og sagði maðurinn var að spyrja um ykkar stefnu og þú hlýtur að geta sagt frá henn ef hún er til. Steingrímur brosti aftur og sagði Jú.´Jú okkar stefna liggur alveg skýrt fyrir og sagði hinsvegar liggja atvinnutækifærin svo víða og svo framvegis, bla,bla, bla,....................................................................................................................
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2007 kl. 07:07 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 801066
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
30 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Model í Mynd
- Að ganga í takt með hryðjuverkum Íslamista.
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Mun vinstrið sigra í kosningunum?
- Þegar stutt er í kosningar!
- Viðreisn er fyrst og síðast fullveldisafsalsflokkur
- Yfirburðir Digital Radio Mondiale (DRM) yfir hefðbundið FM-útvarp
- -istaismi-
- Einka utanríkisstefna núverandi utanríkisráðherra
- Andspyrna herforingja
Athugasemdir
Búin að taka þetta og vista og prenta út. Þetta er alveg ótrúlegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 11:34
Þetta er nú bara sú staðreynd Ásthildur mín og við verðum að fá alla sem búa í sjávarbyggðum og vilja efla sína heimabyggð, til að skilja frammi hvaða raunveruleika við stöndum, ekki bara hér á Suðurnesjum, heldur um allt land. Ég hefði bara ekki trúað þessu áður en ég fór að starfa á kosningaskrifstofunni og maður fékk þessar upplýsingar og gat fengið það staðfest að eru réttar.
Jakob Falur Kristinsson, 4.5.2007 kl. 13:07
Sæll Jakob. Þú ert ekki að upplýsa sannleika fyrir mér hvernig spillt stjórnvöld vinna og hvað þau komast upp með. Ég segi Guði sé lof fyrir Vefinn og bloggið. Hér getur fólk sagt frá sinni lífsreynslu hvernig kerfið hefur alltaf haft betur í viðureigninni þar sem allir eða flest fólk trúir afsökunum aðila innan kerfisins sem eru sérmenntaðir í að snúa út úr sannleikanum og ljúga án þess svo sem að depla auga!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.5.2007 kl. 18:17
Hér í Vestmanneyjum er búið að kaupa út svo margar útgerðir að það tæki mig allt kvöldið bara að rifja það upp. Okkur er hinsvegar sagt að sem betur fer hafa kvótarnir haldist í eyjum. Verst þótti mér þó kvótasetningin á Keilu, löngu og skötusel þá mistum við mörg skip frá eyjum= Guðni ólafson ve, Byr ve, Sæfaxi ve og fleiri.
Georg Eiður Arnarson, 4.5.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.