Furðuleg viðbrögð Fskistofustjóra

Það er alveg makalaust hvernig sumir menn geta verið barnalegir og á ég þar við Fiskistofustjóra Þórð Ágeirsson sem var spurður í fréttum í gær að nú væri til rannsóknar fyrirtæki á Húsavík vegna mikils kvótasvindls sem næmi allt að 10.000 þúsundum tonna og Þórður er spurður afahverju hann hefði ekki getið þess í viðtali fyrr nokkrum dögum svaraði hann stamandi og hikstandi, ég  var þá að meina svindl í sambandi við ísprósentuanna.  Það skal upplýst hér og nú að umrætt fyrirtæki er fiskverkunin GPG á Húsavík sem hefur skotist upp á stjörnuhraða og allir sem fylgjast með sjávarútvegi hafa verið undrandi á og furðar sig á hvaða töframaður vær i þarna á ferð.  Aðeins 10.000 tonn svindlað fram hjá vigt sem hefði þurft um um tvo miljarða að leigja og 30 miljarða að kaupa.  Þetta mun aðeins vera toppurinn á ísjakanum, því ef kafað verður dýpra mun birtast svo hrikaleg mynd að landsmenn verða orðlausir.  Framkvæmdastjóri umrætts fyrirtækis mun vera mikill vinur Forstjóra LÍÚ.  Og nú mun LÍÚ leggjast af öllum sínum krafti á Fiskistofustjóra að stöðva þessa rannsókn,  hvort Þórður Ásgeirsson þorir því er ekki gott að vita, en hitt er gömul saga og ný að sá sem einu sinni hefur fallið fyrir mútum er hætt við að gera það aftur.  Ég vil ekki trúa slíku á Þórð Ásgeirssom, ég taldi að þegar hann stöðvaði rannsókn á svindli hjá fyrirtækis Péturs Björnssona í Hull og hafði látið setja í eina möppu öll sönnunargögn sem hans starfsmenn voru búnir af samviskusemi og heiðarleika að vinna að í eitt ár og hann flaug síðan með út til Hull og féll í þá gildru að þiggja af Pétri Björnssyni golfferð á sumarleyfisstað við Miðjarðarhaf að þá hefði verið komið nóg því á þessu ferðalagi týndist mappan með öllum sönnunargögnunum í.  Það liggur fyrir hjá okkar lögmönnum sem eru virtir í okkar samféagi tilbúinn stórnsýslukæra á hendur Þórði Ásseirssyni en við ætlum að sjá hvert framhaldið verður með GPG-fiskverkun af hálfu Fiskistofu áður en sú kæra verður lögð fram.  Ég er ekki að eðli mínu hefnigjarn maður eða hef áhuga á að standa í illindum við menn.  Þitt er valið hr. Þórður Ásgeirsson farðu varlega og taktu þína ákvörðun án þrýstings frá öðrum.  áður en sakleysinginn Friðrik H. Arngímsson núverandi forstjóri LÍÚ settist í þann stól var þar áður Kistján Rganaarsson, sá mikli heiðusmaður og stóð vel fyrir sínu.  Hann var oft umdeildur maður en alltaf stóð hann eins og klerttur í hafinu þótt yfrir hann riði oft þungur sjór.  Ég átti því láni að fagna að kynnast aðeins þessum merka manni, því ekki gerði hann mun á mönnum hvort þeir sem mættu á fundi LÍÚ voru frá stórum útgerðum eða smáum.  Hann umgekkst alla sem jafningja.  Ástæða þess hvað Kristján var farsæll í starfi var sú einfalda staðreynd að hann var mjög vel gefinn og stálheiðarlegur og hans samviska var hrein og tær.  Þetta gerði honum auðvelt að gæta hagsmuna útgerðarmanna af fullum heilindum.  En því miður er ekki hægt að segja það sama um um hans eftirmann Friðrik J. Arngrímsson sem tók við mjög góðu búi og meðan ég gef Kristjáni einkuninna 10 fyrir hans störf hjá LÍÚ fær Friðrik -10 því miður Friðrik en þú átt þess enn kost að bæta þig sem þú vonandi gerir og taktu þig nú á og hafðu Kristján sem fyrirmynd og þá mun þér vegna vel.

Ég hef fengið ótal símtöl og tölvupósta frá nokkir hundruð manns vegna minna skrifa um svindl í okkar kvótakerfi og meira að segja játað á mig sjálfur opinberlega ýmsar sakir.  Og oft hef ég verið spurður hvort ég gæti ekki grafið upp eitthvað um Samherja hf. sem er okkar flaggskip hvað varðar vinnslu og veiðar.  Ég er ekki kunnugur starfsemi Samherja hf. og ef ég færi að skrifa eitthvað neikvætt um það fyrirtæki væri ég ekki að segja satt, og verður að finna enhvern annan en mig til að fara útí slík skrif.  Þótt ég sé ekki persónulega kunnugur þeim sem stýra Samherja hef ég fylgst með því fyrirtæki gegnum árin og ALDREI heyrt að þeir hafi gert neitt sem ekki rúmast innan laga um stjórn fiskveiða Hinsvegar hafa þeir verið snillingar í sjá hvaða leiðir henta best þeirra fyrirtæki.  Þetta voru allt ungir menn sem hófu sinn rekstur á því að kaupa gjalþrota fyrirtæki og breyta því sem það er í dag.  Þeir komu inní þetta kerfi okkar á réttum tíma og eru eins og snjallir skákmenn, hugsa ekki bara um næsta leik heldur virðist Þorsteinn Már Baldvinsson búa yfir einhverjum ótrúælegum hæfileikum að sjá hlutina í réttu ljósi varðandi það hvað muni ske á næstu árum.  Þeir félagar hafa í einu og öllu farið eftir lögum með sína starfsemi.  Þeir draga úr sjófrystingu á réttum tíma og fara að leggja áherslu á uppsjávarveiðar á réttum tíma og eru í dag að byggja einhveja fullkomnust fiskvinnslu í heimi á réttum tíma.  Það er sama hvar borið er niður að alltaf er Samherji hf. mættur á réttum tíma með sína starfsemi.  Ég segi bara að lokum til hamingju Samherja menn, þið eruð hetjur sem kunnið að spila rétt, ég öfunda ykkur ekki en dáist að ykkar störfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Jakob. Hefurðu séð tvo flinka boltamenn kasta boltanum á milli sín og einn lágvaxinn standa á milli þeirra og reyna í sífellu að fanga knöttinn?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 15.5.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband