Stjórnin fallinn

Jæja þá er ríkisstjórnin fallinn og farið hefur fé betra.  Ekki sakna ég hennar frekar en margir aðrir.  Þá vaknar hinsvegar stóra spurningin hvað tekur við?  Þótt bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi lýst því yfir að þessir tveir flokkar ætli að mynda nýja stjórn er ekki þar með sagt að þessir tveir andstæðingar eigi auðvelt með að ná saman ef þeir ætla að standa við fyrri yfirlýsingar frá því fyrir kosningar.  Ég held að það sé ansi mikið til í því sem Guðni Ágústsson sagði í gær að Geir er ekki með öll þau tromp á hendi sem hann telur sig hafa og það mun jafnreyndur stjórnmálamaður og Ingibjörg Sólrún er nýta sér af fullum krafti.  Geir er ekki sá sami kraftamaður í stjórnmálum og Davíð Oddson var og þótt Ingibjörg Sólrún sé glæsileg kona er ég ekki viss um að Geir hafi valið sætustu stelpuna á ballinu.  Er ég ansi hræddur um að þetta verði erfið fæðing og eins og stundum er sagt.  Nú held ég að skrattinn hafi fyrst hitt ömmu sína.  Þetta á eftir að verða mörgum sjálfstæðismanninum erfitt að kyngja, því ég spái því að Ingibjörg verði næsti forsætisráðherra en ekki Geir og hún mun setja upp ákveðið leikrit sem koma mun illa fyrir Sjálfstæðismenn og þegar allt verður komið í háloft mun hún rjúfa þing og efna til kosninga og koma út úr þeim með pálmann í höndunum og takast að gera Samfylkinguna stærri en sjálfstæðisflokkinn.  Það er alþekkt staðreynd að til að sigra sinn helsta andstæðing er best að ganga í hans raðir og berjast innan frá.  Það verður spennandi að fylgjast með næstu vikum og mánuðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta allt æxlast Jakob minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 20:14

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta æxlast bara á einn veg Ásthildur það kemur bara einn STÓR PLÚS við alla vileysuna sem fyrir var en nú bara af meiri krafti.   Ég fór inná heimasíðu Samfylkingarinnar til að reyna að átta mig á stefnu flokksins.  Ekki fann ég þar orð um sjávarútvegsmál en mikið um leikskóla og aðra skóla.  Ekki hef ég neitt á móti menntun hún er öllum nauðsynleg og því meir því betra.  Hinsvegar held ég að 300 þúsund manna þjóð vanti ekki mikið fleiri háskóla eins og talsmenn í þínum ágæta bæ ræða mikið um og telja lausn á öllum vanda.

Jakob Falur Kristinsson, 20.5.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband