Líkamsárás

Veturinn 1999 var ég stýrimaður á bát okkar feðga Sigurbjörgu Þorsteins BA-65 sem var rúm 100 tonn að stærð.  Vorum við að róa með línu frá Bíldudal og þar, sem vélstjóri sá er viðhöfðum ráðið hafði ekki tök á því að byrja fyrr en í mars urðum við að ráða ungan strák, Eskil Daði Pálsson 18 ára úr Reykjavík, sem var nýbúinn að taka 1. stig Vélskólans.  Þessi drengur hafði lítið verið á sjó en þó hafði hann verið vélavörður á kúfiskveiðiskipinu Æsu á Flateyri. sumarið og haustið á undan og sá tími nægði til þess að hann fengi útgefið atvinnuskýrteini sem vélavörður eða VV.  Þegar lögskrá átti manninn sem yfirvélstjóra kom í ljós að ekki dygði þetta atvinnuskýrteini sem yrði að vera VVY og varð því að sækja um undanþágu sem fékkst fljótt.  Ekki var laust við að talsverður hroki væri í þessum dreng og fljótlega tókum við eftir að hann fór lítið niður í vélarúm og virtist lítið kunna þar til verka var það því úr að ég og sonur minn sem var skipstjóri á bátnum og jafnframt lærður vélstjóri, tókum að okkur að sjá um vélstjórnina.  Ég spurði hann hvað oft hann hefði farið niður í vélarúm þegar hann var á Æsu og sagðist hann alltaf hafa farið tvisvar á dag, áður en veiðar hófust og aftur þegar veiðum var hætt og þegar ég spurði hvað hann hefði nú verið að gera sagðist hann hafa geymt sjógallann sinn þar í hitanum og erindið hefð verið að fara í gallann eða úr honum   Þegar við vorum að leggja línuna í fyrstu veiðiferð með þennan mann um borð kom fljótt í ljós hve litla reynslu hann hafði.  Verkaskipting á lagingunni var þannig að ég sá um að hnýta saman línuna, kokkurinn sá um færnin og dreka og Karl Eskil var settur í það starf að taka balana úr ganginum þar sem beittu balarnir voru geymdir.  Hann átti að koma með balana til mín þar sem ég renndi þeim undir lagningarennuna og hnýtti saman og tók undann þann bala sem hafði tæmst og staflaði þeim upp og átti Karl Eskil að fara með þá fram á dekk og hafa þá tilbúna þegar yrði farið að draga, en þar sem hann var mjög sjóveikur og alltaf að æla út fyrir borðstokkinn, var ég oft að hlaupa til að sækja bala.  Það skal að vísu tekið fram að ef menn eru sjóveikir er lagninginn eitt versta starf fyrir sjóveikan mann sem hugast getur, bæði er sterk lykt af línunni og beitunni sem á það til að fljúga af krókunum og eins eru hreyfingar bátsins talsvert öðruvísi þegar verið er að vinna svona aftarlega á bátnum.   Sá aðili sem átti að taka baujuvakt eftir lagningu átti alltaf frí þegar lagt var og í þetta sinn var það færeyingurinn.  Á lagingunni var ferðin á bátnum 7-8 mílur ef veður var gott og tók hún yfirleitt ekki nema um tvo tíma, en þegar við vorum um það bil hálfnaðir að leggja segir Karl Eskil, getið þið ekki beðið skipstjórann að stoppa aðeins því ég þar að skreppa á klósettið og pissa, við horfðum á hann undrandi, en svo segir kokkurinn pissaðu bara á dekkið við þurfum hvort sem er að spúla hér allt á eftir þegar búið er að leggja.    Eftir að búið var að leggja fórum við allir í kaffi.  Þá segir Karl Eskil finnst ykkur ekki skipstjórinn ekki mikill glanni að leggja línuna í svona slæmu verði.  Ég sagði við hann hvaða kjaftæði er í þér drengur, það er nánast logn 1-2 vindstig og smá undiralda.  Við lentum aldrei í svona slæmu veðri á Æsunni þegar ég var þar sagði hann.  Ég sagði við hann að við leggjum línuna þótt komin væru 7-8 vindstig og hvað varðaði Æsuna þá væri hún að veiða kúskel sem veiddist bara inná fjörðum nánast uppí fjöru á 6-8 faðma dýpi og auðvitað væri þar alltaf logn og sléttur sjór, en núna værum við um 30 mílur frá landi og hér væri nánast aldrei sléttur sjór og fórum við síðan allir í koju og 2-3 tímum seinna erum við ræstir til að byrja að draga.  Þá var verkaskiptin þannig að ég og færeyingurinn skiptumst á við að vera á goggnum og blóðguðum fiskinn, kokkurinn sá um að draga færin og fór í lestina af og til að láta fiskinn renna í körin, Karl Ekkill vélstjóri var settur í það hlutverk að fylgjast með þegar línan hringaðist niður í línubalanna og þjappa í bölunum og notuðum við til þess gogg sem var látinn snúa öfugt síðan átti hann að leysa í sundur og binda yfir hvern bala og raða þeim út við bb. síðu skipsins.  Gekk þetta nokkuð vel og afli var nokkuð góður og kom einstaka steinbítur sem við létu safnast saman í blóðgunar kassann því ekki þurfti að blóðga hann og var þetta gert til að setja steinbítinn sér niður í lest.  Þegar blóðgunarkerið var orðið nærri fullt var ákveðið að setja hann niður í lest og fór kokkurinn í lestina og færði til rennu svo steinbíturinn færi allur í sér kar.  Færeyingurinn byrjaði að tína steinbítinn uppí þvottakarið þar sem fiskurinn gat runnið niður í lest og sáu hreyfingar skipsins um það að auðveldlega rann úr þvottakarinu.  Þegar byrjað var á þessu hvarf Eskill Daði af dekkinu og kom skömmu síðar með hamar og gogg og byrjaði á því að berja hvern steinbít í hausinn með hamrinum og þegar steinbíturinn hætti að hreifa sig tók hann gogginn og tók steinbítinn með honum og sagði ég ætla ekki að slasa mig á þessum helvítis kvikindum, færeyingurinn brosti bara og tók hvern fisk með annarri hendi á réttan hátt og fleygði í þvottakarið á meðan á þessu stóð höfðum við haldið áfram að draga línuna og höfðu komið nokkrir fiskar sem voru ekkert nema beininn og roðið og alþakti svokölluðum maurildum sem geta lagst á fisk og étið nánast allt holdið þegar færeyingurinn sér þessa fiska segir hann við Eskil nú hendum við þessu í sjóinn því þetta er ónýtt og byrjaði strax að kasta þessu fyrir borð.  Karl Eskil horfði á þetta með skelfingu og spurði síðan er óhætt að koma við þetta.  Nei svaraði færeyingurinn þetta er stórhættulegt og getur lags á lifandi fólk.  Tók síðan vatnsgötu og fyllti af sjó og mokaði haug af maurildum og lét í sjóinn og síðan einn smáþorsk og sagði fylgstu nú með, eftir svona hálftíma verður fiskurinn nánast horfinn og stóðst það nokkuð vel hjá honum.   Nú varð Karl Eskil alvarlega hræddur og sagði ég kæri ykkur fyrir að hafa látið mig koma nálægt þessum kvikindum, allt í lagi svaraði hinn og tók fötuna og skvetti úr henni á sjógallann hjá Karli Eskil og bætti við eftir svona klukkutíma verður ekkert eftir af þér og sjógallinn mun liggja eftir á dekkinu og varla fer hann að kæra mig.  Eskil Daði stökk nú og kippti úr sambandi sjóslöngunni sem var í þvottakarið og byrjaði að skola sig allan og fór því næst á þann stað sem hann átti að vera meðan línan var dreginn. Nú sé ég að það er mjög stór fiskur að koma upp á línunni og brátt sé ég að þetta er risastór hlýri a.m.k. 15-20 kg. og geri ég mig klárann og um leið og hausinn er kominn upp næ ég að keyra gogginn á kaf í hnakkann á honum og byrjar hann þá að sprikla og hamast og var ég hræddur um að ég myndi missa fiskinn þvílík voru lætinn, ég kalla á færeyinginn að koma með krókstjaka sem við notuðum til að ná fiskum ef þeir duttu af línunni, hann kemur hlaupandi með hakann og þar sem hlýrinn var með kjaftinn galopinn nær færeyingurinn að reka hakann á kaf niður í hlýrann en á einhvern furðulegan hátt náði hlýrinn að æla hakanum upp úr sér og tekur snöggt viðbragð og við það rennur goggurinn úr höndum mér og sáum við hann synda í burtu og var það eins og kafbátur með sjónpípu uppi.  Eskil Daði spurði undrandi afhverju kafar fiskurinn ekki niður og var honum þá bent á að hann gæti það ekki því það væri svo mikið flotmagn í goggnum og á ekki að reyna að elta hann spurði hann undrandi.  Nei sagði færeyingurinn við látum bara vita að ef einhver nær þessum fiski þá eigum við hann og gogginn líka og glotti til mín.   Allt í einu er allt fast eins og oft vill  ske ef línan lendir í að festast í steina eða annað á botninum, ég stoppaði spilið og skipstjóri fór að sigla rólega í hringi í þeirri von að línan losnaði án þess að slitna og tók ég eftir því að verulega strekkist á línunni.  Nú gat aðeins þrennt skeð, línan myndi losna,  slitna eða að hún hrykki af spilinu,  allt í einu sé ég hvar Eskil Daði er kominn með báðar hendur á kaf í línubalann sem við vorum að draga í.  Ég kalla í hann og sagði við hann hættu þessu drengur ég er margbúinn að banna þér að vera fara með hendurnar niður í balann meðan við erum að draga þú átt að nota gogginn til að laga til í balanum.   Halt kjafti segir hann við mig og bætir svo við, þið eruð stöðugt að ljúga að mér og nú geri ég hlutina eins og ég tel vera rétt og láttu mig í friði.  Ég sagði að ég skipaði honum að koma sér frá balanum, nú væri allt fast og aldrei að vita hvað gæti skeð.  Nú heyrði ég að það var byrjað að hvína í línunni og hún var orðin eins og strekktur fiðlustrengur og þar sem ég var á þessum árum óvenjulega sterkur og hraustur, stökk ég yfir rennuna sem lágfrá spilinu í blóðgunarkassann og þreif í öxlina á Eskil Daða og kippti honum frá balanum og henti honum fram að hvalbak á bátnum um leið heyrðum við mikinn hvell og þegar við litum á spilið hafði það skeð sem mig grunaði að gæti gerst línan hafði skroppið af spilinu og allt sem komið var í línubalann var að fljúga í hafið.  Ég sagði við drenginn, ef þú hefðir nú verið með báðar hendur í balanum værir þú núna þrælflæktur í línunni og á fullri ferð til botns og fljótlega steindauður þótt þú sért reiður bjargaði ég lífi þínu og hristi hann rækilega til.  Ég fer þá bara í koju sagði hann ég get ekki unnið með brjáluðum mönnum.  Þegar við vorum síðan komnir í land um kvöldið mætti hann ekki í löndun en kom skömmu síðar á dekk með allt sitt dót og fór til skipstjórans og sagðist vera hættur.  Hann væri beittur bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi um borð.  Síðan sáum við hann ganga upp bryggjuna og fara inná gistiheimilið.   Nokkrum vikum síðar fæ ég bréf frá Vélstjórafélaginu þar sem mér er tilkynnt að Eskil Daði Pálsson hafi leita til þeirra og vildi kæra mig fyrir líkamárás og mér gæfist kostur á áður en lengra yrði haldið áfram með málið, að koma með mína hlið á þessu máli sem ég gerði og annað gerði ég líka hringdi í föður stráksins og útskýrði málið fyrir honum.  Hann sagði Æ,æ, ætlar hann aldrei að verða að manni þessi drengur?  Bætti síðan við, ég hef sjálfur verið talsvert á sjó og þetta passar alveg hjá ykkur báðum, hann var í stórhættu og ég læt hann draga þetta til baka í hvelli.  Þannig slapp ég frá fyrstu og einu ákæru fyrir líkamsárás sem ég hef fengið um ævina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð saga, er þetta Fréttamaðurinn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Jakob. Hinn eini og sanni Karl Eskill Pálsson.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.5.2007 kl. 15:57

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Guðrún þessi eini og sanni.   Frumútgáfan ómenguð.

Jakob Falur Kristinsson, 20.5.2007 kl. 16:47

4 identicon

Pabbi þessi strákur hét Eskill Daði ekki Karl Eskill Pálsson það er pabbi hans sem heitir það og var lengi fréttaritari í Færeyjum.

Jón Páll 20.5.2007 kl. 18:36

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég veð að biðjast afsökunar því eins of sonur minn segir frá hér að ofan var rétta nafn þessa stráks Eskill Daði Pálsson og var sonur Karls Eskils Pálssonar, að öðru leyti er frásögnin rétt.

Jakob Falur Kristinsson, 21.5.2007 kl. 07:17

6 identicon

Pabbi. Karl Eskill Pálsson er fréttamaður á RÚV, er ekkkert tengdur Eskill. Pabbi Eskils heitir Edvald T Jónsson og var lengi fréttamaður í Færeyjum Ekki Karl Eskill Pálsson hann kemur þessari sögu ekkert við

Svo þarf ekki alltaf að nafngreina fólk til þess að segja góðar sögur

kv. Jón Páll

Jón Páll 21.5.2007 kl. 21:04

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jaæja þá er sonur minn enn að leiðétta mig og er það mjög gott, því ekki vil ég vera að draga ranga aðila inn í mína frásagnir og biðst aftur afsökunar.  Þið verðið þó að virða mér til vorkunnar að ég hef verið með svo mörgum furðufuglum á sjó að ég ruglaðist á nöfnum og mun hér eftir reyna að fylgja ráðum sonar míns að vera ekki að nafngreina menn í þessum sögum mínum.  Því í raun skiptir nafnið ekki máli í skrmmtilegti frásögn.

Jakob Falur Kristinsson, 22.5.2007 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband