Vestfirðir í eyði?

Nú gengur mikið á vegna þess að eigendur Kambs hf. á Flateyri hafa ákveðið að hætta sínum rekstri og talað er um að allt sé að hrynja á staðnum og talað um að grípa til róttækra aðgerða meira segja sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson kemur fram í sjónvarpi og talar um að engin ríkisstjórn geti setið aðgerðarlaus og horft uppá þetta.  Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki alveg öll þessi læti.  Er mönnum í sjávarútvegi ekki frjálst að hætta rekstri ef þeir kjósa svo og fá út úr þessum  rekstri alla þá peninga sem þeir geta.  Þeirra rekstur var orðinn erfiður að þeirra sögn og hvað gátu þeir gert annað en að hætta til þess að tapa ekki meiri peningum en orðið er.  Af hverju á þetta fyrirtæki Kambur hf. að vera skyldugt til að sjá til þess að allir sem vilja vinna á Flateyri, hafi þar vinnu? Ég bara spyr og fullyrði um leið ekki voru það eigendur Kambs hf, sem komu á hinu besta fiskveiðikerfi í heimi, þeir er einfaldlega að vinna eftir því kerfi.  Ekki eiga þeir sök á því að íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um 20-25% sl. 15 ár.  Er ekki fyrir löngu búið að ákveða í raun þótt enginn hafi kjark til að viðurkenna það að það er ekki ætlun stjórnvalda að landið skuli vera allt í byggð svo er verið að gráta yfir einu þorpi þar sem uppistaðan af vinnandi fólki eru pólverjar.  Þetta er ekki fyrsta þorpið sem hrynur það eiga eftir að koma mörg á eftir.  Nú er fyrirtækið Rammi hf. (Áður Þormóður rammi hf) á Siglufirði að láta smíða fyrir sig tvo fullkomna flakafrystitogara sem brátt verða afhentir og á sama tíma eru þeir að efla sína starfsemi í Þorlákshöfn.  Verður því enginn starfsemi hjá  þessu fyrirtæki á Siglufirði.  Grandi hf. á orðið alla fiskvinnslu og útgerð á Vopnafirði.  Ísfélagið í Vestmannaeyjum er búið að kaupa alla starfsemi sem tengist útgerð og vinnslu á Þórshöfn.  Reyndar er þetta svolítið broslegt með Granda. því að á sama tíma og þeir eru að efla sína starfsemi á Vopnafirði er fjárfestingafélag sem hefur keypt allar þær fasteignir sem þeir hafa komist yfir í Örfirisey til þess eins að rífa þau hús og byggja íbúðir að eignast meirihluta í Granda til þess eins að leggja fyrirtækið niður, selja allar veiðiheimildir, selja öll skip í brotajárn, rífa hús Granda hf. í Örfirisey og byggja íbúðarblokkir í staðinn og ég spyr þá hvað verður með Vopnafjörð? Ekki hef ég trú á að nýir eigendur Granda hf. muni hafa miklar áhyggjur af íbúum Vopnafjarðar nema að þeir líti á þá sem væntanlega kaupendur að íbúðum í Örfirisey.  Svona mætti lengi halda áfram að telja upp.  Það sem er að gerast á Flateyri er bara byrjunin á hruni Vestfjarða.  Öll mál hafa á sér tvær hliðar og það mun taka 15-20 ár þar til Vestfirðir verða komnir í eyði og þá fer að koma upp jákvæð mynd fyrir þá sem þar eiga eignir verð á fasteignum mun rjúka upp.  Því hvergi á Vestfjörðum er hærra fasteignaverð en á Hornströndum þar sem allt er komið í eyði.  Og sem dæmi ætla ég að nefna að fyrir nokkru auglýsti Landbúnaðarráðuneytið til sölu nokkur eyðibýli í Selárdal í Arnarfirði og á sumum þeirra voru ekki einu sinni hús, kannski mátti finna ef vel var að gáð gamlar rústir.  Eftirspurnin var slík að færri fengu en vildu og hef ég heyrt að sumir hafi boðið allt að 10-15 milljónir í þessi kotbýli.  Þannig að ef þessi ákvörðun eigenda Kambs hf. verður til að leggja Flateyri í eyði eru þeir að gera eigendum íbúðarhúsa á staðnum stóran greiða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Jakob. Grétar Mar náði kosningu núna, hann er búsettur í Sandgerði eins og þú. Hvaða flokki þú ert í þá synist mér þú aðhyllast stefnu frjálslyndaflokksins sem vill ná fiskveiðikvótanum til baka til þjóðarinnar. Ef til vill verður þú næstur á þing frá Suðurnesjum og það í næstu Alþingiskosningum 2011.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.5.2007 kl. 15:17

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú rétt hjá þér mín kæra. ég er flokksbundinn í Frjálalslynda flokknum og er stoltur af.  Ég vann meira að segja mikið á kosningaskrifstofu flokksins í Reykjanesbæ og sú vinna skilaði Grétari Mar á þing og aldrei að vita hvað skeður 2011, en við erum ekki lagstir í dvala heldur höldum ótrauðir að starfa áfram.  En eitt fælir mig frá að sækjast eftir sæti á Alþingi en það er hvað margir sem þangað komast eru svo heimskir og ég kann ekki að vinna með slíku fólki.

Jakob Falur Kristinsson, 20.5.2007 kl. 15:46

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Jakob. Ég les úr skrifum þínum réttsýni og réttlæti og efast ekki að maður með þína lífssyn tapar ekki vitinu með setu á Alþingi þrátt fyrir að hann komi til með að vinna innan um margt misviturt fólk.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.5.2007 kl. 13:44

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er góðkunnugur manni sem starfaði á Alþingi og hann komst þannig að orði að sjaldan hefði hann verið innan um jafnmarga vitleysinga, þótt vissulega leynist inná milli vel gefnir menn en því miður eru þeir í miklum minnihluta og fer það ekki eftir flokkslínum.

Jakob Falur Kristinsson, 21.5.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband