Sandgerðisbréf 1

Ég mun reyna að skrifa hugleiðingar um stjórnmál ofl. í hverri viku sem ég ætla að kalla Sandgerðisbréf (Sbr. Reykavíkurbréf Moggans).  Hef ég fengið smá tilsögn hjá Styrmir Moggastjóra við þetta verk mitt og aðgang að mörgum hans tengiliðum og hefjast nú skrifin, þetta verður styttra en hjá Styrmir og er um að kenna að ég er nýliði í svona skrifum.

Nú mun fæðing hinnar nýju ríkisstjórnar Geirs H. Haarde um það bil að ljúka og mun ráherralist verða kynntur í lok dags svo og stefnumál ríkisstjórnarinnar.  Ráðuneytin munu skiptast svona á milli flokkanna:

Sjálfstæðisflokkur:

Forsætisráðuneytið:  Geir H. Haarde

Dóms- og kirkjumála ráðuneytið: Árni Johnsen

Hagstofan:  Pétur Blöndal

Landbúnaðarráðuneytið: Einar Oddur Kristjánsson

Viðskiptaráðuneytið:  Guðlaugur Þór Þórðarson

Iðnaðarráðuneytið: Árni Matthisen  

Samfylkingin:

Utanríkisráðuneytið:  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Félagsmálaráðuneytið:  Jóhanna Sigurðardóttir

Menntamálaráðuneytið: Katrín Júlíusdóttir

Samgöngumálaráðuneytið:  Kristján Möller

Umhverfismálaráðuneytið:  Ólafur Ágúst Ólafsson

Sjávarútvegsráðuneytið:  Össur skarphéðinsson

Forseti Alþingis: Björn Bjarnason 

Helstu stefnumál verða:

1.  Koma á jafnvægi í byggðum landsins (Flytja til fólk ef með þar)

2.  Ganga sem fyrst í Evróðusambandið

3.  Friðlýsa Vestfirði og verður búseta ekki heimil þar nema frá 1. maí til 30. sept. ár hvert og íbúar fái styrki til að koma sér og sínum í burtu.

4.   Málefni aldrara og öryrkja sett í biðstöðu, því ekkert liggur á, þetta fólk sem ekki getur lifað á sínu bótum verðu einfaldlega að deyja (Aðstoð verði í boði ef þurfa þykir).  Verður tekið til endurskoðunar eigi síðar en 2020.

5.   Stórefla samskipti okkar við Noreg of sendiráðið þar stækkað a.m.k. um helming og ræðismannsskrifstofur með íslensku starfsfólki vera stofnaðar í öllum helstu bæjum og borgum þetta mun þýða s.m.k. 200-300 ný störf í utanríkisþjónustunni.

6.    Lokum sendiráði okkar í USA til að mótmæla Íraksstríðinu.

7.    Sem vinarvott til Norðmanna fá norsk skip að veið alla loðnu og síld hér við land sem þeir vilja.

8.    Í stað sektar við umferðarlagabrot komi styrkur til stjórnarflokkanna, sem skiptist jafnt þeirra á milli.

9.    Rifinn verður niður stytta af Jóni Sigurðsyni og í stað hennar komi stytta af Jóhannesi í Bónus, en fyrst verður hann að sættast við Björn Bjarnason.

10.   Hannes Hólmsteinn Gissurarson verður gerður að sendiherra í Thailandi.

11.   Opnuð verði sendiráð í öllum þeim ríkjum sem við okkur vilja tala.

12.   Heimilt verður að sekta þá sem ætla að fara að rifja upp kosningaloforð.

13.   Dómsmálaráðherra fær heimild til að náða alla þá fanga sem hann vill.

14.   Þar sem stjórnarandstaðan verður svo fámenn verður hún sen heim í frí á fullum launum svo hún tefji ekki störf Alþingis.

15.   Óskað verði eftir að Noregskonungur verði aftur konungur Íslands.

Fleir atriði verða birt síðar Samflokks-stjórnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

"  Hannes Hólmsteinn Gissurarson verður gerður að sendiherra í Thailandi"

Ég missti mig þarna :) Skemmtilegur pistill

Ársæll Níelsson, 21.5.2007 kl. 09:42

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég hef séð til íslenskra karlmanna í Thailandi og ofboðið. Eitt sinn sagði ég við einn þeirra að ef til vill skrifaði ég um athafnir þeirra í dagblöð heima á Íslandi .

Sá sami sagði mig ekki lifa það af.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.5.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég ætla ekki að fara út í að útskýra hvað sumit menn gera í Thailandi, en flestir kannast við orðið samkynhneigð.

Jakob Falur Kristinsson, 21.5.2007 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband