Sandgerðisbréf 3

Nú eru ekki góðar fréttir frá Sandgerði.  Bátarnir halda áfram að landa dag eftir dag stórum og fallegum þorski, sem ekki á að vera til og koma þar með Hafró í vandræði og er nú ekki ábætandi þar á bæ.  Hvað mig persónulega varðar átti ég aðeins 10 daga eftir til að áfengisbindindið næði 12 mánuðum og þá féll ég en eins og formaður Sjómannafélags Eyjarfjarðar sagði í fréttum er hann var spurður, hversvegna ekki hefði verið haldið uppá sjómannadaginn í ár eins og áður?  Þá var svarið þetta:  Undanfarin ár hafa hin tvö stóru útgerðarfélög á Akureyri veitt Sjómannafélaginu fjárhagsaðstoð til að halda uppá þennan dag en í ár höfðu hvorki Samherji hf. né Brim hf. efni á að veita aðstoð og  voru enginn hátíðarhöld í ár en formaðurinn gat þess einnig að nú þegar væri byrjað að undirbúa næsta sjómannadag og bætti við að þegar menn sökkvi nógu djúpt niður verði spyrnan uppá við þeim mun kröftugri og það er einmitt það sem ég ætla að gera,  þótt ég hafi fallið af 12. hæð niður í kjallara verð ég bara að taka hraustlega á og byrja að fara upp aftur, bara aldrei að  gefast upp og þá kemur þetta.   Ég get ekki dæmt um hvort þessi tvö Útgerðarfélög á Akureyri yfir höfuð einhverja peninga og í raun kemur mér það ekkert við, en samt finnst mér að þau bæði vera með þessu að lýsa því yfir að þau meta sína sjómenn og þeirra störf einskis.  Guðmundur vinalausi er tekin til við sína fyrri iðju.  Hann hefur látið skrá togara Brims hf. í Reykjavík og um leið fluttist nær allur kvóti Brims hf. frá Akureyri til Reykjavíkur, eins er hann nýlega búinn að selja Tjald SH-270 með öllum kvóta til Rifs.  Síðustu frétti frá þessum manni eru þær að hann sé að reyna að komast yfir Vinnslustöðina í Eyjum og ég ætla rétt að vona að Vestmannaeyringum takist að koma í veg fyrir þau áform, því það er ekkert grín að fá svona kvótabraskara inn í sín atvinnumál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Helvítis bömmer maður, en batnandi mönnum er best að lifa og það á við þig í dag. Þessi hugleiðing um aumingjaskap þessarar undirlægju Samherja í Eyjafirði er nú þannig vaxin að ég vil snúa þessu alfarið uppá hann. það getur aldrei orðið mál útgerðarinnar að halda uppá dag sjómanna og ef áhugaleysi sjómanna er algert þá er engin hátíð sjómanna í mínum huga.

Ég var fultrúi útgerðar í nefnd um þessa hátíð hér um nokkur ár og rann til rifja áhugaleysi sjómanna við að gera eitthvað og svo kom að því í fyrra að engin hátíðahöld voru, enginn nennti að halda uppá sjómannadag fyrir sjómenn.... þetta virðast vera nokkrir staðir á landinu sem ná að halda dampi varðandi sjómannadag en obbinn er ekki að gera neitt og afsökunin ....peningaleysi ,...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.6.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Leiðinlegt að heyra Jakob,ég á einmitt tveggja ára edrú afmæli um þessar mundir og líður agalega vel.Núna er leiðin bara upp á við 
Jakob ég styð þig heilshugar Það er ýmislegt hægt með viljann að vopni og góðum stuðningi vina og vandamanna.Ég var einmitt að pæla í því hvað varð um þig og fyrsta sem mér datt í hug var að þér hefði verið stungið í steininn fyrir (smávægilegt) svindl....

Hallgrímur Guðmundsson, 12.6.2007 kl. 01:27

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann Jakob hefði örugglega komið um það boðum útá internetið ef þeir hefðu lætt honum inn helvítskir.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.6.2007 kl. 14:26

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég þakka stuðninginn og nú er bara að taka sig á aftur og standa sig.  Nei ég var ekki settur inn því ég var blá-edrú og ekki mældist neinn vínandi hjá mér svo ég held mínu ökuskýrteini.

Jakob Falur Kristinsson, 23.6.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband