23.8.2007 | 16:15
Að vera öryrki
Að vera öryrki er hlutverk sem enginn sjálfsagt óskar sér að lenda í, þótt sumir haldi annað og telja það lúxuslíf að þurfa ekki að vinna heldur fá mánaðarlega greiðslur frá ríki og lífeyrissjóðum. Ástæður örorku eru margvíslegar, sumir fæðast þannig aðrir veikjast, sumir verða fyrir einhverjum áföllum andlega, en flestir verða öryrkjar vegna slysa sem þeir hafa ekki nokkra möguleika á að forðast. Í mínu tilfelli var um að ræða slys út á sjó um borð í fiskiskipi í september 2003 þar sem ég var vélstjóri og var ekki nema 53 ára gamall og taldi að ég ætti talsverðan tíma eftir af minni starfsævi og taldi mig hafa nægan tíma til að búa mig undir elliárin. Þegar svona skeður verður maður algerlega ringlaður, við tekur sjúkrahúsvist þar sem vel er hugsað um mann og gefinn lyf svo manni lýði vel. Að lokinni dvöl á sjúkrahúsi tekur svo við endurhæfing og ég var svo heppinn að eftir um þrjár vikur á spítala fékk ég pláss á Reykjalundi og kom þangað algerlega bundinn við hjólastól. Ég fékk minn sérstaka þjálfara og í fyrsta tíma sagði hann við mig að ég þyrfti að leggja talsvert á mig svo ég losnaði við hjólastólinn. Við tóku stöðugar æfingar og ég beit það strax í mig að gera allt sem fyrir mig var lagt og þegar sjúkraþjálfarinn spurði hvort ég vildi reyna þetta eða hitt, sagði ég alltaf já og mánuði síðar var ég farinn að ganga á ný með hækju en laus við hjólastólinn og skömmu síðar gat ég sleppt hækjunni. Þá tók við tímabil sem fór í að æfa göngulagið og ganga upp og niður stiga óstuddur. Ég verð að viðurkenna að þetta tók verulega á og var erfitt og eftir suma tímana var ég gjörsamlega búinn og uppgefinn af þreytu. Síðan var farið að þjálfa höndina sem var lömuð en það gekk frekar hægt vegna þess hvað taugakerfið í hendinni er flóknar en í fætinum og svo kom að því að sjúkraþjálfarinn spurði mig hvort ég væri tilbúinn í tilraun sem hann langaði til að gera og aldrei hafði verið gerð á Reykjalundi fyrr og sagðist hann vera búinn að fá samþykki míns læknis fyrir þessari tilraun og að sjálfsögðu sagði ég já. Tilraunin fólst í því að hægri höndin sem var heilbrigð var bundin föst fyrir aftan bak og þannig varð ég að vera alla daga og var oft skrautlegt í matsalnum þegar ég var að borða og gat aðeins notað vinstri hendi sem var hálf lömuð. Þessi tilraun stóð í um viku, en varð til þess að ég fór að reyna að nota vinstri höndina meira og smátt og smátt styrktist hún þótt hún yrði ekki eðlileg á ný. Um miðjan desember var farið að ræða um að útskrifa mig þar sem ég gat orðið klætt mig sjálfur og bjargað mér að mestu leyti en eftir mikið nöldur af minni hálfu um að fá að vera lengur, var ákveðið að ég færi heim yfir jól og áramót og kæmi aftur í febrúar 2004 og yrði þá í einn mánuð. Ég fór því af Reykjalundi 18, desember 2003 og vestur á Bíldudal og var hlaðinn blöðum og upplýsingum um æfingar sem ég gæti gert heima, en það fór nú eins og það fór að lítið varð úr æfingum. Ég fann mér alltaf afsökun fyrir því að gera þær seinna, það var aldrei rétti tíminn osfrv. Ég kom síðan aftur á Reykjalund í febrúar 2004 og var í einn mánuð og hélt áfram í svipuðum æfingum og áður og svo kom að því að ég var endanlega útskrifaður frá Reykjalundi og fór heim til Bíldudals. Það voru mikil viðbrigði að fara aftur að búa einn og óstuddur og koma úr vernduðu umhverfi eins og var á Reykjalundi og allir vildu allt fyrir mann gera, bara nefna það. Það er svolítið skrýtið þegar maður hugsar til baka að meðan ég var á spítalanum komu ættingjar og vinir nánast daglega í heimsókn og fyrst eftir að ég kom á Reykjalund var talsvert um heimsóknir en eftir því sem tíminn leið dró stöðugt úr þeim og eftir að ég kom til Bíldudals var það viðburður ef einhver heimsótti mig. Án þess að gera sér grein fyrir því dróst maður inní skel og varð þjakaður af þunglyndi, sem hefur verið viðloðandi síðan. Ég hafði áður verið í sambandi við Snorra Ingimarsson geðlæknir og leitaði nú til hans aftur og hefur hann hjálpað mér mikið, bæði með viðtölum og lyfjagjöf og er ég enn í meðferð hjá honum. Þegar ég var á Reykjalundi fór félagsráðgjafi með mér yfir mína stöðu og þau réttindi sem ég ætti að hafa og kom þá í ljós að ég átti rétt í sjúkrasjóði Vélstjórafélags Íslands og var sótt um þar og fékk ég greitt þar rúmar 200 þúsund á mánuði eftir skatta eða sem svaraði kauptryggingu yfirvélstjóra og átti ég rétt á greiðslum í 18 mánuði. Einnig var sótt um fyrir mig hjá þeim lífeyrissjóðum sem ég átti rétt hjá. Ég var síðan í september 2004 eða ári eftir slysið metinn 75% öryrki og fór að fá greiddar örorkubætur. Það væri hægt að skrifa heila bók um samskipti við Tryggingarstofnun og allt það kerfi sem þar er sem er svo flókið að margt starfsfólkið skilur það varla. Á þessum tíma bjó ég á Bíldudal og næsta umboð Tryggingarstofnunar var á Patreksfirði og þurfti ég að snúa mér þangað þar starfaði fullorðin kona sem var að fara að láta af störfum vegna aldurs og virtist ekki vera með alla hluti á hreinu og þurfti oft að senda til Rvk. hin minnstu mál en hún gekk frá því að ég fengi örorkubætur og ekki var minnst á tekjuáætlun og hún því sett á núll án minnar undirskriftar. Í lok árs 2005 kom fyrsti skellurinn en þá fékk ég bréf frá Tryggingarstofnun um að samkvæmt skattaframtali fyrir árið 2004 hefði ég haft verulegar tekjur sem væru öll sú upphæð sem ég fékk úr Sjúkrasjóði Vélstjórafélagsins og greiðslur úr lífeyrissjóðum og skuldaði ég Tryggingarstofnun 1,5 milljónir og var vinsamlega beðin að greiða það sem fyrst. Ég var staddur í Reykjavík hjá læknir þegar þetta bréf kom og fór ég með það í afgreiðslu Tryggingarstofnunnar við Laugaveg og ræddi þar við konu sem útskýrði fyrir mér að allar greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélaga væru reiknaðar sem tekjur og greiðslur úr lífeyrissjóðum skertu bætur eftir ákveðnum reglum en áður en ég kvaddi hana hvíslaði hún að mér að best væri hjá mér að gera ekki neitt og sleppa tekjuáætluninni því annars yrðu allar greiðslur til mín stöðvaðar þar til skuldin væri að fullu greidd. Ég hafði í sakleysi mínu talið að greiðslur úr lífeyrissjóðum væri í raun minn sparnaður og hefði verið hluti af mínum launum og einnig greiðslurnar úr Sjúkrasjóði. Eftir þessa lífsreynslu mína fór ég inn á vef Tryggingarstofnunar til að reyna að átta mig á öllu þessu og þá fyrst varð ég alvarlega hissa þegar ég fór að lesa lögin um almannatryggingar. Þetta var eins og limlestur sjúklingur þar sem hafði verið settir plástrar á hér og þar. Þegar búið var að átta sig á einni grein og fá skilning á henni kom kannski önnur sem ógilti þá fyrri auk óteljandi viðauka hér og þar. Nýjasti plásturinn kom svo 1. júlí sl. en þá var sett inn heimild til að hafa atvinnutekjur án þess að þær skertu greiðslur frá Tryggingastofnun og var maður nú bjartsýnn á framtíðina og sá fram á að kannski kæmist maður út á vinnumarkaðinn aftur en þegar þetta var skoðað betur kom í ljós að þetta gilti aðeins fyrir þá sem væru 70 ára og eldri. Ekki veit ég hver eru rökin fyrir að miða við 70 ára aldur því flestir hefja töku ellilífeyris 67 ára og þeir lífeyrisþegar sem eru orðnir 70 ára eða eldri eiga sjálfsagt ekki auðvelt með að fá sér vinnu. Læðist því að manni sá grunur að þetta sé haft svona til að fæstir fái notið þess en janframt sé verið að efna kosningaloforð um að bæta kjör ellilífeyrisþega og öryrkja. Það hefði alveg eins mátt miða við 100 ára aldur eða jafnvel þá sem væru dánir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 801056
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.