Að mótmæla

Ekkert má orðið gera hér á landi án þess að upp rísi hópur af fólki til að mótmæla.  T.d. má ekki virkja smá lækjasprænu, leggja vegi eða byggja ný hús.  Öllu er mótmælt í nafni réttlætis um betra Ísland.  Húsin eru of há, lá eða of þétt saman, við gömlum hálfónýtum húskofum má ekki hrófla því þau eru menningararfur og sumir ganga jafnvel svo langt að fullyrða að gömul hús hafi sál.  Hvernig getur gamalt hús haft sál er hlutur sem ég ekki skil og hvert fer sálin ef húsið er rifið?  Við eigum ekki að hlusta á þetta kjaftæði lengur, rífum gamla húskofa og byggjum nýtt og verum stórhuga og höfum húsin 50-100 hæðir svo þau setji sannarlega svip sinn á umhverfið.  Virkjum allt sem við getum virkjað og leggjum vegi þar sem best er þótt það kosti að fórna þurfi nokkrum kræklóttum hríslum, það má alltaf gróðursetja í staðinn.  Við heyrum af mótmælum í Kópavogi, Mosfellsbæ, Selfossi og Akureyri.  Við eigum að taka Gunnar Birgisson bæjarstjóra í Kópavogi okkur til fyrirmyndar.  Hann er maður sem þorir að framkvæma hlutina þótt einhverjir séu að væla út í bæ og mótmæla.  Það er svolítið broslegt að heyra fólk sem hefur kosið að búa á Höfuðborgarsvæðinu vera að kvarta og mótmæla mikilli umferð.  Það segir sig sjálft að þar sem margir búa á tiltölulega litlu svæði að þar er mikil umferð og ekkert við því að gera.  Af hverju flytur fólkið ekki bara út á land í fámennið og rólegheitin.  Við munum sjálfsagt flest eftir öllum mótmælunum gegn byggingu Ráðhússins á sínum tíma en þegar það var risið fannst flestum það flott bygging.  Þessi eilífu mótmæli hafa líka kostað það að ríkisstjórnir á hverjum tíma þora varla að byggja almennileg hús undir öll ráðuneytin, heldur er verið að leigja húsnæði um alla borg og margt ekki mjög henntugt.   Mikið af því húsnæði sem ríkið á í dag og notar undir sína starfsemi var byggt á dögum Jónasar frá Hriflu sem ekki var feiminn við að byggja ný hús víða um land, en hann var nú víst talinn geðveikur og kannski var það ástæðan fyrir því hvað hann stóð fyrir mörgum byggingum á vegum ríkisins.  Nei við skulum ekki hlusta á öll þessi mótmæli og allt afturhaldskjaftæði heldur hrinda því í framkvæmd sem nauðsynlegt er á hverjum tíma og gera það myndarlega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég minni á mótmæli t.d. við Borgarfjarðarbrú,Gullinbrú já fleirum núverandi ómissandi mannvirkjum.

Ólafur Ragnarsson, 21.8.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt Hanna Birna, að við mótmælum ekki á réttum stöðum og þess vegna skila mótmæli á Íslandi litlum árangri.

Jakob Falur Kristinsson, 23.8.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband