Nýtt kvótaævintýri

Nú er í uppsiglingu nýtt fyrirbæri fyrir kvótabraskarana og þá sem eiga peninga.  Á síðasta þingi voru sett ný Vatnalög sem kveða á um að allt vatn á Íslandi er í eigu þeirra jarðareigenda sem vatnið rennur um og samkvæmt nýlegum úrskurði matsnefndar eru vatnsréttindi við Kárahnjúka metin á 1,6 milljarða og ef það er framreiknað á öll vatnsréttindi er virði alls vatns á Íslandi ekki nema rúmir 10 milljarðar og þótt íslenska ríkið sé í dag eigandi að þessu er ekkert sem bannar að ríkið geti ekki framselt afnotaréttinn til einstakra aðila eins og gert er varðandi fiskveiðiréttinn hér við land.  Getum við því átt von á að innan fárra ára verði kominn hópur Vatnsgreifa við hliðina á Sægreifunum.  Er allt sem bendir til þess að þessi nytjaréttur færist á fárra manna hendur og síðan taki við það sama og þekkt er úr sjávarútveginum að landsmenn verða að leigja til sín það vatn sem þeir þurfa að nota.  Þó er sá munur á þessu tvennu að allir landsmenn verða að nota vatn en ekki þurfa allir að veiða fisk, þar geta menn valið og hafnað en ekki í sambandi við vatnið, við getum ekki án þess verið.  Það trúði því enginn að þegar kvótakerfið var sett á í sjávarútveginum að sú stund kæmi að farið yrði að leigja eitt kíló af þorski á kr. 200,- en það er nú samt staðreynd í dag.  Og viti menn að innan fárra ára verðum við að greiða til Vatnsgreifa fyrir hvern lítir sem við notum af vatni og kannski endar það líka í kr. 200,- á lítir og verður orðið dýrara en bensín og olía.  Sennilega verður settur mælir við hverja íbúð og líkt og í sjávarútveginum verður að leigja áður en það er notað.  Sjálfsagt verður líka sett í lög að heimilt verði að veðsetja þessi réttindi eins og er með kvótann í sjávarútveginum og þá kemur upp sú sama staða að þeir stóru og sterkari njóta forgangs yfir hinum almenna borgara.  Hvernig á hinn almenni launamaður að geta keppt við stórfyrirtæki á borð við Landsvirkjun um leigu á vatni, það er ekki hægt.  Katrín Júlíusdóttir formaður iðnaðarnefndar sagði í viðtali í sjónvarpinu fyrir stuttu að það yrði strax og Alþingi kæmi saman í haust að setja lög um að gildistöku þessara Vatnalaga yrði frestað og málið skoðað upp á nýtt en ég er ekki viss um að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki það og Samfylkingin verði einu sinni enn að lúta í lægra haldi eins og raunin hefur orðið á með mörg af þeirra kosningaloforðum.  Það er eins og þingmenn hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þeir voru að samþykkja í vetur með þessum Vatnalögum og ekki í fyrsta skipti.  Ég einfaldlega spyr hvað verður næst? Verður það andrúmsloftið? og verða þá til Loftgreifar sem ráða öllu loftinu, það er ekki vitlausari hugmynd en þessi Vatnalög.  Og aftur spyr ég ætlar þessi vitleysa aldrei að enda? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband