Ný kvótaeign

Fyrir stuttu skrifaði ég um hina nýju kvótaeign sem felast í hinum nýju Vatnalögum en nú er að koma fram nýtt fyrirbæri sem er hliðstætt en það eru viðskipti með mengunarkvóta sem fyrirtæki fá að sjálfsögðu ókeypis hjá íslenska ríkinu en rætt hefur verið um að fylgja fordæmi ESB en þar er miðað við að hvert fyrirtæki nýti 90% af sínum úthlutaða kvóta en 10% gangi kaupum og sölu eða jafnvel leigu.  Getum við þá státað af þremur gerðum af kvótakonungum hér á landi.  Það eru:

1.  Fiskveiðikóngar

2.  Vatnakóngar

3.  Mengunarkóngar

Færist þá heldur betur fjör í kvótabraskið hér á landi og margur verður ríkur af því sem í raun er sameign íslensku þjóðarinnar.  Ef vel er leitað má vafalaust finna fleira til að braska með af eigum ríkisins og ekki þýðir fyrir okkur að mótmæla því við hinir venjulegu borgarar erum bara aumingjar sem ekkert getum eða höfum vit á hvað er þjóðhagslega hagkvæmt.  Ég hlustaði á fyrir stuttu viðtal við einn speking úr Háskóla Íslands sem sagði að það væri mjög hagkvæmt fyrir þjóðina að aflakvótar söfnuðust á sem fæsta aðila.  Væri þá ekki best að ganga hreint til verks og vera bara með einn útgerðaraðila á landinu Útgerðarfélag Íslands hf.  Við gætum líka verið bara með eina verslunarkeðju í landinu Verslunarfélag Íslands hf. og einn banka Íslenski bankinn hf. og einn stjórnmálaflokk Íslenski flokkurinn og væri þá góður friður á Alþingi því allir yrðu sammála og svona gætum við haldið endalaust áfram allt í nafni hagræðingar.  Hvaða vit er til dæmis í að hafa allt landið í byggð, væri ekki hagkvæmast að flytja alla á höfuðborgarsvæðið.   Nei það eitt að starfa hjá Háskóla Íslands gerir menn ekki vitra eða víðsýna, heldur þvert á móti verða menn þröngsýnir og fá þá ranghugmyndir að þeir viti allt best og séu hæfastir í öllu.  Sumir þessara mann ern nefnilega rækileg sönnun þess sem eitt sinn var sagt og þótti fáránlegt: bókvitið verður ekki í askana látið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Marteinn Mosdal væri ágætur sem einræðisherra a.m.k. miklu betri er þeir sem hafa verið að stjórna landinu fram til þessa.

Jakob Falur Kristinsson, 31.8.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband