Leit að framsóknarmönnum

Bjarni Harðarson nýbakaður alþingismaður skrifaði grein í eitt blaðið nú fyrir stuttu og sagðist vera staddur á bökkum Amaósonsfljótsins og búinn að fara víða um heim í þeim tilgangi að finna framsóknarmenn og taldi að þarna við fljótið væri hægt að finna í röðum frumbyggja marga sem væru í raun framsóknarmenn og kannski er það rétt hjá Bjarna að framsóknarmennirnir eru í stórum hópum í frumskógum Suður Ameríku.  Verst er hvað langt er í næstu kosningar því ef þetta er rétt hjá Bjarna er Framsóknarflokkurinn í raun langstærsti flokkurinn og reyndar óheppilegt að hann skyldi ekki fara þessa ferð fyrr a.m.k. meðan Valgerður Sverrisdóttir var utanríkisráðherra því þá hefði hún örugglega plantað einu sendiráði þarna á bökkum Amason.  Í þættinum Örlagadagurinn á Stöð 2 í gærkvöldi kom fram í lok þáttar að næsti viðmælandi yrði Jónína Bjartmarz og þau orð látin falla að hún væri senn að flytja til Kína en ekki kom fram hvað hún ætlar að fara að gera þar.  Kannski er þar líka að finna framsóknarmenn og kannski á það eftir að koma í ljós að í hinu stóra Kína sem flestir hafa talið að væru eingöngu kommúnistar sé misskilningur og þetta séu eintómir framsóknarmenn.  Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haldið því fram að hans sér staða í íslenskum stjórnmálum væri sú að hann byggði á íslenskum hugsjónum en sækti sér ekki fyrirmyndir til annarra landa eins og t.d. Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin ofl.   En nú er sem sagt komið á daginn að þótt flokkurinn sæki ekki fyrirmynd til annarra landa eru stórir þjóðfélagshópar víða um heim sem hafa hinn íslenska Framsóknarflokk sem fyrirmynd.

Til hamingju Framsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband