Flugfargjöld hækka

Það var frétt í Mbl. í morgun um hækkun flugfargjalda hjá Flugfélagi Íslands og kostar orðið meira að fljúga innanlands en t.d. til Kaupmannahafnar, London og Glasgow.  Fargjöldin eru frá 23.900,- uppí 35.560,-   Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri félagsins útskýrir þessa hækkun þannig:

1.     Hækkun á aðföngum til félagsins. (Þessi rök er hægt að skilja).

2.     Verðið hafi ekki verið hækkað síðan í fyrra.  (Eru það einhver rök að verð þurfi að hækka á hverju ári).

3.     Síðan segir Árni "Til þess að geta áfram haldið úti lægstu fargjöldum hafi orðið að hækka fargjaldið og segir að fargjöldin séu frá fjögur þúsund og upp úr og tekur síðan fram að hann eigi ekki von á frekari hækkunum á þessu ári". Enda segir það sig sjálft að miðað við rök nr. 2 hér að ofan að búið er að hækka á þessu ári vegna þess að það hafði ekki verið gert síðan í fyrra.  Ég marg las þessa frétt til að reyna að skilja hvað maðurinn var að fara, en ég náði því aldrei að  forsenda til að geta boðið upp á lægstu fargjöldin hafi þurft að hækka fargjöldin.  Síðan segir framkvæmdastjórinn að innanlandsflugið sé í raun helmingi ódýrari en millilandaflugið ef fargjöldin séu borin saman og það gerði ég og hjá Icelandair kostar ódýrasta farið til Kaupmannahafnar kr. 16.670,- og dýrasta kr. 65.070,- til London er ódýrasta verðið kr. 16.380,- og dýrasta verðið kr. 66.780,- til Glasgow er ódýrasta verðið 15.340,- og dýrasta verðið kr. 66.780,-.  Hjá Iceland Express er boðið uppá ferðir til allra helstu borga Evrópu fyrir kr. 15.990,-   Ég er kannski svona heimskur og hef ekki mikið vit á flugrekstri en sé þó á þessum samanburði að ekki stenst að verðið sé helmingi ódýrara í innanlandsfluginu.  Kannski er Árni með það í huga að ef hann hækkar fargjöldin nógu mikið sem hann segir vera forsendu fyrir að bjóða lág fargjöld þá náist að hafa innanlandsflugið 50% ódýrara.

En eftir stendur sem rök varðandi þessa hækkun á flugfargjöldum að hún á í reynd að koma öllum til góða, því hún er forsenda fyrir að hægt sé að bjóða ódýr fargjöld.  Þetta er þvílíkt bull að ég nenni ekki að reyna lengur að skilja það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegur málflutningur.  Það er rándýrt að ferðast innanlands ef miðað er við vegalendir og tekið mið af utanlandsferðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já það er ekki hægt að láta bjóð sér hvað sem er og fyrirtækinu ekki til framdráttar þegar það lætur frá sér svona bull og kjaftæði.

Jakob Falur Kristinsson, 6.9.2007 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband