Írak

Nú hefur utanríkisráðherra ákveðið að kalla heim þann eina íslending sem eftir er í friðargæslu í Írak en friðargæsluliðinn er reyndar titlaður majór og er þar af leiðandi hermaður.  Mjög hafa verið skiptar skoðanir á þessari ákvörðun.  Geir H. Haarde hefur sagt að þetta væri ekki rétt ákvörðun og Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra hefur gagnrýnt Ingibjörgu Sólrúnu mjög fyrir þetta mál og gengið svo langt að tala um að Ísland væri að hlaupa frá þeirri ábyrgð að koma á friði í Írak.  Mér skilst að þessi eini íslendingur sem er í Írak sé kona að nafni Herdís og mikið hlýtur hún að vera öflug kona ef friður í Írak veltur á því hvort hún er þar eða ekki.  Eins og Davíð Þór Jónsson sagði í viðtali á Stöð 2 í kvöld væri gott að fá Herdísi heim og senda hana í miðbæ Reykjavíkur um helgar því ef henni hefðist tekist að tryggja frið í Írak yrði hún fljót að koma loksins á friði í miðbæ Reykjavíkur.

Mér finnst þessi ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar hárrétt og sýna í verki að við viljum ekki vera bendluð við það sem fram fer í Írak þessa daganna.  Nógu slæmt var þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson létu Bush plata sig að styðja innrásina í Írak á sínum tíma og í ljósi þess er kannski skiljanlegt að Geir H. Haarde og Valgerður Sverrisdóttir reyni að verja gerðir sinna föllnu foringja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband