Írak

Á maður virkilega að trúa því að eitthvað vitlegt sé að fara að ske í Írak.  Þetta er sennilega vegna þess að Herdís.  Íslenski friðargæsluliðinn sem nú er búið að ákveða að kalla heim hefur verið að klára þau mál sem eftir voru á hennar borði áður en hún færi heim og hefur heldur betur tekið þá í gegn þessa súnni-múslíma og skipað þeim að fara nú að haga sér eins og fullorðið fólk.

 

 


mbl.is Súnnítar í Írak hætta að sniðganga þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jakob.

Það verður fróðlegt að vita hvort sú aðgerð að kalla friðargæsluliðann hefur einhver áhrif til eða frá í þessu efni. Sú er þetta ritar efar það mjög.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.9.2007 kl. 02:44

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er sammála þér Guðrún um að það hafi litlu breytt að hafa þessa einu konu starfandi sem friðargæsluliða þarna.  Þetta var meira táknrænt þar sem okkur til mikillar ógæfu var blandað í að vera stuðningsaðili við innrásina í Írak sem seint mun verða hægt að bæta fyrir.  Svo er annað að ekki má blanda þessu saman við störf við friðargæslu í Afganistan því þar erum við að vinna með Sameinuðu Þjóðunum sem ekki hafa verið að standa í neinum stríðsrekstri í þessum löndum.

Jakob Falur Kristinsson, 9.9.2007 kl. 03:01

3 identicon

Fyrra Írakstríðið var undir merkjum SÞ.

Friðargæsluliðið í Afganistan er NATO lið sem starfar í umboði SÞ.

Þjálfunarverkefnið sem Herdís tók þátt í er verkefni sem NATO sinnir í umboði SÞ.

Þjálfunarverkefnið er ekki á vegum bandalags hinna viljugu. Bæði Frakkar og Þjóðverjar taka þátt í þjálfunarverkefninu.

Hans Haraldsson 9.9.2007 kl. 04:55

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég gæti best trúað að þetta verði til þess að það bresti flótti á innrásarliðið.

Sigurður Þórðarson, 9.9.2007 kl. 13:33

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það skiptir engu máli þótt fyrri innrás í Írak hafi verið undir merkjum S.Þ. og má sjálfsagt velt því fyrir sér fram og aftur í umboði hvers og eins þjóðir eru að starfa í Írak í dag, það breytir því ekki minni skoðun, að við eigum ekkert að koma nálægt málum þar og þess vegna er ákvörðun sem Ingibjörg Sólrún tók að kalla friðargæsluliðan heim hárrétt.  Það er nú þegar komin verulegur flótti í innrásarliðið og stöðugt fleiri þjóðir eru að tilkynna um ákvörðun sína um að kalla herlið sitt heim og ef fram heldur sem horfir verður USA eitt eftir innan fárra mánaða.

Jakob Falur Kristinsson, 9.9.2007 kl. 18:02

6 identicon

En þær NATO þjóðir sem hafa dregið lið sitt úr bandalagi hinna viljugu hafa ekki dregið sig út úr þessu verkefni, enda er það aðskilið mál.

Þessi ákvörðun veikir aðeins stöðu okkar innan NATO, það er ólíklegt að nokkur skilji þetta sem skilaboð vegna Íraks. Hver er tilgangurinn með því að grafa undan eigin hagsmunum til þess að senda táknræn skilaboð sem engin skilur? 

Sprengjusérfræðingarnir sem við vorum með þarna á vegum bandalags hinna viljugu eru löngu komir heim.

Hans Haraldsson 9.9.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband