Konur

Margt hefur verið ritað um konur og menn í gegnum ár og aldir og hér á eftir fara nokkur spakmæli frá hinum ýmsu spekingum, en hvað er rétt og hvað er rangt í svona fullyrðingum dæmi ég ekki um:

1.     Það var ekki til helvíti á jörð fyrr en paradís varð tilbúin, það er að segja þegar konan varð til.                                                                                                                                               (August Steindberg)

2.     Til að stjórna er maðurinn af náttúrunnar hendi betur fallinn en konan, alveg eins og eldri maður er það betur en hinn ófullþroska.                                                                                     (Aristóteles)

3.     Konur eru í heiminn bornar til að lúta um alla framtíð boði herra síns og meistara.  Hann er að öllu leyti gæddur þeim yfirburðum frá náttúrunnar hendi að hans er mátturinn og dýrðin.                                                                                                                                         (Tómas frá Aguinas)

4.     Talið er merki þróttar þrátt

        það að vera sonur

       en landið hefur löngum átt

       líka sterkar konur

      (Ólína Andrésdóttir)

5.     Konur eru betri og fullkomnari en karlar.  Orðið Adam merkir mold en Eva merkir líf.  Og lífið er óendanlega meira virði en moldin.                                                                                                   (Agrippa)

6.     Ef kona hefur komið okkur út úr Edensgarði er sárabótin sú að hún ein getur bætt okkur þann skaða.                                                                                                                                                 (Henrik Ibsen)

7.     Hin mesta sigurgleði konunnar verður þegar hún er sigruð.                                                 (Henrik Ibsen)

8.     Enginn karl myndi fórna heiðri sínum, jafnvel ekki fyrir þann sem hann elskar.  En það hafa milljónir kvenna gert.                                                                                                                         (Henrik Ibsen)

9.     Einn helsti kostur kvenna er að þær kunna að tala á réttum tíma.  Fæstar þeirra kunna hins vegar að þegja.                                                                                                                              (Rousseau)

10.    Leggðu þig í líma fyrir konu og hún mun hata þig .  Leyfðu henni að stíga á háls þér og hún mun ekki hlífast við að misþyrma þér.  En ef þú krefst þess að hún leggi eitthvað í sölurnar fyrir þig, þá mun hún elska þig.  Gerðu hana að ambátt og hún mun tigna þig og tilbiðja.                        (Sacher Masoch)                                                                                                                     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gaman að skoða gamla orðskviði, en reyndu ekki að telja mér trú um, að Thómas hafi sagt þetta sem er undir nr. 4. Það einfaldlega mótstríðir bæði hans mannfræði og guðfræði, láttu mig þekkja það.

Jón Valur Jensson, 9.9.2007 kl. 23:41

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nei það liður 3 sem er eftir Tómas.  Nr. 4 er samið eins og fram kemur af Ólínu Andrésdóttur.  Þar sem vitnað er í hvern og einn kemur fyrir neðan en ekki öfugt.

Jakob Falur Kristinsson, 10.9.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband