Hugsum betur hafsbotninn

Það er vitað mál að hinar miklu togveiðar hér við land hafa sléttað verulega hafsbotnin og þar af leiðandi minna skjól verið fyrir fiskinn en hann hefur oft safnast saman við rif, hóla og kanta og eins þar sem skipsflök liggja.  Þetta hefur margoft verið myndað neðansjávar þar sem þetta sést mjög vel.  Eins er frægt flak vestur af Látrabjargi sem er stórt skip sem sökk þar á stríðsárunum og þeir skipstjórar sem hafa komist uppá lagið að toga við þetta flak hafa oft lent í ævintýralegum afla.  Mig minnir að þetta flak gangi undir nafninu Blanka.   Nú hefur verið svo hér á landi að bannað hefur verið að farga skipum með því að sökkva þeim og hafa þess vegna skip sem hætt er að gera út safnast saman víða í höfnum landsins þar sem þau grotna niður öllum til ama og leiðinda og eru að lokum seld í brotajárn fyrir lítinn pening.  Við ættum að snúa þessu við og setja sem skilyrði að við förgun skipa verði þeim sökkt víða á veiðislóðum, það ætti auðvitað að ganga þannig frá skipunum að ekki væri hætta á mengun frá þeim.  Eins og tæknin er orðin í dag þegar flest skip og bátar eru komin með tölvubúnað með fullkomnum sjókortum og nákvæmum staðsetningarbúnaði væri auðvelt að merkja inná þau kort hvar hvert og eitt skip liggur.  Væri því auðvelt fyrir fiskiskipin að forðast að festa veiðarfæri í þessum flökum.  Skip sem er á togveiðum getur auðveldlega lyft trollinu uppí sjó á meðan farið er yfir viðkomandi flak eða sveigt framhjá því.  Þau skip sem eru á línu- eða netaveiðum farið til hliðar við flökin og það sama á við um dragnótabáta.  Með þessu sköpuðum við á vissum svæðum ákveðna möguleika fyrir fiskinn til að safnast saman og fá að vera í friði, þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem fiskurinn hrygnir því þá þarf hann mest á því að halda að finna eitthvað skjól. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður. Þetta var gert í Oslóarfirði fyrir nokkrum árum. Hvernig væri að setja þessa grein inn hjá Kristni Péturssyni. kristinnp@bog.is Kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir 12.9.2007 kl. 00:52

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Kristinn Pétursson er einn af mínum bloggvinum svo hann sér þetta hjá mér.  Já þetta er rétt hjá þér var gert í Oslóarfirði fyrir nokkrum árum og hugmyndir hafa verið að gera þetta víðar.

Jakob Falur Kristinsson, 12.9.2007 kl. 10:50

3 identicon

Sæll aftur.

Haltu áfram að koma með góða umfjöllun um hafið "Lengi tekur sjórinn við" var sagt en sjórinn er búinn að fá nóg af eyðileggingu en nú þarf að snúa vörn í sókn. Þetta með að sökkva skipum sem eru ekki mengandi er mjög sniðugt og þar mun hafsbotninn jafna sig með tíð og tíma. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir 12.9.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband