Flateyri

 

Af hverju var maðurinn að kaupa þetta fyrirtæki ef þörf er á sértækri aðstoð til að geta hafið rekstur?

Hefði ekki verið skynsamlegra að hugsa málið aðeins betur og gera skynsamlega rekstraráætlun áður en farið var útí þessi kaup.  Annars hefur Kristján Erlingsson verið talsvert í fréttum þar sem hann hefur verið með stórar yfirlýsingar um útflutning á ferskum afurðum með flugi frá Þingeyrarflugvelli og sagt að hann væri búinn að tryggja sér flugvél í verkefnið.  En nú á sem sagt bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að bjarga málunum.  Var ekki byrjað á öfugum enda?


mbl.is Oddatá óskar eftir sértækri aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er áleitin spurning hvort hægt sé að ætlast til þes að þú kynnir þér lítilega mál áður en þú ferð að tjá þig um þau.

Settu þig aðeins inn í þetta byggðakvótamál og segðu okkur svo hvað er rétt og hvað er vitlaust í lífinu.

Guðmundur Sigurðsson 12.9.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tek undir með nafna mínum. Þekki Kristán Erlingsson mjög vel, og
hans mjög svo breyttu aðstöðu í dag, sem hann sá alls ekki fyrir.
Hef tröllatrú  á Kristjáni vini mínum, og sendi honum báráttukveðjur!
Og til minnar heimabyggðar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2007 kl. 01:06

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég skrifa ekki um mál nema telja mig þekkja þau nokkuð vel og þekki málefni byggðakvóta mjög vel því í minni gömlu heimabyggð eru menn að glíma við svipuð vandamál og á Flateyri.  En skil ekki alveg hvernig það á að hjálpa mér að segja til um hvað er rétt og hvað er vitlaust í lífinu.  Ég er ekki fær um það frekar en aðrir dauðlegir menn. 

Hvað er það Guðmundur Jónas sem Kristján Erlingsson sá ekki fyrir?  Ekki er það niðurskurður á þorskkvótanum, það var vitað í mars/apríl.  Það má ekki skilja orð mín svo að ég sé á móti því að allur byggðakvóti Ísafjarðarbæjar fari til Flateyrar það ætti að vera sjálfsagt mál og ekki þurfa neinar sértækar aðgerðir einungis einfalda samþykkt bæjarstjórnar eins og gert var á Þingeyri á sínum tíma.  Ég hefði í sporum Kristjáns haft þann fyrirvara í kaupunum að byggðakvóti fengist.  Það er alltaf erfiðara að glíma við svona mál eftir á og það var mín meining þegar ég orðaði það þannig að byrjað hefði verið á öfugum enda.

Jakob Falur Kristinsson, 12.9.2007 kl. 10:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona innilega að þetta gangi hjá honum.  Það er allt of mikið í húfi hérna.  Ég skil samt hvað þú ert að fara.  Ef til vill hafa legið fyrir einhverjar viljayfirlýsingar sem ekki standast svo. Hver veit.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 11:00

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég vona líka að þetta gangi hjá Kristjáni, ég þekki svo vel af eigin reynslu þessi mál og væri síðasti maður til að gagnrýna þá aðila sem eru þó að reyna að berjast í þessum litlu byggðalögum fyrir tilverurétti þeirra og hafi einhver skilið skrif mín á annan veg er það misskilningur.

Jakob Falur Kristinsson, 12.9.2007 kl. 16:54

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það var aðallega tvennt sem Kristján sá ekki fyrir Jakob. Hann
var búinn að kaupa aðstöðuna þó nokkru áður en hin mikla
kvótaskerðing kom til. Sá hana ekki fyrir frekar en aðrir. Tel það aðal ástæðuna. Svo veit ég að fráfall frænda hans Einars Odds hefur verið mikið áfall, því ef ég þekki Einar rétt hefði hann gert allt til að hjálpa til í þessu eins og hann gerði í svo mörgu öðru þjóð
sinni til heilla...........  Hins vegar veit ég að Kristján ætlar sér að
berjast, enda allt í húfi fyrir Flateyri. Kristján byrjaði með tvær
hendur tómar í Uganda, og framkvæmdi ótrúlega mikla hluti
þar á 10 árum fyrir sinn dugnað.  ER maður sem virkilega hefur
fyrir hlutunum á sinn kostnað.

  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2007 kl. 21:48

7 identicon

Hvað er verið að reyna að gera þarna með ekkert nema útlendinga.......og svo á að reyna að fá aðstoð strax á fyrstu dögunum.......

Skil ekki svona......þó að maðurinn hafi gert það gott á síðustu 10 árum í Úganda........

skvísan 12.9.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband