Brim hf.

Nú er komið í ljós, sem margir óttuðust þegar Guðmundur vinalausi keypti fyrrum ÚA að hann færi burt frá Akureyri með allan aflakvótann og næsta öruggt að síðan kemur að lokun á landvinnslu ÚA og þetta stolt Akureyringa í marga áratugi heyrir brátt sögunni til.  Enda ekki langt síðan að að þessi maður keypti húsnæðið þar sem Jón Ásbjörnsson hefur rekið lengi salfiskverkun í Reykjavík og heyrst hefur að Brim hf. hafi sýnt húsnæði HB-Granda hf. áhuga, en eins og kunnugt er stefnir það fyrirtæki á að flytja sína starfsemi á Akranes.  Þetta virðist vera sami leikur og þessi sami maður lék á Ísafirði fyrir nokkrum árum þegar hann keypti fyrirtækið Básafell hf.  En því miður svona er kvótakerfið.  Þeir sem komast yfir aflakvóta hafa þann rétt að geta ráðstafað honum eins og þeir vilja og þurfa hvorki að hugsa um starfsfólk eða viðkomandi byggðalag.  Þó er rétt að taka það fram til að sanngirni sé gætt að Guðmundur Kristjánsson hefur þurft að kaupa aflakvótann bæði á Akureyri og Ísafirði og vafalaust þurft að taka veruleg lán til þess sem hann þarf að standa skil á.  Og frá því sjónarmiði er ósköp eðlilegt að hann geri þær ráðstafanir sem hann telur koma sínum rekstri best. Það er því mikill munur á Guðmundi sem hefur keypt nánast allan sinn kvóta og mörgum sem eru að braska með kvóta sem þeir fengu að gjöf frá íslenska ríkinu eða keyptu á fyrstu árum kvótakerfisins þegar verðið var mjög lágt og hafa grætt miljarða á sínu braski.  Akureyringar hafa ekki gagnrýnt þetta kerfi, frekar hælt því vegna þess að þeir hafa frá því að þetta kvótakerfi var tekið upp aðeins kynnst annarri hlið þess, það er að kvóti hefur verið að streyma til þeirra frá öðrum byggðalögum en nú fá þeir að kynnast hinni hliðinni sem er öllu verri þegar kvótinn fer í burtu, sem er reynsla sem mörg byggðalög hafa mátt þola, meðal annars þar sem ég bý núna í Sandgerði, héðan fór nánast allur aflakvótinn eða um 10 þúsund tonn til Akranes við sameiningu HB og Miðnes hf.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband