Að gera grín að trú annarra

Mörgum finnst mjög sniðugt að gera grín að trúuðu fólki og þess vegna ætla ég að koma með smá sögu sem er sönn.

Gömul kona sem bjó ein í blokkaríbúð í Reykjavík var mjög trúuð.  Hún hafði ekki mikla peninga á milli handanna frekar en venjulegt eldra fólk á Íslandi í næstu íbúð fyrir ofan bjuggu nokkrir sjómenn sem voru nýkomnir í land eftir góða veiðiferð  á frystitogara og höfðu þar af leiðandi talsvert mikla peninga.  Þannig háttað til í þessari blokk að hver hæð var dreginn aðeins inn og var því gott útsýni úr hverri efri íbúð á svalir þeirrar neðri.  Sjómennirnir voru með mikinn gleðskap fyrsta kvöldið þegar þeir komu í land og spiluðu tónlist af fullum krafti og eins og eðlilegt er var mikill hávaði langt fram á nótt svo gömlu konunni gekk illa að sofna sem endaði með því að hún fór út á svalirnar hjá sér til að fara með bænirnar sem hún gerði á hverju kvöldi og þegar hún er stödd þarna að ræða við sinn Guð er einn úr partýinu staddur á svölunum fyrir ofan og fylgdist með gömlu konunni og þegar hún breiðir út faðminn í átt til himins og biður Guð um hjálp til að bæta líf sitt, kallar sá á efri svölunum á félaga sína til að fylgjast með, því honum fannst þetta svo sniðugt.  Félagarnir taka sig þá til og fara að láta detta einn og einn fimm þúsund kall niður til konunnar sem hún tíndi upp og þakkaði Guði fyrir í hvert skipti.  Þegar þetta hafði gengið í nokkra stund ráku þeir upp tröllahlátur og kölluðu niður til konunnar "Þetta er nú bara við en ekki Guð sem erum að hjálpa þér og reyna að kenna þér að Guð er ekki til"  Sú gamla lét ekki slá sig út af laginu og svaraði á móti "Jú hann er víst til og meira segja notar hann vitleysinga eins og ykkur til að gera góðverk" síðan fór hún inní sína íbúð með seðlabúntið sem hún var búin að tína upp af svölunum, en á efri svölunum stóðu svekktir brandarakarlar nokkrum tug þúsundunum fátækari og var ekki hlátur í huga þegar þeir fóru aftur inn í sína íbúð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband