Hafið

Það var oft sagt "Lengi tekur sjórinn við"en öll vitum við í dag að of langt hefur verið gengið í þeim efnum og í dag koma flest okkar fiskiskip með allt sorp í land í stað þess að kasta öllu í hafið.  Við höfum komið upp ströngu eftirliti til að draga úr mengun hafsins og víða verið unnið gott starf hvað varðar hreinsun strandlengjunnar.  En hefur okkur yfirsést eitthvað, því eitthverjar breytingar eru að eiga sér stað varðandi vistkerfið í sjónum og sumt getum við ekki ráðið við eða erum orðin of sein að bregðast við.  Má þar nefna krabbakvikindi sem tekið hafa sér bólfestu í Hvalfirði og talið að hafi borist hingað á botnum stórra flutningaskipa sem hafa tíða viðkomu í Hvalfirði vegna þeirrar stóriðju sem þar starfar.  Mér skilst að þetta séu einhver skaðræðiskvikindi og hætta á að þau eigi eftir að ná til fleiri svæða við landið og má benda á að fyrir mörgum árum fóru Rússar að rækta hjá sér einhverja tröllakrabba og misstu svo stjórn á öllu saman og þessir krabbar fór síðan yfir til Noregs og ullu þar miklum skaða.  Mig minnir að Páll Bergþórsson fyrrum veðurfræðingur hafi verið með ákveðna kenningu um samspil milli hrygninu fiska við suðuströndina og hlaupa úr jökulám á sama svæði.  Nú er það að ske við Suðurland að sandsílastofninn er nánast hruninn og sjófuglar koma ekki upp ungum vegna fæðuskorts þótt sandsíli finnist í verulegu magni við Vestfirði og Norðurland.  Ég er ekki neinn sérfræðingur á þessu sviði einungis áhugamaður um hafið og það líf sem þar á að blómstra.  Er hugsanlegt að þetta geti stafað af öllum þeim virkjunum sem byggðar hafa verið á Suðurlandi á undanförnum 40 árum vegna stóriðju?   Hinsvegar tel ég að nú þegar stjórnvöld eru að tilkynna um  rúma 10 milljarða í mótvægisaðgerðum vegna minnkandi þorsksstofns mætti huga aðeins betur að rannsóknum í hafinu til að reyna að finna skýringu á hvað hefur orsakað þessa skekkju sem virðist kominn í vistkerfi hafsins.  Við eigum nóg af vísindamönnum og fullkomin skip til hafrannsókna en þau hafa því miður legið í höfn stóran hluta ársins þar sem ekki eru til fjármunir til að halda þeim í rekstri allt árið.  Er ekki komið nóg af fjáraustri til þess eins að verja núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi?  Gefur nafnið Hafrannsóknarstofnun ekki nokkuð skýrt til kynna hvað sú stofnun á að gera?  Spyr sá sem ekki veit. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband