Vímuefnanotkun

 

Gott hjá þeim ef tekst að halda unglingunum frá þessu andskotans eitri a.m.k. því ólöglega, en reykingar hef ég ekki efni á að fordæma þar sem ég hef reykt í rúm 40 ár og ætla aldrei að hætta og þegar ég þurfti að fara á Reykjalund eftir alvarlegt slys var það eitt af því fyrsta sem ég spurði um hvort einhverstaðar væri leyft að reykja og fékk þá þær gleðifréttir að það væri sérstakt reykherbergi.  Þar var líka boðið uppá námskeið til að hætta að reykja og dreif ég mig á það og þegar í ljós kom hvað ég reykti mikið var talið að ég þyrfti að fá sérstakt lyf sem verkar þannig að fólki finnst hreinlega vont að reykja.  Til að ég gæti fengið þetta lyf þurfti samþykki hjá mínum læknir á Reykjalundi og þegar ég ræddi þetta við hana sagði hún mér að ég þyrfti að vera í svo stífum æfingum að hún óttaðist að það yrði of mikið fyrir mig að ætla á sama tíma að hætta að reykja og hætt væri við að ég myndi verða órólegur og missa einbeitinguna við æfingarnar og ráðlagði mér að bíða og voru það miklar gleðifréttir og ég hélt áfram að skrölta á mínum hjólastól í reykaðstöðuna.   Ef ég var spurður afhverju ég hefði hætt á námskeiðinu gat ég sagt með góðri samvisku að ég væri að reykja samkvæmt læknisráði.  Hinsvegar er nú svo komið að hvergi má orðið reykja og við sem það gerum nánast ofsóttir í þjóðfélaginu.   En áfengi misnotaði ég en mér hefur þó tekist að hætt viðskiptum við Bakkus og vonandi verður það varanlegt. 


mbl.is Vímuefnanotkun unglinga á Vestfjörðum minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jakob.

Já það er ánægjulegt þegar hægt er að mæla minnkandi notkun vímuefna sannarlega.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.9.2007 kl. 00:24

2 identicon

"Gott hjá þeim ef tekst að halda unglingunum frá þessu andskotans eitri a.m.k. því ólöglega, en reykingar hef ég ekki efni á að fordæma þar sem ég hef reykt í rúm 40 ár og ætla aldrei að hætta"

Ég prófa hass, amfetamín og E-pillur nokkrum sinnum á ári, hef gert það í fjölda ára. Hinsvegar þegar ég prófaði að reykja tóbak þá tók mig varla viku að þurfa að reykja margar á dag.

Finnst alltaf jafn leiðinlegt þegar fólk fellur fyrir rétthugsunar-stefnunni, að fólk í ólöglegu efnunum sé alltaf í "rugli" og að það sé bara hægt að nota löglegu í hófi. Það á að setja öll fíkniefni undir sama hatt, enda eru þau öll ávanabindandi og geta valdið heilsutjóni.

Núverandi fíkniefnastefna er ein mesta hræsni sem mannkynið hefur tekið upp á.

Geiri 13.9.2007 kl. 02:44

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sem betur fer hef ég aldrei prófað neitt af þessum efnum.  Hinsvegar hef ég hlustað á fjölda fyrirlestra um fíkniefni.  Ég var ekki að falla fyrir neinni rétthugsandsstefnu og halda því fram að neytendur á ólöglegum efnum væru alltaf í einhverju rugli.  Það sem þú segir um mun á að reykja hass og tóbak þ.e. að fólk verði strax háðara tóbaki frekar en hassi á sér eðlilega skýringu.  Það er staðreynd að tóbakið fer mun fljótara úr líkamanum en hassið sem hinsvegar hleðst uppí hausnum á fólki og talið er að eftir að reykja hass taki það líkamann um viku þar til það er horfið.  Þórarinn Tyrfingsson læknir á Vogi hefur líkt þessu við að sá sem reykir hass á mánudegi sé með álíka magn í sínum líkama á föstudegi og ef viðkomandi væri þá nýbúinn að drekka hálfan lítra af sterku áfengi.  Það er alveg rétt hjá þér að öll þessi efni bæði lögleg og ólögleg valda heilsutjóni en samt verðum við að gera mun á notkun þess sem er löglegt og ólöglegt.  Þótt ég reyki veit ég að það er ólöglegt á veitingarhúsum og víðar og virði ég það bann.

En talandi um að vera í rugli tala nú staðreyndirnar sínu máli stór hluti þeirra sem handteknir eru vegna ofbeldis og þjónaði er er fólk sem hefur verið að nota ólögleg fíkniefni og jafnframt blaðað neyslu á áfengi saman við og orðið kolruglað.  Það getur einnig átt við um ofneyslu á áfengi sem betur fer er ég hættur að nota. Ég mynnist þess ekki að hafa heyrt um neinn sem hefur orðið ruglaður af tóbaksreykingum.

Jakob Falur Kristinsson, 13.9.2007 kl. 11:35

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Leiðinleg stafsetningarvilla hjá mér þar sem stendur blaðað á auðvita að vera blandað.  Leiðrétt hér með.

Jakob Falur Kristinsson, 13.9.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband