Reynir að hætta með stæl

Karl Steinar Guðnason var að láta af störfum sem forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins vegna aldurs og er rétt staðinn uppúr forstjórastólnum þegar hann kemur með stórar yfirlýsingar í fjölmiðlum um þessa stofnun sem hann hefur stjórnað nokkuð lengi.  Hann segir þau lög sem þessi stofnun starfi eftir vera nánast handónýt, úrelt, stagbætt mörgum sinnum og skyndiplástrar hafi verið settir hér og þar til að reyna að láta þetta apparat ganga í langan tíma.  ný skipaður formaður Benedikt Jóhannsson, sem er skipaður af núverandi heilbrigðisráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni, tekur svo undir allt saman og hver skyldi svo bera ábyrgðina á þessu ástandi?  Jú aumingja Framsókn sem hefur farið með stjórn heilbrigðisráðherramála sl. 12 ár.  En var ekki Sjálfstæðisflokkurinn líka í ríkisstjórn og gamli Alþýðuflokkurinn með honum þar á undan og heilög Jóhanna félagsmálaráðherra flokksystir Karls Steinars á sínum tíma.  Ég er nú ekki hrifinn af Framsókn en að skella nú allri sök á þann flokk finnst mér frekar lítilmannlegt, ég veit ekki betur en Framsókn hafi verið í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn eins og hlýðinn hundur.  Ég veit að Karl Steinar er að segja satt og rétt frá þegar hann er með þessar yfirlýsingar sínar, en hvers vegna í ósköpunum gat maðurinn setið rólegur í forstjórastólnum í öll þessi ár án þess að gera nokkurn skapaðan hlut til að fá þessu breytt.  Afhverju virkaði hann ekki eins og alvöru forstjóri í alvöru fyrirtæki og barði í borði og lét stjórnvöld heyra á hverjum tíma í hvaða ruglveröld þessi stöfnun væri kominn í og hótaði að segja af sér.  Nei hann valdi heldur að horfa þegjandi á allt óréttlætið sem hann lýsir nú til að halda sínu starfi.  Forstjórastólinn var honum dýrmætari en allt ranglætið sem nokkur þúsund viðskiptavinir hans  máttu þola það kom honum hreinlega ekkert við fyrr en núna þegar hann lætur af störfum og getur ekki haft nein áhrif þarna lengur.  nú verður fróðlegt að fylgjast með hver tekur við af Karli Steinari því sú hefð hefur skapast að þessi stóll væri frátekinn fyrir gamla KRATA sem væru orðnir uppgjefnir í pólitíkinni og fengu þarna notarlegt elliheimili.  Verður þetta óbreytt hjá núverandi ríkisstjórn?  Vonandi ekki því þarna þarf miðað mið lýsingar Karls Steinars virkilega drífandi mann sem hefur kjark og getur tekið til hendinni í að laga það sem laga þarf.  Að lokum óska ég Karli Steinari góðrar framtíðar á nýju elliheimili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er mikið rétt hjá þér Jakob. Þarna kemur aftur að "goggunarröðinni"það hefur lengi vel ekki verið hæfni fólks sem ræður mikilvægustu störfunum heldur er það og"afdanka" pólitíkusar sem að fá störfin. Já til dæmmis eins og Davíð í Seðlabankanum og svo mætti lengi telja.

Ekki hef ég trú á því að Þeri sem stjórna núna þori að breyta því.

Ég reyndi að auðvelda fyrirgreiðslur þegar ég var formaður Samtaka sykursjúkra og það var mjög svo erfitt að fá hlustun. Ef ég fékk það, þá breyttist ekkert.

Tryggingarstofnuninn er barns síns tíma og þarf mikilla breytinga við.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.9.2007 kl. 09:52

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

það er mikið til í þessu há þér Jakob.

Starf forstjóra Tryggingarstofnunnar er svona "afdanka" starf til að koma fólki fyrir, eins og í Sendiherrastöðurnar og Seðlabankastjóra.

Það þorir engin að takast á við slíkar ráðningar. Karl Steinar réi greinilega litlu en þurfti að vera í vinnu, eins og við öll.

Ég reyndi að hafa samstarf við Tryggingarstofnun fyrir all nokkrum árum þegar ég var formaður Samtaka sykursjúkra og þetta minnti mig á "Steinöld". Það var hlustað en svo gerðist ekki neitt. Tryggingarstöfnun er barns síns tíma og hana þarf að stokka upp.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.9.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já því miður er þetta staðreynd í okkar þjóðfélagi, sem margir líta á sem sjálfsagt og eðlilegt.  Annars vantaði inní greinina margt af því sem Karl Steinar skrifaði um TR og þar sem ég hef nú fengið í hendur skrif hans í heild mun ég skrifa aðra grein til að fara betur yfir ansi mörg atriði.  Hinsvegar er núna búið að ráða nýjan forstjóra sem er Sigríður Lillý Baldursdóttir sem áður var einn af yfirmönnum hjá TR og er því vel kunnug öllum aðstæðum þar, eins hefur hún starfað mikið innan stjórnkerfisins og hefur því mikla reynslu.  Virðist því ekki vera um pólitíska ráðningu að ræða.

Jakob Falur Kristinsson, 17.9.2007 kl. 11:23

4 identicon

Sæll Jakob.

Frábær grein. Það er mikið óréttlæti í gangi á Íslandi, þar sem á að vera svo mikið GÓÐÆRI. Ég hef ekki orðið vör við þetta góðæri. Það tekur oft á að heyra um fólk sem þarf að lifa á loftinu einu saman. Síðasta dæmi var um einstæða móðir sem bjó í bíl með barni sínu, börnum sínum? í bíl vinar síns. Það er skömm að þessu.

Gangi þér vel í baráttunni. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir 17.9.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband