Auðmenn Íslands

Tvær nýlegar fréttir vöktu athygli mína, annars vegar frétt um að hópur ríkra íslendinga ætlað sér að leggja fram verulegar fjárupphæðir til þess að byggja nýjan grunnskóla í Reykjavík, sem væri ætlað að koma í stað Öskjuhlíðarskóla og Safarmýraskóla sem yrðu sameinaðir.  Í Öskjuhlíðarskóla stunda nær eingöngu nám fötluð börn og tekið var fram að hinn nýji skóli yrði hannaður sérstaklega með tilliti til þeirra og í viðtali í sjónvarpinu sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður Menntamálaráðs borgarinnar, að þessi stuðningur væri veruleg upphæð og skipti miklu máli til að hægt væri að hrinda þessari framkvæmd af stað.  Hann sagði að Öskjuhlíðarskóli væri barn síns tíma og aldrei hefði í reynd verið lokið við að byggja þær byggingar sem fyrirhugaðar voru og gæti því ekki þjónað fötluðum börnum eins og best væri á kosið.   Það kom líka fram að þessi hópur óskaði nafnleyndar.

Hin fréttin var um að Róbert Wessman forstjóri Actavis hefði á kveðið að gefa einn milljarð úr eigin vasa til Háskólans í Reykjavík sem er að fara af stað með nýbyggingu fyrir skólann í Öskjuhlíð.  Í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík kom fram að þessi stuðningur skipti skólans miklu máli, ekki bara varðandi hina nýju byggingu heldur styrkti þetta líka verulega starf skólans og vonast var til að fleiri auðmenn fylgdu í kjölfarið.  Í sambandi við gjöf Róberts var að sjálfsögðu haldinn blaðamannafundur og hann myndaður í bak og fyrir og gat baðað sig í sviðsljósinu sem hann greinilega naut ákaflega vel.

Það er auðvitað fagnaðarefni þegar fólk sem hefur yfir að ráða svo miklum fjármunum að það varla veit hvernig það eigi að eyða þeim, skuli nýta sína peninga til að styrkja góð mál og ber að þakka slíkt framtak. 

En nú langar mig að spyrja fólk: 

Hvort málefnið er mikilvægara?

Hver gæti hugsanlega verið ástæða þess að fyrrnefndi hópurinn óskaði nafnleyndar en ekki Róbert Wessmann?

Er hugsanleg ástæða eins og ég tel að hópnum sem óskar nafnleyndar er stýrt af KONU


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ja maður spyr sig !

Guðrún Jóhannesdóttir, 18.9.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband