Vanræksla

Alltaf snertir það mann talsvert þegar koma slæmar fréttir af litlum börnum.  Má þar nefna morð á 5 ára stúlku í Sviss, sem hvarf 31. júlí sl. og hefur verið leitað síðan, en þá er talið að henni hafi verið rænt og síðan myrt og sá aðili sem var undir grun lögreglu framdi sjálfsmorð, hvarfi lítillar stúlku í Portúgal og svo kemur þetta til viðbótar.  Sem betur fer er þessi þriggja ára stúlka komin í umsjón góðra aðila og vel hugsað um hana.  Talið er að stúlkan sem fannst á lestarstöð í Melbourne hafi verið skilin þar eftir af föður sínum á laugardag.  En nú er óttast um móður stúlkunnar, en ekkert hefur til hennar spurst frá því 10. september.  Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig að því hvort ekki sé allt í lagi með þetta fólk.  Auðvitað er ekki hægt að ásaka beint foreldra stúlkunnar sem var rænt og myrt í Sviss, en rétt er að benda á að foreldrum barna sem eru ekki eldri en 5 ára ætti að vera nokkuð ljóst að úti í hinum stóra heimi má aldrei gleyma að pass vandlega slíkt barn.  Hvað varðar litlu stúlkuna í Portúgal er það svo augljóst kæruleysi að foreldrar sem eru frá Bretlandi, skilji svo lítið barn eftir sofandi á hótelherbergi í erlendu landi ásamt yngri systkinum og fara svo áhyggjulaus út að borða, enda er það mál orðið allt hið undarlegasta.  En varðandi þessa þriggja ára stúlku sem fannst í Ástralíu en á reyndar heima á Nýja Sjálandi er stór spurning, hvað var faðir hennar að hugsa, þótt hann kunni að hafa myrt móður hennar taldi hann sig vera að bjarga barni sínu með því að skilja það eitt eftir  á lestarstöð í erlendri stórborg.  Það var mikið lán að einhver brjálæðingurinn fann ekki barnið á undan lögreglunni.  Því miður má rekja mörg álíka mál til kæruleysis og vanrækslu foreldra.  Til hvers er þetta fólk að eignast börn?
mbl.is Óttast um móður stúlku sem skilin var eftir á lestarstöð í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband