Góður þáttur

Nú er farinn af stað aftur þátturinn Kompás á Stöð 2 og var sá fyrsti í gærkvöldi.  Sá þáttur fjallaði um kynferðislega misnotkun á börnum og var sérstaklega tekið fyrir mál lögfræðingsins Róberts Árna Hreiðarssonar sem hefur verið ákærður um slíkan verknað.  Eins og oftast áður var þátturinn vel undirbúnir af hálfu þeirra Kompás-manna.  Það fór um mann hrollur þegar upplýst var í þættinum að fyrrnefndur lögfræðingur sem bíður dóms, fær enn að starfa sem slíkur og hefur undanfarið einbeitt sér mikið af því að verja barnaníðinga og þar af leiðandi fengið að vera viðstaddur skýrslutökur í Barnahúsi og það eitt að vera verjandi barnaníðings veitir honum rétt til að fá aðgang að skýrslum lækna og sálfræðinga um öll börn sem hafa lent í barnaníðingum og ákært hefur verið í.  Jafnvel hefur hann haft tök á að skoða öll gögn sem varða hans eigin glæpi, það var nánast sama hvar fréttamenn Kompás reyndu að fá uppgefið hvers vegna maðurinn gengi enn laus og héldi sig við fyrri iðju, allstaðar var nánast gengið á vegg og hver vísaði á annan, þeir sem þó veittu viðtöl og voru að reyna að útskýra afhverju þetta væri svona voru nokkuð sammála um að þetta væri ólýðandi ástand sem virtist ekki vera hægt að taka á.  Talsmaður Stígamóta sagði að þar væru reglulega haldnir fundir til að ræða svona mál og á þá hefðu m.a. komið þingmenn, ráðherrar,  lögregla, landlæknir  ofl. en hingað til hefði það ekki skilað neinu.  Það hefðu allur skilning á vandamálinu en enginn aðili sæi neina lausan.  Þessi kona sem kom fram fyrir Stígamót sagði að inná þeirra borð hefðu komið mörg mál um kynferðislega misnotkun á börnum og þetta væri að finna í öllum stigum þjóðfélagsins og nefndi hún lækna, lögmenn, þingmenn og fleiri aðila sem væru í háum embættum í þjóðfélaginu.  Það var rætt við formann Lögmannafélags Íslands og hann sagði ekki vera svo einfalt að stoppa þennan mann því siðareglur félagsins næðu ekki yfir svona atvik og tók einnig fram að það væri meiriháttar mál að svipta lögmann atvinnuréttindum sínum og til að það væri hægt yrði að breyta siðareglum félagsins og það væri ekki gert nema ef ábending kæmi um slíkt frá lögreglu og sannað væri að viðkomandi hefði brotið af sér í starfi sem lögmaður.  Hann kom einnig inn á að slík skerðing á atvinnufrelsi lögmanns væri mjög sárt fyrir viðkomandi aðila.  Þar höfum við það, ef ég skil málið rétt þá er það skoðun formanns Lögmannafélags Íslands að það vegi þyngra að hinn meinti glæpamaður verði atvinnulaus og jafnver sárni sú aðgerð, en að taka þátt í að stoppa hann af í því að níðast á saklausum börnum.  Þurfum við kannski að horfa uppá að þótt Róbert Árni verði dæmdur sekur þann 27. sept. n.k. að þá geti hann áfram haldið sínum lögmannsréttindum vegna þess að hann hefur ekki brotið af sér í starfi sem lögmaður.   Er virkilega svo komið í okkar þjóðfélagi að samtryggingin hjá ákveðnum aðilum er orðin svo mikil að þeir sem bera einhverja titla komist upp með hvað sem er.  Ef það er skortur á siðareglu hjá Lögmannafélagi Íslands, myndi maður ætla að auðvelt væri að breyta þeim reglum, því það hlýtur að vera félagið sjálft  sem býr þessar reglur til.  Er það vilji Lögmannafélags Íslands að lendi í þeirri stöðu að vera talinn sérstakur verndari barnaníðinga.  Það var einnig rætt við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og í svari hans kom fram að hann gæti ekki svipt lögmann réttindum sínum nema beiðni um slíkt komi frá Lögmannafélagi Íslands, sem verður að fá staðfestingu frá lögreglu um brot í starfi og lokast þá hringurinn og ekkert er gert.  Kompásþátturinn endaði svo á því að tilkynnt var að þeir myndu fylgja þessu máli fast eftir, sem ég þykist vita að þeir geri örugglega.  Allt fram til þessa hefur það þótt sjálfsagt mál að lögreglan lokaði þá inni sem taldir eru vera hættulegir í þjóðfélaginu þótt ekki væri búið að kveða upp dóm yfir þeim.  En Róbert Árni Hreiðarsson er að því virðis að mati lögreglu ekki vera talinn hættulegur maður því hann níðist eingöngu á saklausum börnum.  Þetta er Ísland í dag.

Annars kom það mér ekki á óvart þegar upplýst var hvað þessi lögfræðingur heitir.  Því fyrir um 15 árum síðan átti ég viðskipti við hann sem lögfræðing þegar hann auglýsti í ákveðnu dagblaði eftir ákveðinn gerð af fiskvinnsluvél, sem vildi svo til að ég átti og þurfti að losna við.  Hafði ég samband við Róbert og hann sagðist vera að kaupa þessa vél fyrir ákveðinn aðila í Færeyjum og hún yrði staðgreidd um leið og hún væri kominn í skip á leið til Færeyja og sendi mér á faxi staðfestingu frá þeim aðila og við sömdum um verð sem var 1,5 milljónir og ég sendi vélina til Færeyja en ekki kom greiðslan og hringdi ég þá til Færeyja og fékk þar staðfest að greiðslan hefði verið lögð inná bankareikning Róberts Árna Heiðarsonar og fékk ég meira að segja senda kvittun fyrir greiðslunni.  Næst þegar ég átti leið til Reykjavíkur fór ég á hans lögmannsstofu og alltaf var maðurinn upptekinn og sendi mér þau skilaboð að koma á morgun, þannig gekk þetta í nokkra daga þar ég greip til þess ráðs að bíða í bílnum mínum fyrir utan skrifstofu hans einn morguninn og þegar hann var að koma til vinnu stökk ég út og greip í öxlina á honum og sagði að nú yrði hann að ræða við mig og sleppti honum ekki fyrr en við vorum komnir inná skrifstofuna og skellti ég þá fyrir framan hann kvittuninni um greiðslu fyrir vélina.  Hann byrjaði þá að væla og væla um að það væri svo mikið að gera og þetta hefði hreinlega gleymst hjá sér en peningarnir væru til staðar.  Ég sagði honum þá að hringja í bankann og láta millifæra þetta og þá kom heil buna af sögum um hvað allt væri erfitt hjá honum og inná reikningnum væru peningar frá svo mörgum aðilum að hann yrði að flokka þetta í sundur og spurði hvort ég væri ekki sáttur við að hann greiddi núna kr. 500.000,- og hitt kæmi eftir nokkra daga sem ég samþykkti og taldi betra að fá þó þennan pening en ekki neitt.  Þegar ég fór síðan í banka til að leggja inn þennan tékka sem hann lét mig hafa reyndist hann vera innistæðulaus.  Ég fór því daginn eftir og ætlaði að hitta Róbert var mér sagt að hann væri farinn í frí í nokkrar vikur.  Ég var ekki á því að gefast upp og hafði samband við Lögmannafélagið og sagði frá þessum viðskiptum og fékk ég þau svör þar á bæ að þeir gætu ekkert gert því að í svona máli hefði Róbert Árni ekki verið að vinna hefðbundin lögfræðistörf heldur verið í stöðu umboðsmanns, ég fór þá til Rannsóknarlögreglunnar og lagði þar fram öll gögn og sagðist vilja ákæra manninn og þar var tekið við þessu og gerð skýrsla og jafnframt látið í skyn að þetta fengi ég sennilega aldrei þeir væru með svo mörg álíka mál á þennan mann sem ekkert gengi að koma í gegn.  Það var svo nokkrum mánuðum seinna sem ég fyrir tilviljun mætti honum á götu í Reykjavík og var hann þá frekar illa til reika, blindfullur og kexruglaður.  Ég spurði hann hvernig væri með peningana og þá reif hann bara kjaft og fór að hóta mér öllu illu og gat þess í leiðinni að ég ætti börn sem ég skyldi passa betur ef ég léti sig ekki í friði.  Ég hef ekki hvorki heyrt né séð þennan mann síðan.  Eins og segir í texta í vinsælu lagi "Síðan eru liðin mörg ár"   Ég þarf því ekki að bíða eftir að dómur falli yfir þessum barnaníðingi til að vita að hann er alger óþverri og glæpamaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

MANNI VERÐUR ORÐA VANT ! og ÓGLATT

Hvað er eiginlega að ? Er þetta ekki bara hrein og kklár siðblinda hjá þessu félagi. AAAArrg, djöf verður maður reiður.  Er ekki með stöð2 og sá því ekki þennan þátt, en ég treysti þessu gengi vel til að fylgja þessu máli eftir. 

Kveðja af Skaganum 

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.9.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Ég efa það ekki að þú hefur lent í hremmingum hjá þessum tiltekna manni.

En er maðurinn ekki saklaus uns dæmt er í málinu ?

Eigum við kannski að hengja hann í næsta staur til að fullnægja "réttlætinu" eins og frændur okkar í arabalöndunum ?

Ég skal vera fyrsti maður til að hrauna gjörsamlega yfir þennan karl, ef hann verður dæmdur sekur, en þangað til ætla ég ekki að vera með stórar yfirlýsingar um mann sem hugsanlega gæti verið sýknaður. 

Ingólfur Þór Guðmundsson, 19.9.2007 kl. 13:33

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú auðvitað á hver maður að teljast saklaus þar til sekt hans er sönnuð og dómur fellur og ég er ekki að mælast til að hann verði tekinn og hengdur í næsta staur.  Ég er einungis að benda á að lögreglan hefur haft í varðhaldi menn sem eru að bíða dóms ef viðkomandi er talinn hættulegur í sínu umhverfi.  Það kom einnig fram í þættinum að sl. vor hefði þessi maður viðurkennt sumt af þessum brotum í viðtali við DV.  Þú nefnir að hugsanlega verði hann sýknaður og það gæti vel farið svo, því svo margir undarlegir dómar hafa fallið í álíka málum.  En finnst þér eðlilegt Ingólfur að á sama tíma og þessi maður er að bíða dóms vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum, starfi hann sem lögfræðingur við að verja aðra barnaníðinga og hafa þannig aðgang að ýmsum trúnaðarupplýsingum um börn sem ákært hefur verið fyrir í álíka málum og jafnvel haft aðgang að gögnum um sína eigin ákærendur?  Sem auka enn á líkur þess að maðurinn sleppi frá þessu.  Enda varla tilviljun að eftir að hann var ákærður hefur hann nánast einbeitt sér að verja barnaníðinga.  Hann gat meira að segja ekki verið viðstaddur þegar mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og af hverju?  Hann boðaði forföll þar sem hann var upptekinn að verja barnaníðing vestur á Ísafirði þann sama dag.

Jakob Falur Kristinsson, 19.9.2007 kl. 14:13

4 Smámynd: Fríða Eyland

Takk fyrir fróðleikinn Jakob, þú ert hetja dagsins

Baráttukveðjur 

Fríða Eyland, 19.9.2007 kl. 14:35

5 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

"Ég er einungis að benda á að lögreglan hefur haft í varðhaldi menn sem eru að bíða dóms ef viðkomandi er talinn hættulegur í sínu umhverfi." 

Og ég vil benda á það, að ef lögregla og/eða héraðsdómur hefði haft tilefni til (nægar sannanir væntanlega), þá hefði maðurinn farið í gæsluvarðhald. Stundum eru menn settir í gæsluvarðhald og stundum ekki. Það hefur ekki verið vaninn í kynferðisbrota málum, og allra síst þegar langur tími er liðinn frá meintu broti.

Menn eru settir í gæsluvarðhald/farbann ef þeir til að mynda eru handteknir og ákærðir sama dag/sömu viku og nauðgun/barnaníð á sér stað.  

"Það kom einnig fram í þættinum að sl. vor hefði þessi maður viðurkennt sumt af þessum brotum í viðtali við DV."

já á svipuðum tíma og login voru viðtöl uppá fólk (kom margsinnis fram á sínum tíma), og rangt haft eftir því ?

Mikið djöfull hlýtur að vera gott að hampa DV í einu orðinu og rakka það niður í næsta.

Ég er algjörlega hlynntur því að nöfn/myndir og allur pakkinn, sé birt af fólki sem er dæmt fyrir afbrot. Fyrir mér mættu þeir setja myndir af fólkinu við hvert einasta mál sem maður kíkir á, á www.haestirettur.is, til að mynda.

En menn eru klárlega saklausir þangað til þeir eru dæmdir sekir. Það eru fleiri þúsund manns ákærðir á ári hverju fyrir mismunandi sakir, sumir dæmdir sekir aðrir ekki.

Svo ég svari spurningu þinni, þá er ég alveg sammála þér í því að maðurinn á ekki að vera starfandi á meðan mál hans er í fullum gangi.

En ég get ekki alveg séð hvernig hægt væri að framkvæma það í praksis. Hefði átt að taka af honum starfsréttindi sín frá því að fyrsta ákæra barst árið 2005 eða 2006, og þá væntanlega bara meina honum að vinna nokkursstaðar á meðan að mál hans væri í vinnslu (þessi 2-3 ár sem að mál eru yfirleitt að velkjast um í kerfinu) ?

Hitt er svo annað mál að maðurinn á náttúrulega ekki að koma að barnaverndarmálum yfir höfuð. En það er auðvitað eitthvað sem þyrfti að ræða á milli Dómsmálaráðuneytisins og Barnaverndarhúss (eða barnaverndastofu, eða barnastofu, eða hvað þeir kalla sig þessa stundina), og það er eitthvað sem að stjórnvöld, sem sitja báðum megin borðs í þessum stofnunum ættu að geta fundið útúr, ef vilji er fyrir hendi. 

En við getum alveg snúið bökum saman ef maðurinn verður dæmdur sekur, ef ekki þá verða þeir sem hæst hafa gólað um þetta mál, álíka kjánalegir og fíflin sem görguðu hæst í Lúkasarmálinu !

Ingólfur Þór Guðmundsson, 19.9.2007 kl. 14:52

6 identicon

Þetta ógeð á heima í Traðarlandi 12, 108 Reykjavík

Legg til að fólk fari heim til hans og láti skoðanir sínar í ljós.

Systir mín var misnotuð þegar hún var yngri og hún hefur aldrei beðið þess bætur. 

Heimir Fredriksson 19.9.2007 kl. 16:10

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég skil ekki Ingólfur hvernig þú getur tekið upp hanskana fyrir þennan mann.  Og talandi um lygar og gól út í loftið og skort á sönnunum er nú bara púðurskot út í loftið hjá þér.  Því fyrir liggur að lögreglan gerði húsleit heima hjá þessum manni og fann í tölvu hans fullt af barnaklámi og eins er sannað að hann var að vafra um á MSN á netinu, þar sem hann þóttist vera 17 ára unglingur og birti mynd af unglingi sem gat passað við 17 ára ungling en maðurinn er 59 ára, finnst þér það eðlilegt hjá starfandi lögmanni?  Já þú segi að það hafi ekki verið venja að setja menn í gæsluvarðhald í kynferðisbrotamálum.  Það kann vel að vera rétt en er þá ekki kominn tími til að breyta þeirri venju?.  Ég þekki nokkuð vel til hvernig þeir vinna sem starfa við þessa Kompásþætti því í byrjun maí þegar þeir voru að fjalla um svindl í kvótakerfinu, játaði ég á mig stórfellt svindl í því kerfi hér á minni bloggsíðu og var í framhaldinu boðið að koma í heimsókn til þeirra því þeir höfðu áhuga á að birta frétt um þau skrif mín sem ég heimilaði þeim eftir að þeir höfðu sýnt mér ýmis gögn sem þeir höfðu undir höndum og álit lögfræðings þeirra.  Þannig að ég er viss um að þeir fara ekki af stað með neitt mál nema hafa áður komist yfir fullar sannanir um viðkomandi.   Og þegar þú talar um venjur hvað varðar  kynferðisbrotamál þá má líka benda á að það hefur verið ákveðin  venja að þótt sekt hafi verið sönnuð að dómar hafa oft verið ótrúlega vægir miðað við þann skaða sem sumir menn hafa valdið börnum með níðingsskap sínum.   Ég var aldrei að tala um að maðurinn ætti hvergi að fá vinnu og þú virðist þó vera sammála mér um það að hann ætti ekki að koma nálægt barnaverndarmálum.  Það kom fram í þættinum að bæði hjá dómsmálaráðherra og forstöðumanni Barnastofu að ekki væri hægt að stöðva manninn nema að beiðni Lögmannafélags Íslands sem ekki telur sér það fært nema að maðurinn brjóti alvarlega af sér í starfi sem lögmaður og auðvitað er hann ekki að starfa sem lögmaður á sama tíma og hann er að níðast á ungum stúlkum.  Hann hefur alla veganna ekki fram að þessu stundað þessa iðju sína í dómssölum.  Mér finnst þú leggjast ansi lágt að líkja því saman að níðast á 14-15 ára stúlkubörnum og hundi.  Það eru einmitt sakleysingjar eins og þú Ingólfur sem verða oft til þess að svona glæpamenn fá væga dóma því að alltaf eru vafaatriði túlkuð hinum ákærða í hag.  Ég sagði í grein minni að ég hefði kynnst þessum manni aðeins fyrir mörgum árum og þykist vita að hann væri best geymdur bak við lás og slá og mér er með öllu óskiljanlegt að Lögmannafélag Íslands skuli taka þátt í að þessi maður geti gengið um laus of stundað sín níðingsverk, því þetta er ljótur blettur á lögmannastéttinni.  

Jakob Falur Kristinsson, 19.9.2007 kl. 16:37

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta innskot kom frá Heimir Fredrikssyni meðan ég var að skrifa svar mitt til Ingólfs og er ég innilega sammála orðum Heimis.  Það væri í raun það eina rétta að fara og berja helvítis ógeðið.  Það færi kannski af honum hæðnisglottið sem hann sýndi í þættinum þegar reynt var að tala við hann.  Þegar samtrygging ýmsa aðila í kerfinu er farin að ganga svona langt og allir vita að hann er á fullu að skoða í Barnastofu trúnaðarskýrslur frá læknum, sálfræðingum ofl. aðilum til að undir búa verjanda sinn til að forðast dóm.  Verður íslenska þjóðin að segja hingað og ekki lengra.

Jakob Falur Kristinsson, 19.9.2007 kl. 16:51

9 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Ég hafði ekki hugsað mér að taka upp hanskana fyrir barnaníðinga, frekar en aðra glæpamenn.

En ég tel hinsvegar að menn séu "saklausir" uns þeir eru dæmdir, og að allir eigi rétt á sanngjarni réttarmeðferð.

Við getum svo látið manninn heyra það þegar og ef hann verður dæmdur. En eins og ég segi, þá skal ég vera fyrsti maður til að birta mynd, heimilisfang og símanúmer hjá þessum manni þegar og ef hann verður dæmdur. En þangað til er hann hreinlega saklaus í augum mínum og réttvísinnar. Ég ætla ég ekki að leggjast niðrá það plan að úthúða manninum áður en hann er dæmdur allaveganna.

og þá er mér sléttsama hvaða sönnunargögn eru fyrir hendi í málinu, enda hef ég ekkert vit á svolleiðis rannsóknum. Dómstólar fara væntanlega í gegnum það, ekki ég og þú. Ég held að fólk ætti að róa sig niður, og taka þessa umræðu upp af hörku, eins og ég segi, þegar og ef hann verður dæmdur.

Ég hef horft á Kompás þættina í gegnum tíðina, og ég furða mig á nafnbirtingu allt í einu núna. Fyrsta skiptið sem menn eru nafngreindir án þess að hafa fengið dóm (fyrir utan Gumma í Byrginu).

Aumingjarnir sem voru teknir í fyrri "tálbeitu" þætti Kompás, voru til að mynda ekki nafngreindir, ekki einu sinni birt mynd af þeim. Allt blörrað, meira að segja röddin. Afhverju voru þeir eiginlega að því ?

Í seinni þættinum, settu þeir upp aðra tálbeitu. Og í það skiptið gengu ef ég man rétt 4 menn í gildruna. Það var einn maður af þeim nafngreindur og birtar óblörraðar myndir af honum.

Enda var það dæmdur barnaníðingur !!!

Afhverju voru hinir einstaklingarnir ekki óblörraðir í þáttunum, þó svo að til að mynda lögreglan hafi fundið barnaklám heima hjá einum þeirra ?

Getur það verið af því að það hefur ekki verið stefnan hjá fjölmiðlum að birta myndir og nöfn af ódæmdum mönnum ? (nema ef frá er talið gamla DV)

Mér hefði fundist hið besta mál, til dæmis ef þessi þáttur hefði verið sýndur eftir að maðurinn hefði verið dæmdur.

En ég er mjög fylgjandi svona tálbeitu aðferðum. En þær mega þá ekki verða til þess að menn sleppi útaf einhverjum formgöllum eins og virtust vera í fyrri "tálbeitu" þætti Kompás.

Það væri hægt að ná töluverðum fjölda af þessum mönnum, með því einu að lögreglan setti upp tálbeitur. Er landinn klár í það ?

"Mér finnst þú leggjast ansi lágt að líkja því saman að níðast á 14-15 ára stúlkubörnum og hundi."

Fyrir það fyrsta þá er ég ekki að líkja brotunum saman. Þó svo að þér að sjálfsögðu hefði fundist það skemmtilegra. Ég er fyrst og fremst að líkja viðbrögðunum saman. Brotin eru ekkert sambærileg. En viðbrögðin hinsvegar nákvæmlega eins og í Lúkasar-málinu.

"Það eru einmitt sakleysingjar eins og þú Ingólfur sem verða oft til þess að svona glæpamenn fá væga dóma því að alltaf eru vafaatriði túlkuð hinum ákærða í hag."

Þessi setning hjá þér minnir mig bara á það þegar Kolbrún "vinkona mín" Halldórsdóttir, sagði við Árna Johnsen að: " Hann bæri ábyrgð á sjálfsvígum samkynhneigðra" í Silfri Egils á sínum tíma.

Ég held það Jakob, að þú sért að gera mig töluvert valdamikinn. Ef þú heldur að það sé ég sem stjórna því hvaða atriði eru talin ákærðum í hag og hvaða atriði, þeim í óhag. Veit ekki alveg hvort ég á að hlægja eða gráta yfir þessari fullyrðingu þinni. En eitt er víst, að ég er upp með mér ef þú telur mig vera svona valdamikinn innan réttarkerfisins.

Að lokum dreg ég ekkert í efa að þú hafir átt slæm samskipti við þennan mann, það kemur fyrir á bestu bæjum. Getur verið að þau slæmu samskipti sem þú áttir við hann fyrir 20 árum, séu soldið að skína í gegn,  í heift þinni í hans garð ? Bara smá pæling.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 19.9.2007 kl. 17:15

10 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

og varðandi þennan "óhefta" aðgang mannsins að skjölum Barnaverndarstofu.

Þá dreg ég það verulega í efa að hann sé með aðgang að einhverjum miðlægum gagnabanka Barnaverndarstofu og geti skoðað allar skýrslur í hinum og þessum málum fram og til baka.

Hann hefur að mínu viti eingöngu aðgang að skýrslum sem varða hans umbjóðanda í hvert skipti.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 19.9.2007 kl. 17:17

11 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Af þessum 4 mönnum sem gengu í gildruna hjá þeim Kompásmönnum er nú þegar búið að dæma 3 þeirra.  Ég var ekki að segja að þú Ingólfur stjórnaðir því hvaða atriði væru dæmd ákærðum í hag eða óhag.  Okkar réttarkerfi er þannig uppbyggt að öll vafa atriði eru dæmd ákærða í hag.  Hvort það er skýrt í lögum eða réttarvenja veit ég ekki.  Og eftir því sem ákærði getur tínt til fleiri vafa atriði eru meiri líkur að viðkomandi sleppi eða fái vægari dóm.  Því er mikið óréttlæti í því fólgið að í þessu tiltekna máli skuli ákærði í skjóli þess að hann er lögfræðingur fyrir aðra barnaníðinga geta komist yfir trúnaðarupplýsingar í sínu eigi máli.  Því barnið sem er yfirheyrt og læknar og sálfræðingar ræða við í Barnastofu, teystir því að þetta séu trúnaðarupplýsingar sem fari ekki lengra.  Það var í þessum Kompásþætti sem ég var að tala um lesið upp hluti af bréfi sem hafði borist þættinum frá lögmanni Róberts Árna Hreiðarssonar þar sem verið er að vitna í lög um svona dómsmál og hótað málsókn ef þátturinn yrði sendur út, en eftir að lögfræðingur Stöðvar 2 hafði farið yfir málið var ákveðið að senda þáttinn út.  Ég tel því, að ef þeir sem stjórna þessum þætti hefðu ekki undir höndum þau gögn sem þeir segjast hafa, hefði þátturinn aldrei verið sendur út.  Nei Ingólfur mín fyrri viðskipti við þennan mann hafa ekkert með það að gera hvaða skoðun ég hef á þessu máli.  Ég var satt best að segja búinn að gleyma því en það rifjaðist upp þegar ég horfði á þáttinn, því ég fyrirlít menn sem eru að níðast á börnum.

Jakob Falur Kristinsson, 19.9.2007 kl. 17:43

12 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú segist draga í efa að þessi maður geti skoðað skýrslur í Barnastofu og fullyrðir að hann hafi einungis aðgang að gögnum, sem varði hans skjólstæðinga.  Þá kom það nú skýrt fram í þættinum bæði hjá forstöðumanni Barnastofu og eins hjá talsmann Stígamóta að ef hann fær heimild til að fara inn í Barnastofu og skoða skýrslur um sína skjólstæðinga er ekkert sem hindrar það að hann geti ekki líka skoðað skýrslur um aðra.  Þetta gengur þannig fyrir sig að sá sem er að verja barnaníðing fær úrskurð hjá dómara um að hann hafi heimild til að fara í Barnastofu til að skoða skýrslur um sinn skjólstæðing og þar sem þeir hafa áður svarið ákveðinn eið til að öðlast sín lögfræðiréttindi er þeim treyst til að gera hlutina rétt, en ef menn síðan misnota sinn rétt og skoða skýrslur um aðra er ekkert sem getur stoppað það a.m.k. sagði Bragi Guðbrandsson það í svari sínu að það væri mjög varhugavert að aðili sem sætti ákæru í kynferðislagabroti gagnvart börnum hefði þennan aðgang og hann hefði reynt að stoppa þetta en ekki tekist.  Ég tek miklu meira mark á orðum Braga en því að þú teljir hitt og þetta vera svona og svona.  Það var einmitt þetta atriði varðandi Barnastofu sem varð til þess að þeir Kompásmenn fóru að kafa niður í þetta mál. 

Jakob Falur Kristinsson, 19.9.2007 kl. 18:14

13 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Seigur !

Þetta kemur allt í ljós þegar dómurinn dettur inná www.domstolar.is þann 26 september.

Ég vænti þess að þú ætlir að láta ljós þitt skína og mæta í réttarsalinn, þegar dómsuppkvaðning verður. En það eru fleiri en 2-3 dagar í það, og þá verða kannski allir búnir að gleyma þessu máli, hver veit.

Ef hann verður sakfelldur, nennirðu þá nokkuð að hrækja framan í þennan mann fyrir mig ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 19.9.2007 kl. 19:35

14 identicon

Sýnist nú vera hægt að þekkja þessa kalla á hattinum sem þeir eru allir með ... 

Karl 20.9.2007 kl. 00:30

15 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já hann er að stæla Guðmund í Byrginu til að storka fólki, því hann telur sig í krafti þeirrar aðstöðu sem hann hefur komist í, að hann sleppi frá þessu.   En varðandi það sem þú ert að skrifa Ingólfur, þá hef ég nú ekki hugsað mér að mæta í réttarsal og ég hef aldrei á ævinni verið að hrækja framan í nokkurn mann.  Eins á ég ekki von á að vera með neinar yfirlýsingar þegar dómur fellur.  Verði hann fundinn sekur og dæmdur þungum dómi er réttlætinu fullnægt.  Verði hann sýknaður hefur ranglætið sigrað og þar með sú fullyrðing mín um misnotkun þessa manns á aðstöðu sinni sem lögfræðings, sönnuð.  Ég ætla hinsvegar að bíða eftir næsta Kompásþætti, og reika ekki með að skrifa meira um þennan glæpamann. 

Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2007 kl. 08:48

16 Smámynd: Jens Guð

  Kenningin um að menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð er bara klisja.  Ekki síst þegar átt er við sektin sé sönnuð fyrir dómstólum. 

  Í fyrsta lagi er iðulega verið að dæma menn á líkum en ekki fullkomnum sönnunum.

  Í öðru lagi eru dómsstólar skeikulir.  Verulega.  Hæstiréttur er stöðugt að ógilda dóma héraðsdómara eða senda mál aftur heim í hérað vegna einhvers klúðurs hjá héraðsdómara.  Íslendingar fara ítrekað með dóma Hæstaréttar til erlendra dómsstóla sem jafnan kveða upp úrskurð með að Hæstiréttur hafi dæmt rangt.

  Ég þekki nýlegt mál þar sem maður tók á sig sök fyrir annan.  Dæmið var þannig að sá raunverulega seki leyfði hinum að búa heima hjá sér.  Þar var þýfi og dóp.  Díllinn var þannig að ef að lögregla myndi gera húsleit þá myndi húseigandinn þræta fyrir að eiga hlutina en hinn myndi ekki beinlínis þræta heldur segjast ekki muna hver eigi hlutina.  Svo kom löggan og málið fór fyrir dóm.  Niðurstaðan var sú að húseigandinn var sýknaður á grundvelli þess að hann var stöðugur í framburði sínum um að hann ætti ekki dótið.

  Hinn var dæmdur á líkum.

  Annað dæmi þekki ég.  Það er meira en 20 ára gamalt.  Kona nokkur átti kærasta sem var lögregluþjónn.  Hann braust inn á stað sem konan tengdist.  Rannsóknarlögreglan fór heim til konunnar og fann þar skó sem að pössuðu við fótspor á vettvangi.  Skórnir voru teknir sem sönnunargagn og konan kærð

  Hún þorði ekki að segja til kærastans.  Enda var hún viss um að hann fengi þyngri dóm og örlög en hún sjálf.  Enginn sem að málinu kom virtist átta sig á að konan ætti kærasta.  Samt voru skórnir einhverjum númerum stærri en skónúmer konunnar.  Konan var fundin sek.  Hún fékk einhvern ómerkilegan skilorðsbundinn dóm og þurfti að borga smáaura fyrir skemmdir sem urðu við innbrotið.   

  Svo eru önnur mál þess eðlis að sekt liggur fyrir,  blasir við,  löngu áður en dómsstólar kveða upp dóm. 

Jens Guð, 21.9.2007 kl. 04:06

17 identicon

Ingólfur þinn málaflutningur er einfaldur og vitlaus hreinlega. Minnir á einhvern sem hefur horft á of marga lögfræðiþætti í sjónvarpinu og klikkaði á lögfræðináminu sjálfur. En það er ekki höfuðatriði og þín persóna skiptir hér engu þó þú látir mikið að þér kveða.

Þú ítrekað hvetur fólk til að fara niður í héraðsdóm - helduru að stelpurnar vilji að það verði fjölmenni þarna? Þó þær mæti ekki þá mæta eflaust aðstandendur þeirra - fyrir utan að réttarhaldið er lokað.

Finnst málflutningur þinn afar lélegur - vörn á svona manni á  sér engar málsbætur - engar.

lögfræðingurinn 21.9.2007 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband