Smygl

Þetta var eins og ég hélt stórkostlegt magn af fíkniefnum svo skipti tugum kílóa og kemur fram í þessari frétt að hér sé um að ræða mesta magn af fíkniefnum sem fundist hafa hérlendis og teygir anga sína víða um Evrópu.  Einnig kemur fram að skútan hafi verið keypt erlendis en áhöfnin var íslensk og var þetta í fyrsta sinn sem þessi skúta kom til hafnar hér á landi.  Það hefur verið venja hér á landi að taka fagnandi hverju nýju skipi sem kemur til landsins, hvort þau hafa verið lítil eða stór.  Og í þessu tilfelli vantaði ekki móttökunefndina, en því miður fyrir hinn nýja skútueiganda var tilefnið ekki að fagna komu þeirra til landsins, heldur var mætt til að handtaka áhöfnina og fleiri.  Þessi aðgerð lögreglunnar er fagnaðarefni allra þeirra sem eru á móti neyslu  fíkniefna og mun hafa verið marga mánuði í undirbúningi og heppnaðist vel.  Er því full ástæða til að óska hinum nýja lögreglustjóra Stefáni Eiríkssyni og hans mönnum til hamingju með vönduð vinnubrögð sem skila virkilegum árangri.  Ég hugsa til þess með hryllingi ef allt þetta magn hefði komist í neyslu hér á landi.

Ég hélt nú að seint yrði hægt að toppa hið fræga smyglmál þegar m.b. Ásmundur ÓF var leigður til handfæraveiða héra um árið.  En í stað þess að fara á veiðar sigldu skipverjar bátnum til Hollands og fylltu bátinn að áfengi og komu síðan á bátnum drekkhlöðnum til hafnar í Hafnarfirði sem síðan endaði með því að skipverjar komu upp um sig sjálfir fyrir klaufaskap.   En þetta skútumál slær það mál heldur betur út.


mbl.is Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm það mætti óska þeim til hamingju!  þetta er frábær árangur og þarna björguðu þeim mörgum mannslífum..! :)

Björg Pálsdóttir 20.9.2007 kl. 13:50

2 identicon

nú hækkar verðið á dópi og dópistarnir þurfa að stela meiru til þess að borga fyrir syndina

 af hverju er þetta bara ekki leyft, ríkið framleiddi og dreyfði svo til þeirra sem vilja

varla að einhver hætti að vera dópisti vegna þessa máls

Heimir Hermannsson 20.9.2007 kl. 13:56

3 identicon

Furðulegt að fólk trúi því að þetta skili árangri... þetta er bara dropi í
hafinu.

"Tugir kílóa"... úúú á ég að skjálfa? Ég veit ekki betur en að ríkið sjálft
sé að flytja inn fíkniefni í tonnatali. Þessi barátta er sorgleg að öllu
leiti, hversu lengi ætlum við að herma eftir fíkniefnastríði kanans? Hvenær
ætlum við að hætta að mismuna fólki vegna neyslu og lífstíls?

Geiri 20.9.2007 kl. 17:10

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég get ekki betur séð af þínum skrifum Geir en þú viljir lögleiða fíkniefni.  Ég get ómögulega verið sammála þér vegna þeirra miklu hörmunga sem neysla þessara efna hafa lagt í rúst líf svo margra einstaklinga og heilu fjölskyldurnar hafa mátt líða fyrir notkun aðila á þessum efnum.  Ég þekki það af eigin reynslu þar sem slík neysla kostaði ungan systurson minn lífið aðeins rúmlega 20 ára að aldri.  Við erum ekkert að herma eftir einum né neinum í að reyna allt sem hægt er að stöðva ólöglegan innflutning á þessum efnum.  Þar sem þú kvartar að þetta leiði til hækkunar á dópi og vildir að þetta verði leyft og ríkið dreifði því síðan til þeirra sem vilja væri auðvitað alger uppgjöf og við verðum nú einu sinni að sætta okkur við þá staðreynd að þótt ríkið flytji inn mikið magn af vímuefnum er það gert á grundvelli laga og við verðum meðan við viljum vera hluti af þessari þjóð að gera skýran mun á hvað er löglegt og hvað er ólöglegt.  Ef þú ert ekki sáttur við þessar staðreyndir verður þú að finna þér þjóðfélag til að búa í þar sem neysla og sala þessara efna er lögleg og ég er hræddur um að slíkt þjóðfélag finnir þú hvergi.

Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2007 kl. 17:46

5 identicon

Fólk mun alltaf sækjast í fíkniefni og fíkniefni munu alltaf verða í boði, sama hvað yfirvöld heimsins taka upp á. Ég þekki líka af eigin reynslu hvernig FÓLK getur skaðað sig sjálft með fíkniefni sem verkfærið, bæði af þessum löglegu og ólöglegu. Hinsvegar þekki ég það það vel að ég veit að þessi löglegu eru ekkert skárri en hin.

Það er alltaf sorglegt þegar einstaklingur misnotar fíkniefni, sama hvort þau séu lögleg eða ekki. Hinsvegar verður einstaklingurinn að bera ábyrgð á eigin heilsu/neyslu en ekki láta ríkið vefja sig í bómul. Það er hræsnin sem fer mest í mig, að leyfa sum fíkniefni en ekki önnur. Ég skora á Alþingi að annað hvort banna öll löglegu fíkniefnin (áfengi, tóbak, koffín......) eða leggja niður nýverandi neyslustýringu. 

Geiri 20.9.2007 kl. 18:15

6 identicon

Svo vil ég bæta við (ef þú hefur ekki áttað þig á því nú þegar) að þá náði fíkniefnabannið ekki að bjarga systursoni þínum.

Geiri 20.9.2007 kl. 18:17

7 identicon

Geiri. það er "systurSYNI" Ekki soni 

Guðrún B. 21.9.2007 kl. 00:00

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú það er rétt hjá þér Geir að fíkniefnabannið náði því miður að bjarga þessum unga frænda mínum og ekki sanngjart af þér að tengja þetta svona saman.  Því að það sem raunverulega kostaði hans líf voru þeir aðilar sem eru stöðugt að brjóta þetta bann.  Þú virðist vera gjörsamlega siðblindur og getur ekki skilið að í hverju landi verða að gilda ákveðin lög og reglur og við verðum að kunna að skilja hvað er löglegt og hvað er ólöglegt.  Og þessi svokallaða áskorun til Alþingi er svo mikil þvæla og rugl að ég nenni ekki að eyða tíma mínum að svara svona bulli.  Ef þú ert virkilega að meina þetta í alvöru skora ég á þig að fá þessa áskorun þína til Alþingis

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2007 kl. 00:07

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta vistaðist hjá mér óvart áður en ég var búinn.  En ég ætlaði að skora á þig að fá þessa áskorun þína til Alþingis birta í einhverju dagblaði undir þínu fulla nafni og heimilisfangi og bið þig vinsamlega að vera ekki meðsvona bull og kjaftæði á minni síðu undir nafninu Geiri og einhver IP tala.

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband