Davíð Oddsson

Nú hefur Árna Johnsen bæst liðsauki í gagnrýni sinni á hinar svokölluðu Mótvægisaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur verið að kynna.  Sá sem núna tekur sig að styðja Árna er sjálfur Davíð Oddson sem kallar þessar aðgerðir "fáránlegar".  Þótt mér finnist margt í þessum aðgerðum gagnrýnisvert er langt í frá að ég geti kallað þær fáránlegar.  Mér finnst Davíð oft gleyma því að hann er hættur í stjórnmálum og maður myndi nú ætla að hann frekar styddi sína gömlu félaga í stað þess að vera með svona skítkast.  Davíð Oddson hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að allt ætti að vera frjálst og ríkið ætti einungis að setja þann ramma sem atvinnulífið ætti síðan að fá starfa frjálst í og ríkið ætti aldrei að vera með neinar aðgerðir til hjálpar einum né neinum.  Gott og vel, Davíð Oddsson má auðvita hafa sína skoðun á hverju máli en hinu má hann heldur aldrei gleyma að hann er starfandi Seðlabankastjóri og hefur verið talsmaður hans og þegar hann lætur svona lagað út úr sér er auðvitað litið á að hann sé að túlka sjónarmið bankans.  En talandi um frelsi þá vill persónan Davíð Oddsson að allt sé sem mest frjálst og þess vegna megi leggja landsbyggðina í rúst og þúsundir fólks missi vinnuna.  Aftur á móti Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson vill takmarka frelsi eins og þegar hann lýsti því yfir að óheppilegt væri að Straumur-Burðarás ætlaði að færa hlutafé sitt í evrum og þegar hann sá að hann hefði enginn tök á að stoppa það mál, þá varaði hann sterklega aðrar fjármálastofnanir við að gera slíkt hið sama.  Sem frelsisunnandi var forsætisráðherrann Davíð Oddsson t.d. harður andstæðingur þeirra Bónusfeðga og er jafnvel talinn höfundur af hinum stórundarlegu málaferlum sem hefur gengið undir nafninu "Baugsmálið" og ekki má gleyma tilraun hans til að reyna að hindra frjálsa fjölmiðla í landinu.  Nei Hr. Davíð Oddsson, ég held að þú ættir að hætta að blanda þér í umræður um mál sem þér koma hreint ekkert við miðað við þína stöðu í dag.  Þér væri nær að vinna þá vinnu sem þú þiggur laun fyrir sem er að stýra Seðlabanka Íslands sem ekki hefur tekist betur til en svo að reglulega kemur þú fram og tilkynnir vaxtahækkun.  Er Davíð kannski með þessum ummælum sínum að óska eftir fjölda-atvinnuleysi á Íslandi, sem allir vita að eitt og sér slær á þenslu og verðbólgu, en yrði samt til þess að breiða yfir árangurslitla stjórnun Davíðs í Seðlabankanum varðandi stjórn efnahagsmála á Íslandi.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi fer hann bara að hafa hægt um sig, það er löngu kominn tími á karlinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2007 kl. 15:32

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Rétt Ásthildur, hann ætti að hafa vit á að draga sig í hlé áður en hann gerir fleiri vitleysur.

Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2007 kl. 17:48

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Góður, lýsi mig sammála, þér. Sumir virðast hafa gleymt við hvað þeir starfa í dag. Það getur ekki talist við hæfi að seðlabankastjóri tjái sig á þennan hátt.

Kristjana Bjarnadóttir, 20.9.2007 kl. 20:38

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er nú eitthvað að rofa til í hausnum á honum karlgreyinu.  Því hann var mun mildari í viðtali í kvöld en kom framhjá honum í hádegisfréttum.

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband