Mótmæli

Nú hafa útvegsbændur í Eyjum sent frá sér mótmæli sem þeir kalla"Mótvægisaðgerðir,dropi í hafið" og á Suðurland.is segir orðrétt "Útvegsbændur í Vestmannaeyjum segja að á undanförnum 6 árum hafi samfélagið í Eyjum fært fórnir uppá 3,1 milljarð í formi byggðakvóta,línuívilnunar og ýmissa bóta, meðal annars vegna brests í rækju og skelveiðum, útflutningsálags (sem nú hefur verið fellt niður) og þróunarsjóðsgjalds sem síðar varð að veiðigjaldi.  Þannig hafi Eyjamenn í raun og veru stutt aðrar sjávarbyggðir árlega með liðlega 500 milljónum króna skerðingu eigin aflaheimilda og með sérstökum gjöldum sem færð hafa verið öðrum byggðalögum í nafni byggðastefnu ("mótvægisaðgerða")Eftir að hafa lesið þetta mætti í fljótu bragði ætla að útgerðin í Eyjum væri í miklum vanda.  Ég vil nú benda þessum ágætu mönnum á að þeir gleymdu einu atriði í allri þessar upptalningu sennilega óviljandi að þeir hafa líka fært miklar fórnir til allra landsmanna með því að taka að sér að kaupa og reka Toyotaumboðið í Kópavogi.  Ég ætla að óska þessum mönnum til hamingju að hafa loksins tekist að berja í gegn að svokallað útflutningsálag sem var sett á til að reyna að draga úr útflutningi á óunnum fiski í gámum, hefur verið fellt niður.  Nú geta þeir ráðstafað afla sínum án skerðingar eins og þeim best hentar, þeir þurfa hvorki að taka tillit til atvinnu fólks í fiskiðnaði hvorki á fasta landinu eða í sinni heimabyggð.  Ef marka má fréttir hafa þeir verið mjög duglegir að endurnýja skipaflota sinn því bara á þessu ári hafa komið eftirtalin nýsmíðuð skip til Eyja: Vestmannaey VE-444  Bergey VE-544 og nýlega var sjósett í Póllandi nýr Dala Rafn VE-508, sem mun koma til Eyja í desember.  Þeir hafa einnig endurnýjað með kaupum á notuðum en samt nýlegum og góðum skipum, og á þessu ári nefni ég nýja Álsey VE-2, sem kom til Eyja fyrir stuttu og nýtt Gullberg VE-292.  Áður voru þeir búnir að kaupa nokkur mjög góð skip og má þar nefna, Smáey VE-144, Brynjólf VE-3 og Bergur VE-44, það getur vel verið að ég gleymi einhverju skipi, en þetta eru þau sem ég man eftir í fljótu bragði.  Það kann vel að vera og mjög líklegt að ákvörðun um smíði þessara nýju skipa hafi verið tekin löngu áður en ljóst var að þorskveiðar yrðu skornar svona mikið niður.  En svo ég vitni nú í útgerðarmanninn og þyrlueigandann Magnús Kristinsson þegar að hann var að taka á móti sínu nýja skipi Bergey VE-544, sem var skip nr. 2 sem hann fékk nýtt á árinu og hann var spurður hvort þetta yrði ekki erfitt hjá honum vegna mikillar skerðingar á þorskkvóta, svaraði hann því að þótt samningar um þessi skip hefðu verið gerðir löngu áður en ljóst var að þessi mikla skerðing á þorskkvóta kom til umræðu kviði hann ekki framtíðinni, sitt fyrirtæki væri svo vel sett með veiðiheimildir og stæði á sterkum grunni  og útgerðir í Eyjum stæðu almennt vel og þeir hefðu alla burði til að standa þetta af sér.   Vestamannaeyingar hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi, að þótt sumir útgerðarmenn hafi kosið að draga sig út úr uppsjávarveiðum, hafa samt þau skip sem þær veiðar stunduðu ekki verið seld burt frá Eyjum, heldur hafa þau skipt um eigendur í Eyjum og verið þar áfram ásamt sínum aflakvótum  og þessu til viðbótar má benda á að ekki er langt síðan Ísfélagið í Eyjum keypti allt hlutafé í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og eignaðist þar tvö góð skip með talsverðan kvóta.  Í 34. tbl. Fiskifrétta föstudaginn 14. september 2007 er verið að skýra frá kvótaúthlutun fyrir fiskveiðiárið 2007/2008.  Þar kemur fram að á lista yfir 20 kvótahæstu útgerðum er Vinnslustöðin hf. í 6. sæti og Ísfélagið í 11. sæti en þegar kvóta Þórshafnar er bætt við fer Ísfélagið í 6. sæti og Vinnslustöðin færist í 7. sæti listans.  Ef skoðaður er listi eftir heimahöfnum skipa eru Vestmannaeyjar í 2. sæti næst á eftir Reykjavík sem er í 1. sæti en þegar kvóta Þórshafnar er bætt við fara Vestmannaeyjar í 1. sæti en Reykjavík verður í 2.  sæti.  Það skal tekið fram að þessar upplýsingar Fiskifrétta voru unnar áður en gefinn var út rúmlega 380 þúsund tonna byrjunarkvóti í loðnu en þar eiga útgerðir í Eyjum góðan kvóta því þeir hafa alla tíð verið mjög sterkir í uppsjávarveiðum, t.d. eru 11 af 32 uppsjávarveiðiskipunum í þeirra eigu.  Ég ætla ekki að gera lítið úr vanda í Eyjum vegna niðurskurðar í þorski en eins og ég hef bent á eru útgerðir í Eyjum sterkar í uppsjávarveiðum og þar hefur heldur verið bætt við í kvóta t.d. í síld og loðnu og einnig eru þeir mjög sterkir í humarveiðum og ekki er skerðing þar.  Þannig að Vestamanneyingar hafa mun meiri burði til að taka á sig skerðing er mörg önnur byggðalög og má benda á viðtal við einn helsta talsmann Vestmannaeyja, Árna Johnsen alþm. þegar hann var að mótmæla þessum "Mótvægisaðgerðum" í viðtal í sjónvarpinu sagði Árni, "Í mínu kjördæmi eru einkum þrír staðir sem verða fyrir mikilli skerðingu og það eru Grindavík, Vestmannaeyjar og Hornafjörður"  Síðan fjallaði hann mest um Grindavík og vandamál þar og síðan sagði Árni, "Ég vil taka það skýrt fram að með þessum mótmælum mínum er ég ekki að gagnrýna þótt Vestfjörðum sé rétt hjálparhönd nú, ég hef fullan skilning á þeirra vanda og er ekki talsmaður þess að tekið sé af þeim nú til að færa öðrum, það þarf bara að bæta við þessar aðgerðir."   Miðað við það sem ég hef rætt hér að ofan er enginn hætta á miklu atvinnuleysi í Eyjum á næstunni eins og þegar er orðið víða á Vestfjörðum.

Hvað varðar yfirlýsingu þeirra útvegsbænda í Eyjum um mikinn fórnarkostnað þeirra sl. 6 ár sem þeir reikna út að sé upphæð sem nemi alls 3,1 milljarði eða rúmar 500 milljónir á ári í þessi 6 ár. og kalla að þeir hafi í raun þurft að aðstoða önnur byggðalög,ekki hef ég tök á að reikna þetta út og tek því þeirra upphæð sem rétta.   Þá er það nú svo að oft man kýrin ekki að hún var eitt sinn kálfur.  Ég man ekki betur en þeim Eyjamönnum hafi á sínum tíma nánast verður færður Meitillinn í Þorlákshöfn með öllum hans aflaheimildum, nánast á silfurfati.  Ef þær aflaheimildir væru reiknaðar út á verði aflaheimilda í dag, er ég hræddur um að útkoma í því dæmi dekkaði fyllilega það sem þeir telja sig hafa fórnað til að stoðar öðrum byggðalögum.  Eins og ég sagði áðan er ekkert sem bendir til að hætta sé á atvinnuleysi í Eyjum, ef það verður væri ástæðan sú að útgerðarmenn gengju of langt í sínum mikla útflutningi á óunnum fiski í gámum.

Af því ég að skrifa hér um Vestmannaeyjar, vil ég nota tækifærið og óska þeim til hamingju að hafa staðið vel saman í að hindra að Guðmundur, vinalausi næði að komast yfir eitt af stæðstu fyrirtækum ykkar og ég óska ykkur alls góðs í framtíðinni.

                                                                                                                                                             


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband