Auglýsingar

Mikið lifandis skelfing er ég orðinn þreyttur á sumum auglýsingum og skipti ég oft um rás þegar ég er að horfa á sjónvarpið á kvöldin og auglýsingarnar byrja.  Ég ætla að nefna hér nokkur dæmi:

1.  Auglýsing Símans um nýja gerð af farsímum.  Ég ætla ekki að gagnrýna auglýsinguna sem slíka eða gerð hennar og fannst bara gaman að horfa á hana fyrst.  En öllu má nú ofgera, að þurfa að horfa á þetta nánast á hverju kvöldi er full mikið af því góða.  Þessi auglýsing hefur verið svo ofnotuð að hafi það einhvern tíma hvarflað að mér að kaupa slíkan síma, get ég ekki hugsað mér það í dag.  Ég er hreinlega komin með ofnæmi fyrir þessum síma.  Þessi auglýsing er farinn að vinna gegn hagsmunum þess sem hana kostar.  Þessi auglýsing er stundum birt í heilu lag eða í nokkrum styttri útgáfu og um leið og þessi auglýsing birtist á skjánum, hættir maður strax að hugsa um síma og fer að velta því fyrir sér hvernig verður auglýsingin núna, kemur hinn frægi sími strax á eftir myndinni af síðustu kvöldmáltíðinni?  Eða segi Júdas brandarann núna?  Þessi auglýsing var góð og allt í lagi að birta hana í heild sinn í nokkur skipt, en svo hefði nægt að birta bara myndina af kvöldmáltíðinni og koma svo strax á eftir með símann.  Það er sú útgáfa sem mér finnst einna best.  Því auðvita muna allir framhaldið um leið og fyrsta myndin birtist.

2.  Auglýsing frá Mjólkursamsölunni um skyr.is, ég get ekki metið hvort hún er vel eða illa unninn en að láta einhverja leika að þér séu staddir í verslun erlendis og marg stama og hiksta við að reyna að bögla út úr sér orðinu skyr.is, ef þetta á að vera einhver brandari er hann illa heppnaður og ekki fyrir minn smekk.  Þarna gleymir maður strax skyr.is heldur fer öll athyglin í að fylgjast með hvort fólkinu tekst að koma þessu rétt út úr sér og jafnvel að maður vorkenni afgreiðslustúlkunni við að reyna að skilja fólkið.

3.  Auglýsing frá Hagkaup, sem öll er á ensku og meðan lesin er einhver texti renna yfir skjáinn hinar ýmsu vörur.  Hagkaup hefur verið með gott slagorð í sínum auglýsingum á íslensku, sem hefur verið stutt og gott og allt í lagi að horfa á það oft í viku og með því hefur hægt og bítandi neytandinn fegið þá tilfinningu að í þessa verslun sé tilefni til að fara.  Hversvegna að eyðileggja þetta með svona amerískri útfærslu á auglýsingu.  Er verið að senda okkur þau skilaboð að þessi verslun sé einungis fyrir enskumælandi fólk?  Þegar þessi auglýsing kemur fer öll hugsun í að reyna að átta sig á hvaða vitleysa sé í gangi og þegar maður loks nær því er auglýsingin búin og ný komin í staðinn.

Ég lærði aðeins í þessum fræðum þegar ég var í Samvinnuskólanum 1969-1971 og síðar í fjarnámi við Viðskiptaháskólann á Bifröst eftir að ég varð öryrki.  Ég tel því að sjónvarpsauglýsing, sem ætlunin er að birta oft í viku verði að vera hröð og hnitmiðuð og minna um leið sterklega á það sem í raun er verið að auglýsa.  Þær auglýsingar sem ég hef hér nefnt bera allar það með sér að athyglin beinist að öðru en til er ætlast.  Einnig finnst mér óþolandi sá háttur sem bæði Ríkissjónvarpið og Stöð 2, hafa tekið upp og ættað er frá Bandaríkjunum, en það er að í miðjum þætti eða mynd er gert auglýsingarhlé.  Það er vel skiljanlegt að Skjár einn noti þessa aðferð enda er sú stöð öllum opin án þess að þurfa að greiða neitt fyrir og hefur sína tekjur eingöngu af auglýsingum.  Út yfir allt tekur svo allir þessir auglýsingabæklingar sem verið er að dreifa og þótt maður merki hjá sér pósthólfið um að maðu vilji ekki slíkan póst, er þessu samt troðið þar niður.  Bara það eitt að neyða upp á mann þessu auglýsingabæklingum sem maður er búinn að óska eftir að fá ekki verðu til þess a.m.k. í mínu tilfelli að þetta fer beinustu leið í ruslið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband