Dópmálið mikla

Þessi frétt segir okkur vel hvað undirbúningur og skipulag hjá lögreglu hér á landi hefur verið gott og hvergi hafa verið gerð nein mistök.  Ég sagði í grein minni í gær að hinn nýi lögreglustjóri Stefán Eiríksson, hefði stjórnað aðgerðum lögreglu í þessu máli, en hið rétta er að allt frá byrjun til enda var það Haraldur Johnnessen ríkislögreglustjóri sem stjórnaði þessum aðgerðum, þótt Stefán hafi vissulega komið þar að eins og svo margir af yfirmönnum lögreglu landsins.  Í fréttinni kemur fram að tveir menn hafa verið handteknir í Færeyjum vegna málsins en ekki hefur verið skýrt frá því enn hvort þar er um að ræða íslendinga.  Sjálfsagt fá flestir þessara manna þunga dóma og skútan sem í fyrstu var talið að hefði verið keypt var leigð erlendis, verður að öllum líkindum gerð upptæk.  Nú vaknar sú stóra spurning hver hefur fjármagnað þetta smygl?  Því þetta hefur kostað verulega mikla peninga, bæði í ferðalög og varla hefur skútan fengist leigð nema gegn einhverri tryggingu og eitthvað hefur kostað að kaupa allt þetta efni og að skipuleggja glæpinn sem tók víst nokkra mánuði.  Ég tel nokkuð ljóst að enginn þessara mann sem hafa verið handteknir hafi getað fjármagnað þetta, því eins og fram hefur komið voru þeir flestir með sakaferil að baki og ekki auðvelt hjá þeim að fá lán í banka eða annars staðar.  Því hlýtur einhver auðugur maður að ganga laus í okkar þjóðfélagi sem ber ábyrgð á öllu saman, þannig að í raun er ekki nema hálfur sigur unninn þótt hann sé vissulega stór.  Ég er hræddur um að það fari í þessu máli líkt og svo mörgum álíka að litlu peðin þurfi að sitja af sér dóma í fangelsi en sjálfur höfuðpaurinn sleppi og geti farið að skipuleggja næsta glæp.  Þó vil ég ekki útiloka þann möguleika miðað við það sem á undan er gengið og hversu vel lögreglan hefur skipulagt sínar aðgerðir að henni takist það ótrúlega að ná höfuðpaurnum í þessu alvarlega máli og yrði það þvílíkt rothögg í þessum fíkniefnaheimi að margur lægi dasaður á eftir og menn þyrðu ekki að reyna svona eða álíka hluti aftur.  Ég vona að það takist hjá lögreglunni.
mbl.is Tvö kíló af hörðum efnum fundust í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki, það má alveg áætla að fyrri koma skútunnar hafi verið með stöff líka,  þannig hafi þetta dæmi fjármagnast, svo má alveg taka þann pól í hæðina að upp um þetta hafi komist vegna þess að annar hringur eða hringir hafi kjaftað upp á þessa og þarna sé höfuðpaurinn í haldi... alþekkt
Það er nokkuð ljóst að þetta mál mun ekki hafa nein veruleg áhrif á dópið á klakanum

DoctorE 21.9.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú það er alveg rétt að allt bendir til að önnur skúta sem tveir af þessum mönnum kom á til Fáskrúðsfjarðar árið 2005 hafi verið að flytja dóp til landsins.  Og eins og ég er að fjalla um í grein hér fyrir ofan mun þetta ekki hafa nein áhrif á dópmarkaðinn.

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband