Með Titanic í stofunni

Góður kunningi minn hér í Sandgerði, Jónatan Jóhann Stefánsson á mjög merkilegt safn af sjaldgæfum skipslíkönum eins og myndirnar hér á eftir sína en þær eru fengnar úr blaðinu Víkurfréttum en með þessum myndum segir í blaðinu:  "Fyrir um þrjátíu árum eignaðist Jónatan Jóhann Stefánsson stórt líkan af áttæringi, mikla listasmíð eftir Hinrik í Merkinesi.  Við það kviknaði áhugi Jónatans á að safna slíkum gripum, bæði skipslíkönum og ýmsum munum tengdum sjómennsku en hann er sjálfur gamall sægarpur sem eyddi stórum hluta starfsævinnar á sjó.  Að koma inn í stofu á heimili Jónatans í Sandgerði er eins og að koma inn á minjasafn.  Þar gefur á að líta tilkomumikil líkön af sögufrægum skipum m.a. Titanic og gullskipinu fræga sem menn leituðu lengi að á Skeiðarársandi en höfðu ekki erindi sem erfiði.  Í stofunni er einnig að finna eitt líkan eftir Grím Karlsson af Garðari BA-64, sem var mikið aflaskip en Jónatan var lengi til sjós á því skipi, sem nú er varðveitt sem safngripur fyrir vestan, eftir 70 ár á sjó."

attaeringur.jpg  Hér heldur Jónatan á líkani af Ingjaldi, sögufrægum bát, sem var sögusvið mikils harmleiks 1899 þegar Hannes Þ. Hafstein sýslumaður Ísfirðinga ætlaði um borð í enskan botnvörpung er staðinn var að ólöglegum veiðum á Dýrafirði.  Þeir ensku sökktu bátnum með því að láta vírtrossu falla ofan í hann.  Þrír menn drukknuðu en Hannes slapp naumlega lífs úr klóm varganna.  Segja má að Ingjaldur hafi verið fyrsta varðskip íslendinga eða fyrsti báturinn sem notaður var í þeim tilgangi.

gullskipi.jpg  Hér situr Jónatan við líkanið af hinu fræga gullskipi sem á að vera grafið á Skeiðarársandi með mikinn fjársjóð innanborðs.  Mikil og kostnaðarsöm leit var gerð að skipinu á sínum tíma.  Líkanið hafði verið pantað af safni einu, sem síðan vildi það ekki vegna skemmda sem urðu á því við flutninga.  Jónatan keypti líkanið, gerði við skemmdir og nú sómir það sér vel í stofunni.

horft_yfir_safni.jpg Hér stendur Jónatan og horfir yfir safnið.  Fremst á myndinni er hin mikla smíði Hinriks í Merkinesi á áttærings-líkani.  Við veggin fjær er líkanaði af Garðari BA-64 sem Grímur Karlsson smíðaði.  Á veggnum hanga svo munir og myndir tengdar sjómennsku.

Titanick

 Hér er svo líkanið af Titanic en það er mjög stórt og í því eru ljós sem hægt er að kveikja á og er það mjög fögur sjón þegar öll ljós hafa verið kveikt og dimmt er orðið.

 

 

Að lokum er svo síðan í heild sinni eins og hún birtist í Víkurfréttum.  Þar sem ekki er gott að lesa það sem stendur á síðunni vitna ég í það sem ritað er hér að ofan.  Það skal tekið fram að ekki hefur verið leitað leyfis hjá Víkurfréttum um birtingu þessa mynda en vonandi fyrirgefa þeir mér það.

Bátasafnið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband